Tímakaup á Íslandi áttunda hæsta í Evrópu Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2021 13:39 Tímakaup var hæst í Danmörku, hvort sem litið sé til tímakaups í evrum eða jafnvirðisgildum, en lægst í Albaníu. Vísir/Vilhelm Ísland skipar áttunda sætið á lista yfir miðgildi tímakaups í ríkjum Evrópu í október 2018 að teknu tilliti til verðlags. Tímakaup var hæst í Danmörku, hvort sem litið sé til tímakaups í evrum eða jafnvirðisgildum, en lægst í Albaníu. Frá þessu segir í frétt á vef Hagstofunnar. Þar segir að Ísland hafi verið með þriðja hæsta miðgildi tímakaups ef tímakaupið er umreiknað í evrur, en áttunda hæsta að teknu tilliti til verðlags með jafnvirðisgildum. „Jafnvirðisgildi (PPS) er tilbúin gjaldmiðill þar sem hugmyndin er að ein eining geti keypt sama magn af vörum og þjónustu í hverju landi fyrir sig og tekur þannig mið af verðlagi hvers lands. Tímakaup byggir á sambærilegu launahugtaki og regluleg heildarlaun í útgáfum Hagstofu Íslands, það er laun í dagvinnu, vaktavinnu og yfirvinnu og er deilitalan allar greiddar stundir. Þessar niðurstöður byggja á samevrópskri rannsókn á launum og samsetningu þeirra, Structure of Earnings Survey (SES,) sem er gerð á fjögurra ára fresti. Rannsóknin var síðast gerð 2018 þar sem október var viðmiðunarmánuður og voru niðurstöður birtar á vef Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, ásamt umfjöllun þann 14. desember síðastliðinn. Eurostat birti einnig hlutfall þeirra sem voru með tímakaup undir láglaunamörkum sem eru skilgreind sem tímakaup undir 2/3 af miðgildi tímakaups viðkomandi lands. Því eru láglaunamörk mismunandi á milli landa. Lægst var hlutfall þeirra sem voru með tímakaup undir láglaunamörkum í Svíþjóð, eða 3,6%, en hæst 23,5% í Lettlandi. Hlutfall þeirra sem voru með tímakaup undir láglaunamörkum var 11,2% á Íslandi, sem var áttunda lægsta hlutfallið í Evrópu, en Norðurlöndin voru öll með lægra hlutfall en Ísland,“ segir í tilkynningunni. Verðlag Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Frá þessu segir í frétt á vef Hagstofunnar. Þar segir að Ísland hafi verið með þriðja hæsta miðgildi tímakaups ef tímakaupið er umreiknað í evrur, en áttunda hæsta að teknu tilliti til verðlags með jafnvirðisgildum. „Jafnvirðisgildi (PPS) er tilbúin gjaldmiðill þar sem hugmyndin er að ein eining geti keypt sama magn af vörum og þjónustu í hverju landi fyrir sig og tekur þannig mið af verðlagi hvers lands. Tímakaup byggir á sambærilegu launahugtaki og regluleg heildarlaun í útgáfum Hagstofu Íslands, það er laun í dagvinnu, vaktavinnu og yfirvinnu og er deilitalan allar greiddar stundir. Þessar niðurstöður byggja á samevrópskri rannsókn á launum og samsetningu þeirra, Structure of Earnings Survey (SES,) sem er gerð á fjögurra ára fresti. Rannsóknin var síðast gerð 2018 þar sem október var viðmiðunarmánuður og voru niðurstöður birtar á vef Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, ásamt umfjöllun þann 14. desember síðastliðinn. Eurostat birti einnig hlutfall þeirra sem voru með tímakaup undir láglaunamörkum sem eru skilgreind sem tímakaup undir 2/3 af miðgildi tímakaups viðkomandi lands. Því eru láglaunamörk mismunandi á milli landa. Lægst var hlutfall þeirra sem voru með tímakaup undir láglaunamörkum í Svíþjóð, eða 3,6%, en hæst 23,5% í Lettlandi. Hlutfall þeirra sem voru með tímakaup undir láglaunamörkum var 11,2% á Íslandi, sem var áttunda lægsta hlutfallið í Evrópu, en Norðurlöndin voru öll með lægra hlutfall en Ísland,“ segir í tilkynningunni.
Verðlag Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira