Vægast sagt óheppileg staða Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2021 11:31 Arnar Pétursson er þjálfari kvennalandsliðs Íslands og Guðmundur Guðmundsson þjálfari karlalandsliðsins. vísir/bára og EPA/Khaled Elfiqi Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. Í umfjöllun RÚV á síðustu stórmótum karla í handbolta hafa Arnar Pétursson og Logi Geirsson meðal annars gefið sitt álit á frammistöðu íslenska landsliðsins, og sagt sína skoðun á störfum Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Þannig var það einnig á HM í Egyptalandi nú. Arnar hefur þó frá sumrinu 2019 einnig verið þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Guðmundur landsliðsþjálfari sendi þeim Loga og Arnari tóninn í viðtali við RÚV bæði eftir tapið gegn Sviss og gegn Frakklandi í síðustu viku. „Það er algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta á niðrandi hátt. Talandi um þetta eftir leikinn á móti Sviss að liðið sé ráðalaust. Þetta eru svo niðrandi ummæli og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðmundur þjálfari meðal annars. Arnar sagði þá Loga ekki hafna yfir gagnrýni en sagði: „Ég er hissa á Gumma. Ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst þetta í raun og veru sorglegt.“ Málið verði rætt í stjórn HSÍ Vísir óskaði eftir viðbrögðum formanns HSÍ við þessari stöðu, að þjálfarar landsliðanna deildu fyrir framan alþjóð: „Þessi staða er vægast sagt óheppileg. Aftur á móti eru menn aðeins bundnir í verkefnum hjá okkur. Hvað þeir gera utan þess tíma er náttúrulega ekki á okkar forræði,“ sagði Guðmundur, formaður HSÍ. „Þarna eru menn að segja sínar skoðanir á hlutunum og að sjálfsögðu getur menn þá greint á. Þeir hafa báðir svarað fyrir sig í því,“ sagði Guðmundur. Aðspurður hvort stjórn HSÍ myndi setja reglur til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi aftur upp svaraði formaðurinn: „Við eigum eftir að taka það upp og ræða það. Þetta er óheppilegt fyrir okkur og við þurfum að taka til umræðu hvernig við ætlum að vinna úr þessu.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. 22. janúar 2021 20:02 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Í umfjöllun RÚV á síðustu stórmótum karla í handbolta hafa Arnar Pétursson og Logi Geirsson meðal annars gefið sitt álit á frammistöðu íslenska landsliðsins, og sagt sína skoðun á störfum Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Þannig var það einnig á HM í Egyptalandi nú. Arnar hefur þó frá sumrinu 2019 einnig verið þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Guðmundur landsliðsþjálfari sendi þeim Loga og Arnari tóninn í viðtali við RÚV bæði eftir tapið gegn Sviss og gegn Frakklandi í síðustu viku. „Það er algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta á niðrandi hátt. Talandi um þetta eftir leikinn á móti Sviss að liðið sé ráðalaust. Þetta eru svo niðrandi ummæli og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðmundur þjálfari meðal annars. Arnar sagði þá Loga ekki hafna yfir gagnrýni en sagði: „Ég er hissa á Gumma. Ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst þetta í raun og veru sorglegt.“ Málið verði rætt í stjórn HSÍ Vísir óskaði eftir viðbrögðum formanns HSÍ við þessari stöðu, að þjálfarar landsliðanna deildu fyrir framan alþjóð: „Þessi staða er vægast sagt óheppileg. Aftur á móti eru menn aðeins bundnir í verkefnum hjá okkur. Hvað þeir gera utan þess tíma er náttúrulega ekki á okkar forræði,“ sagði Guðmundur, formaður HSÍ. „Þarna eru menn að segja sínar skoðanir á hlutunum og að sjálfsögðu getur menn þá greint á. Þeir hafa báðir svarað fyrir sig í því,“ sagði Guðmundur. Aðspurður hvort stjórn HSÍ myndi setja reglur til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi aftur upp svaraði formaðurinn: „Við eigum eftir að taka það upp og ræða það. Þetta er óheppilegt fyrir okkur og við þurfum að taka til umræðu hvernig við ætlum að vinna úr þessu.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. 22. janúar 2021 20:02 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00
„Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59
Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54
Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. 22. janúar 2021 20:02