Íbúar húsanna þriggja á Flateyri mega snúa heim Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2021 14:51 Frá snjóflóðunum á Flateyri í fyrra. Vísir/egill Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á Flateyri en íbúum þriggja íbúðarhúsa var gert að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu. Þeir mega því snúa heim. Sömuleiðis er talið óhætt að dvelja á hafnarsvæðinu og viðvörunarljósið þar verður slökkt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Vestfjörðum. Fólk er þó hvatt til þess að halda sig neðan varnargarðsins. Enn er í gildi rýming atvinnuhúsnæðis í Skutulsfirði, sem rýmd voru á föstudaginn. Þá hefur verið ákveðið að opna veginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur og eins áformar Vegagerðin að opna veginn áfram suður yfir Steingrímsfjarðarheiði. Tilkynning lögreglu í heild: Aflétting rýmingar á Flateyri og opnun milli Ísafjaðar og Súðavíkur. Skv. ráðgjöf frá ofanflóðaeftirliti Veðurstofunnar hefur verið ákveðið að aflétta rýmingu á Flateyri. Þannig mega íbúar þeirra þriggja íbúðarhúsa, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær, halda heim. Sömuleiðis er talið óhætt að dvelja á hafnarsvæðinu og viðvörunarljósið verður slökkt. Það kunnu að falla litlar meinlausar spýjur ofan varnargarðsins og er því fólk hvatt til þess að halda sig neðan garðsins. Flateyrarvegur er enn lokaður af öryggisástæðum en skoðun stendur yfir m.t.t. hvort óhætt verði að opna hann. Það skýrist þegar líður á daginn. Upplýsingar um framvindu þess má sjá á vefsíðu Vegagerðarinnar og eins í upplýsingasímanum 1777. Enn er í gildi rýming atvinnuhúsa í Skutulsfirði, sem rýmd voru á föstudaginn. Þetta er húsnæði Fjarðarnets og Terra við Skutulsfjarðarbraut og sorpmótaka Terra í botni fjarðarins. Staðan verður metin í fyrramálið, hvort óhætt verði talið að aflétta rýmingu þar. Þá hefur verið ákveðið að opna veginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur og eins áformar Vegagerðin að opna veginn áfram suður yfir Steingrímsfjarðarheiði. Varðandi framvindu opnunar vegarins er hvatt til þess að fylgst verði með á heimasíðu Vegagerðarinnar og/eða upplýsingasíma VR, 1777. Vegurinn upp á Seljalandsdal í Skutulsfirði er enn lokaður en enn eru óhlaupin gil þar fyrir ofan og ekki talið óhætt að opna veginn í dag. Vegurinn um Eyrarhlíð var opnaður fyrr í dag, en honum var lokað í nótt vegna snjóflóðahættu. Fólk er þó beðið um að fara veginn ekki að óþörfu og gæta varúðar ef nauðsynlegt er að aka hann. Ísafjarðarbær Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Vestfjörðum. Fólk er þó hvatt til þess að halda sig neðan varnargarðsins. Enn er í gildi rýming atvinnuhúsnæðis í Skutulsfirði, sem rýmd voru á föstudaginn. Þá hefur verið ákveðið að opna veginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur og eins áformar Vegagerðin að opna veginn áfram suður yfir Steingrímsfjarðarheiði. Tilkynning lögreglu í heild: Aflétting rýmingar á Flateyri og opnun milli Ísafjaðar og Súðavíkur. Skv. ráðgjöf frá ofanflóðaeftirliti Veðurstofunnar hefur verið ákveðið að aflétta rýmingu á Flateyri. Þannig mega íbúar þeirra þriggja íbúðarhúsa, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær, halda heim. Sömuleiðis er talið óhætt að dvelja á hafnarsvæðinu og viðvörunarljósið verður slökkt. Það kunnu að falla litlar meinlausar spýjur ofan varnargarðsins og er því fólk hvatt til þess að halda sig neðan garðsins. Flateyrarvegur er enn lokaður af öryggisástæðum en skoðun stendur yfir m.t.t. hvort óhætt verði að opna hann. Það skýrist þegar líður á daginn. Upplýsingar um framvindu þess má sjá á vefsíðu Vegagerðarinnar og eins í upplýsingasímanum 1777. Enn er í gildi rýming atvinnuhúsa í Skutulsfirði, sem rýmd voru á föstudaginn. Þetta er húsnæði Fjarðarnets og Terra við Skutulsfjarðarbraut og sorpmótaka Terra í botni fjarðarins. Staðan verður metin í fyrramálið, hvort óhætt verði talið að aflétta rýmingu þar. Þá hefur verið ákveðið að opna veginn milli Ísafjarðar og Súðavíkur og eins áformar Vegagerðin að opna veginn áfram suður yfir Steingrímsfjarðarheiði. Varðandi framvindu opnunar vegarins er hvatt til þess að fylgst verði með á heimasíðu Vegagerðarinnar og/eða upplýsingasíma VR, 1777. Vegurinn upp á Seljalandsdal í Skutulsfirði er enn lokaður en enn eru óhlaupin gil þar fyrir ofan og ekki talið óhætt að opna veginn í dag. Vegurinn um Eyrarhlíð var opnaður fyrr í dag, en honum var lokað í nótt vegna snjóflóðahættu. Fólk er þó beðið um að fara veginn ekki að óþörfu og gæta varúðar ef nauðsynlegt er að aka hann.
Ísafjarðarbær Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira