„Sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. janúar 2021 18:51 Gísli átti virkilega góðan leik í kvöld. Epa/Anne-Christine Poujoulat „Við spiluðum mjög góða sókn mest allan leikinn. Við fáum frábært færi nánast hverri sókn en eins góð vörnin hefur verið þá klikkar hún dálítið í dag,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, eftir tapið gegn Norðmönnum á HM í Egyptalandi í kvöld. Gísli var til viðtals við RÚV að leiknum loknum í Egyptalandi. „Mér fannst við spila vel. Eins og Guðmundur sagði þá er þetta bara stöngin út. Það hefur verið þannig gegn stóru liðunum en mér fannst við taka eitt skref í rétta átt og það skiptir máli fyrir þetta lið.“ Norðmenn voru duglegir að refsa íslenska liðinu í hröðum upphlaupum sem og seinni bylgju. „Það er ótrúlegt hvað þeir geta hlaupið. Þeir hafa sýnt það hversu sterkir þeir eru í seinni bylgjunni og hraðaupphlaupunum. Það vita allir hvað þeir eru góðir en það er erfitt að verjast þessum mönnum.“ Gísli átti skínandi leik í dag og er stoltur að vera hluti af liðinu. Hann sér framfarir á íslenska liðinu. „Þótt að við séum að tapa á móti öllum þessum liðum; síðustu leikjunum, þá finnst mér gegn Frökkum, Portúgal og Norðmönnum að við erum inn í leikjunum. Við erum að spila lengst af vel og erum að stíga í rétta átt sem liðsheild, lið og karakterar. Ég er sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði. Ég er þakklátur að vera þáttur af þessari þróun í þessu landsliði.“ Ísland fékk skell gegn Norðmönnum á EM í fyrra og Gísli segir mikinn mun á íslenska liðinu, frá síðasta ári. „Það er himinn og haf á milli leikjanna gegn Norðmönnum en það vantar líka alveg helling af mönnum í okkar lið. Við erum að spila miklu, miklu betur í samanburði við EM á síðasta ári og þetta er jafn leikur fram á 57. mínútu. Við klúðrum á opnum færum og það er það sem fer með alla þrjá leikina. Ef maður ætlar að berjast við þá bestu þá þarf maður að klára dauðafærin. Það kemur að endanum,“ sagði Gísli að lokum í samtali við RÚV. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37 Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Gísli var til viðtals við RÚV að leiknum loknum í Egyptalandi. „Mér fannst við spila vel. Eins og Guðmundur sagði þá er þetta bara stöngin út. Það hefur verið þannig gegn stóru liðunum en mér fannst við taka eitt skref í rétta átt og það skiptir máli fyrir þetta lið.“ Norðmenn voru duglegir að refsa íslenska liðinu í hröðum upphlaupum sem og seinni bylgju. „Það er ótrúlegt hvað þeir geta hlaupið. Þeir hafa sýnt það hversu sterkir þeir eru í seinni bylgjunni og hraðaupphlaupunum. Það vita allir hvað þeir eru góðir en það er erfitt að verjast þessum mönnum.“ Gísli átti skínandi leik í dag og er stoltur að vera hluti af liðinu. Hann sér framfarir á íslenska liðinu. „Þótt að við séum að tapa á móti öllum þessum liðum; síðustu leikjunum, þá finnst mér gegn Frökkum, Portúgal og Norðmönnum að við erum inn í leikjunum. Við erum að spila lengst af vel og erum að stíga í rétta átt sem liðsheild, lið og karakterar. Ég er sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði. Ég er þakklátur að vera þáttur af þessari þróun í þessu landsliði.“ Ísland fékk skell gegn Norðmönnum á EM í fyrra og Gísli segir mikinn mun á íslenska liðinu, frá síðasta ári. „Það er himinn og haf á milli leikjanna gegn Norðmönnum en það vantar líka alveg helling af mönnum í okkar lið. Við erum að spila miklu, miklu betur í samanburði við EM á síðasta ári og þetta er jafn leikur fram á 57. mínútu. Við klúðrum á opnum færum og það er það sem fer með alla þrjá leikina. Ef maður ætlar að berjast við þá bestu þá þarf maður að klára dauðafærin. Það kemur að endanum,“ sagði Gísli að lokum í samtali við RÚV.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37 Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37
Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50