„Sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. janúar 2021 18:51 Gísli átti virkilega góðan leik í kvöld. Epa/Anne-Christine Poujoulat „Við spiluðum mjög góða sókn mest allan leikinn. Við fáum frábært færi nánast hverri sókn en eins góð vörnin hefur verið þá klikkar hún dálítið í dag,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, eftir tapið gegn Norðmönnum á HM í Egyptalandi í kvöld. Gísli var til viðtals við RÚV að leiknum loknum í Egyptalandi. „Mér fannst við spila vel. Eins og Guðmundur sagði þá er þetta bara stöngin út. Það hefur verið þannig gegn stóru liðunum en mér fannst við taka eitt skref í rétta átt og það skiptir máli fyrir þetta lið.“ Norðmenn voru duglegir að refsa íslenska liðinu í hröðum upphlaupum sem og seinni bylgju. „Það er ótrúlegt hvað þeir geta hlaupið. Þeir hafa sýnt það hversu sterkir þeir eru í seinni bylgjunni og hraðaupphlaupunum. Það vita allir hvað þeir eru góðir en það er erfitt að verjast þessum mönnum.“ Gísli átti skínandi leik í dag og er stoltur að vera hluti af liðinu. Hann sér framfarir á íslenska liðinu. „Þótt að við séum að tapa á móti öllum þessum liðum; síðustu leikjunum, þá finnst mér gegn Frökkum, Portúgal og Norðmönnum að við erum inn í leikjunum. Við erum að spila lengst af vel og erum að stíga í rétta átt sem liðsheild, lið og karakterar. Ég er sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði. Ég er þakklátur að vera þáttur af þessari þróun í þessu landsliði.“ Ísland fékk skell gegn Norðmönnum á EM í fyrra og Gísli segir mikinn mun á íslenska liðinu, frá síðasta ári. „Það er himinn og haf á milli leikjanna gegn Norðmönnum en það vantar líka alveg helling af mönnum í okkar lið. Við erum að spila miklu, miklu betur í samanburði við EM á síðasta ári og þetta er jafn leikur fram á 57. mínútu. Við klúðrum á opnum færum og það er það sem fer með alla þrjá leikina. Ef maður ætlar að berjast við þá bestu þá þarf maður að klára dauðafærin. Það kemur að endanum,“ sagði Gísli að lokum í samtali við RÚV. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37 Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Gísli var til viðtals við RÚV að leiknum loknum í Egyptalandi. „Mér fannst við spila vel. Eins og Guðmundur sagði þá er þetta bara stöngin út. Það hefur verið þannig gegn stóru liðunum en mér fannst við taka eitt skref í rétta átt og það skiptir máli fyrir þetta lið.“ Norðmenn voru duglegir að refsa íslenska liðinu í hröðum upphlaupum sem og seinni bylgju. „Það er ótrúlegt hvað þeir geta hlaupið. Þeir hafa sýnt það hversu sterkir þeir eru í seinni bylgjunni og hraðaupphlaupunum. Það vita allir hvað þeir eru góðir en það er erfitt að verjast þessum mönnum.“ Gísli átti skínandi leik í dag og er stoltur að vera hluti af liðinu. Hann sér framfarir á íslenska liðinu. „Þótt að við séum að tapa á móti öllum þessum liðum; síðustu leikjunum, þá finnst mér gegn Frökkum, Portúgal og Norðmönnum að við erum inn í leikjunum. Við erum að spila lengst af vel og erum að stíga í rétta átt sem liðsheild, lið og karakterar. Ég er sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði. Ég er þakklátur að vera þáttur af þessari þróun í þessu landsliði.“ Ísland fékk skell gegn Norðmönnum á EM í fyrra og Gísli segir mikinn mun á íslenska liðinu, frá síðasta ári. „Það er himinn og haf á milli leikjanna gegn Norðmönnum en það vantar líka alveg helling af mönnum í okkar lið. Við erum að spila miklu, miklu betur í samanburði við EM á síðasta ári og þetta er jafn leikur fram á 57. mínútu. Við klúðrum á opnum færum og það er það sem fer með alla þrjá leikina. Ef maður ætlar að berjast við þá bestu þá þarf maður að klára dauðafærin. Það kemur að endanum,“ sagði Gísli að lokum í samtali við RÚV.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37 Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Twitter eftir tapið gegn Noregi: Dauðafærin maður minn lifandi Íslendingar voru vel með á nótunum yfir síðasta leik Íslands í milliriðlinum á HM í Egyptalandi. Ísland tapaði leiknum 33-35. 24. janúar 2021 18:37
Leik lokið: Ísland - Noregur 33-35 | Góð frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50