Bíða niðurstöðu krufningar eftir andlátið í Sundhöllinni Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 25. janúar 2021 14:05 Slysið sem átti sér stað á fimmtudag er ekki rannsakað sem vinnuslys, að sögn lögreglu. Vísir Andlát karlmanns á fertugsaldri sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag er komið til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Er nú beðið niðurstöðu úr krufningu. Þetta segir Jóhann Karl Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Að hans sögn verður næst farið í að skoða allar upptökur úr eftirlitsmyndavélum auk þess sem rætt verður við starfsmenn og vitni til að fá sem skýrasta mynd af atburðarásinni. Fyrir liggur að starfsfólk hóf endurlífgun eftir að manninum var komið upp úr sundlauginni og héldu viðbragðsaðilar endurlífgunartilraunum áfram á leið á Landspítala. Þar var hann svo úrskurðaður látinn. Hann var 31 árs að aldri. Ekki skilgreint sem vinnuslys „Við fengum málið til okkar af því maðurinn lést þegar hann var í vinnunni. En hann starfaði í geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var með skjólstæðingi sínum í sundi. Þetta er hins vegar ekki skilgreint sem vinnuslys,“ segir Jóhann og bætir við að atvikið uppfylli ekki skilgreininguna á vinnuslysi. Málið var áður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Jóhann segir rannsóknina vera á frumstigi og því lítið hægt að segja um málið að svo stöddu. Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins, greindi frá því í gær að sonur sinn hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur og gerði athugasemd við öryggisgæsluna í lauginni. Guðni sagðist í samtali við mbl.is vera verulega ósáttur við að lögregla hafi í fyrstu fullyrt að um veikindi hafi verið að ræða. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs og bætti við að fjölskyldan hafi ekki fengið sömu skýringar og fram komu í fjölmiðlum. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir því. og mun halda því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hefur verið gerð grein fyrir málinu. Í sundlaugum er farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík eru öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni eru einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni er laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar. Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Þetta segir Jóhann Karl Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Að hans sögn verður næst farið í að skoða allar upptökur úr eftirlitsmyndavélum auk þess sem rætt verður við starfsmenn og vitni til að fá sem skýrasta mynd af atburðarásinni. Fyrir liggur að starfsfólk hóf endurlífgun eftir að manninum var komið upp úr sundlauginni og héldu viðbragðsaðilar endurlífgunartilraunum áfram á leið á Landspítala. Þar var hann svo úrskurðaður látinn. Hann var 31 árs að aldri. Ekki skilgreint sem vinnuslys „Við fengum málið til okkar af því maðurinn lést þegar hann var í vinnunni. En hann starfaði í geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var með skjólstæðingi sínum í sundi. Þetta er hins vegar ekki skilgreint sem vinnuslys,“ segir Jóhann og bætir við að atvikið uppfylli ekki skilgreininguna á vinnuslysi. Málið var áður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Jóhann segir rannsóknina vera á frumstigi og því lítið hægt að segja um málið að svo stöddu. Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins, greindi frá því í gær að sonur sinn hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur og gerði athugasemd við öryggisgæsluna í lauginni. Guðni sagðist í samtali við mbl.is vera verulega ósáttur við að lögregla hafi í fyrstu fullyrt að um veikindi hafi verið að ræða. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs og bætti við að fjölskyldan hafi ekki fengið sömu skýringar og fram komu í fjölmiðlum. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að íþrótta- og tómstundasvið hafi tekið málið fyrir og gert menningar-, íþrótta- og tómstundaráði grein fyrir því. og mun halda því áfram næstu daga. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði hefur verið gerð grein fyrir málinu. Í sundlaugum er farið eftir reglugerðum um hollustuhætti á sund-, og baðstöðum nr. 814/2010. Í öllum sundlaugum í Reykjavík eru öryggismyndavélar. Í Sundhöllinni eru einnig myndavélar með upptökubúnaði sem sýna yfirlitsmynd yfir laugarsal Sundhallarinnar. Í Sundhöllinni er laugarvörður á vakt hverju sinni í innilaug og annar í laugarvarðarturni með yfirsýn yfir útilaug og öryggismyndavélar. Laugarvörður var í sal Sundhallarinnar þegar umrætt slys varð og laugarvörður í turni. Lögreglan fer með rannsókn málsins og er lögreglan með upptökur úr öryggismyndavélum Sundhallarinnar.
Reykjavík Sundlaugar Lögreglumál Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11 Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Gagnrýnir upplýsingagjöf lögreglu um andlát sonar síns Guðni Heiðar Guðnason, faðir mannsins sem fannst látinn á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudag, segist verulega ósáttur við að lögregla fullyrði að um veikindi hafi verið að ræða, en hann sjálfur er lögreglumaður. Hann segir son sinn hafa verið stálhraustan, enda aðeins 31 árs gamall. 24. janúar 2021 22:11
Andlát í Sundhöll Reykjavíkur Maður sem fannst á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn var úrskurðaður látinn. 24. janúar 2021 16:19
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent