Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2021 16:28 Maðurinn fannst á dýpri enda innilaugarinnar í Sundhöll Reykjavíkur. Reykjavíkurborg Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í tilkynningu frá íþrótta- og tómstundasviði að laugarvörður sé alltaf á vakt í innilaug Sundhallarinnar og annar í laugarvarðarturni sem er með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. RÚV hefur eftir lögreglu að maðurinn hafi fundist á botni innilaugarinnar. Íþrótta- og tómstundasvið segist hafa tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir slysinu. Spyr hvort réttur búnaður hafi verið til staðar Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem lést, hefur gert alvarlegar athugasemdir við sundlaugarvörsluna á slysstað í ljósi þess tíma sem leið þar til reynt var að koma syni hans til bjargar. Í samtali við mbl.is sagðist Guðni, sem starfar sem lögreglumaður, spyrja sig hvar sundlaugaverðirnir hafi verið í umræddar sex mínútur. Stutt er liðið frá því að Sundhöll Reykjavíkur var gerð upp en að sögn Guðna á að vera til staðar búnaður í nýjum sundlaugum sem skynjar hvort það liggi eitthvað hreyfingarlaust á botninum. „Ef það er í 15 sekúndur þá eiga að hringja bjöllur,“ sagði Guðni við mbl.is. Þá sagðist hann velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið búið að koma þessum búnaði fyrir eða hvort hann hafi ekki virkað. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í tilkynningu frá íþrótta- og tómstundasviði að laugarvörður sé alltaf á vakt í innilaug Sundhallarinnar og annar í laugarvarðarturni sem er með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. RÚV hefur eftir lögreglu að maðurinn hafi fundist á botni innilaugarinnar. Íþrótta- og tómstundasvið segist hafa tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir slysinu. Spyr hvort réttur búnaður hafi verið til staðar Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem lést, hefur gert alvarlegar athugasemdir við sundlaugarvörsluna á slysstað í ljósi þess tíma sem leið þar til reynt var að koma syni hans til bjargar. Í samtali við mbl.is sagðist Guðni, sem starfar sem lögreglumaður, spyrja sig hvar sundlaugaverðirnir hafi verið í umræddar sex mínútur. Stutt er liðið frá því að Sundhöll Reykjavíkur var gerð upp en að sögn Guðna á að vera til staðar búnaður í nýjum sundlaugum sem skynjar hvort það liggi eitthvað hreyfingarlaust á botninum. „Ef það er í 15 sekúndur þá eiga að hringja bjöllur,“ sagði Guðni við mbl.is. Þá sagðist hann velta því fyrir sér hvort ekki hafi verið búið að koma þessum búnaði fyrir eða hvort hann hafi ekki virkað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11
Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19