„Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. janúar 2021 18:18 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, í þingsal. Heilbrigðisráðherra sakaði þingmanninn um að gera faraldurinn að pólitísku bitbeini. vísir/vilhelm „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. Umræður um öflun og dreifingu bóluefnis fóru fram á Alþingi í dag. Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um málið og gafst þingmönnum síðan færi á spurningum. Anna Kolbrún sagði ríkisstjórninni hafa mistekist að upplýsa þjóðina um bólusetningar. „Algjör óreiða hefur einkennt skilaboð ríkisstjórnarinnan og landsmenn eru engu nær um hvenær bóluefni berst, hversu mikið af því og hvenær bólusetningu verður lokið,“ sagði Anna Kolbrún og spurði hvers vegna ríkisstjórnin fari ekki fram hjá bóluefnasamfloti Evrópusambandsins og semji við bóluefnaframleiðendur um auka skammta. „Vissulega geta komið upp hnökrar en samt sem áður er algjörlega augljóst að það voru mistök að treysta aðeins á að Evrópusambandið gætti hagsmuna okkar.“ Svandís sagði spurninguna vera „Miðflokkslega“. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm „Ég bendi háttvirkum þingmanni og félögum hennar í þingflokki Miðflokksins, sem eru ekki hressir í dag frekar en aðra daga, að vefurinn bóluefni.is er ágætis vettvangur þar sem staðreyndir eru leiddar fram og þar er enginn óreiða ef háttvirtur þingmaður myndi leggja sig fram um að fylgjast með þar.“ Hún sagði ríkisstjórnina vilja standa við gerða samninga. Ekki sé heldur víst að slíkar tilfæringar beri árangur. Í umræðunum í dag sagðist Svandís raunar viss um að rétt ákvörðun hefði verið tekin varðandi samflotið við Evrópusambandið. Svandís sakaði Önnu Kolbrúnu um að gera faraldurinn að pólitísku bitbeini. „Ég legg áherslu á hversu mikilvægt það er, og hversu mikil gæfa hefur verið fólgin í því, að það er undantekning að þingmenn, þingflokkar og stjórnmálafólk hafi reynt að gera Covid-19, bólusetningar og sóttvarnaráðstafanir að pólitísku bitbeini. Því miður stendur háttvirtur þingmaður hér fyrir þá undantekningu.“ Í máli Svandísar í dag kom fram að von gæti verið á bóluefni frá Janssen fyrr en áður var talið og sagðist hún enn gera ráð fyrir að þorri þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Tæplega 4.800 hafa nú fengið fyrri skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 5.700 lokið bólusetningu, eða alls um 10.400 manns. Í febrúar er búist við þrjátíu þúsund skömmtum frá Pfizer, Moderna og Astra Zeneca, sem er gert ráð fyrir að fái markaðsleyfi á föstudag, eða alls fyrir fimmtán þúsund manns. „Og gera má ráð fyrir að í lok mars verðum við búin að bólusetja 35 þúsund manns,“ sagði Svandís í dag. Gert sé ráð fyrir að tafir á afhendingu vegna vandræða við framleiðslu hjá Pfizer og Astra Zeneca verði unnar upp. „Enn eru allar líkur á því að við munum ná að bólusetja þorra þjóðarinnar á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Miðflokksins.vísir/Vilhelm Þarf aðeins eina sprautu af Janssen Dreifingaráætlanir svo langt fram í tímann liggja ekki fyrir og erfitt er því að staðreyna þessi fyrirheit. Eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagði Svandís að óformlegar upplýsingar bentu til þess að búast mætti við meira af bóluefni í mars. Á þingi í dag báðu þingmenn um að ráðherra hefði slíkar upplýsingar uppi á borðum. „Ósk ráðherra um samstöðu er að sjálfsögðu vel tekin, en hún verður að styðjast við gagnsæi í vinnubrögðum,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins. Svandís vísaði þá í samning stjórnvalda um 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen sem hingað til hefur verið búist við á þriðja ársfjórðungi. Af því þarf einungis eina sprautu. „Og það er von á því bóluefni fyrr en áður var gert ráð fyrir, það er að segja á þriðja ársfjórðuni, við erum að gera ráð fyrir því fyrr,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Umræður um öflun og dreifingu bóluefnis fóru fram á Alþingi í dag. Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um málið og gafst þingmönnum síðan færi á spurningum. Anna Kolbrún sagði ríkisstjórninni hafa mistekist að upplýsa þjóðina um bólusetningar. „Algjör óreiða hefur einkennt skilaboð ríkisstjórnarinnan og landsmenn eru engu nær um hvenær bóluefni berst, hversu mikið af því og hvenær bólusetningu verður lokið,“ sagði Anna Kolbrún og spurði hvers vegna ríkisstjórnin fari ekki fram hjá bóluefnasamfloti Evrópusambandsins og semji við bóluefnaframleiðendur um auka skammta. „Vissulega geta komið upp hnökrar en samt sem áður er algjörlega augljóst að það voru mistök að treysta aðeins á að Evrópusambandið gætti hagsmuna okkar.“ Svandís sagði spurninguna vera „Miðflokkslega“. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm „Ég bendi háttvirkum þingmanni og félögum hennar í þingflokki Miðflokksins, sem eru ekki hressir í dag frekar en aðra daga, að vefurinn bóluefni.is er ágætis vettvangur þar sem staðreyndir eru leiddar fram og þar er enginn óreiða ef háttvirtur þingmaður myndi leggja sig fram um að fylgjast með þar.“ Hún sagði ríkisstjórnina vilja standa við gerða samninga. Ekki sé heldur víst að slíkar tilfæringar beri árangur. Í umræðunum í dag sagðist Svandís raunar viss um að rétt ákvörðun hefði verið tekin varðandi samflotið við Evrópusambandið. Svandís sakaði Önnu Kolbrúnu um að gera faraldurinn að pólitísku bitbeini. „Ég legg áherslu á hversu mikilvægt það er, og hversu mikil gæfa hefur verið fólgin í því, að það er undantekning að þingmenn, þingflokkar og stjórnmálafólk hafi reynt að gera Covid-19, bólusetningar og sóttvarnaráðstafanir að pólitísku bitbeini. Því miður stendur háttvirtur þingmaður hér fyrir þá undantekningu.“ Í máli Svandísar í dag kom fram að von gæti verið á bóluefni frá Janssen fyrr en áður var talið og sagðist hún enn gera ráð fyrir að þorri þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Tæplega 4.800 hafa nú fengið fyrri skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni og um 5.700 lokið bólusetningu, eða alls um 10.400 manns. Í febrúar er búist við þrjátíu þúsund skömmtum frá Pfizer, Moderna og Astra Zeneca, sem er gert ráð fyrir að fái markaðsleyfi á föstudag, eða alls fyrir fimmtán þúsund manns. „Og gera má ráð fyrir að í lok mars verðum við búin að bólusetja 35 þúsund manns,“ sagði Svandís í dag. Gert sé ráð fyrir að tafir á afhendingu vegna vandræða við framleiðslu hjá Pfizer og Astra Zeneca verði unnar upp. „Enn eru allar líkur á því að við munum ná að bólusetja þorra þjóðarinnar á fyrstu tveimur ársfjórðungum þessa árs.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Miðflokksins.vísir/Vilhelm Þarf aðeins eina sprautu af Janssen Dreifingaráætlanir svo langt fram í tímann liggja ekki fyrir og erfitt er því að staðreyna þessi fyrirheit. Eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagði Svandís að óformlegar upplýsingar bentu til þess að búast mætti við meira af bóluefni í mars. Á þingi í dag báðu þingmenn um að ráðherra hefði slíkar upplýsingar uppi á borðum. „Ósk ráðherra um samstöðu er að sjálfsögðu vel tekin, en hún verður að styðjast við gagnsæi í vinnubrögðum,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins. Svandís vísaði þá í samning stjórnvalda um 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen sem hingað til hefur verið búist við á þriðja ársfjórðungi. Af því þarf einungis eina sprautu. „Og það er von á því bóluefni fyrr en áður var gert ráð fyrir, það er að segja á þriðja ársfjórðuni, við erum að gera ráð fyrir því fyrr,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira