Höfuðstór horrengla Guðmundur Gunnarsson skrifar 22. janúar 2021 14:31 Ég hef alltaf verið höfuðstór. Fötin eru í medium en húfurnar í extra large. Ég veit ekki til þess að þetta hafi háð mér fram til þessa. En ef höfuðið héldi alltaf áfram að stækka og búkurinn rýrnaði óstjórnlega á sama tíma, þá myndi ég leita læknis. Hafa af þessu verulegar áhyggjur. Ef við yfirfærum þetta stærðarójafnvægi yfir á íbúafjölda Íslands og sjáum landið fyrir okkur sem mannslíkama, þá blasir við okkur ögn alvarlegri mynd. Ísland er eins og höfuðstór horrengla. 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu. Í hausnum sem sagt. Þriðjungur býr í búknum. Þetta sama hlutfall er 36% í Danmörku, 30% í Noregi og 26% í Finnlandi. Ísland er þannig undarlegi gaurinn með stóra hausinn í partýinu. Og við sem erum alltaf að reyna að vera svo töff í augum útlendinga. En hvað um það, ég skal reyna að koma mér að efninu. Vestfirðir hýstu 15% þjóðarinnar fyrir 100 árum. í dag búa þar innan við 2% landsmanna. Hlutfall Vestfirðinga hefur þannig farið úr 15% í 2% á rúmri mannsævi. Úr 13 þúsund íbúum í 7 þúsund. A sama tíma hefur landsmönnum öllum fjölgað úr 90 þúsund í 360 þúsund. Allur vöxturinn er í hausnum. Hann hefur bólgnað út án þess að búkurinn fylgi með. Það er raunveruleg hætta á því að heilu landshlutarnir fari í eyði. Hvað sem hver segir. Heilu útlimirnir visni og detti af. Ólíkt mínu ofvaxna höfði þá er þetta ekki eitthvað náttúrulögmál. Þetta er afleiðing ákvarðana og sinnuleysis. Hrein og klár vanræksla. Að halda landinu í byggð er ekki einhver rómantík eða fortíðarþrá. Þetta er grafalvarlegt hagsmunamál heillar þjóðar. Ef við ætlum að byggja afkomu okkar á styrkleikum landsins þá verðum við að halda tengslum við uppruna okkar. Rækta búkinn og halda nálægð við náttúru og hafsvæði. Við verðum að gera okkur grein fyrir, í eitt skipti fyrir öll, hvað gerir okkur að velmegunarþjóð. Á hverju við byggjum afkomu okkar. Af hverju við erum hérna. Það gerðist ekki með því að blása öllu loftinu í höfuðið. Að leggja rækt við byggðir um allt land snýst um að halda í þessa styrkleika. Hreint og klárt. Viðhalda og byggja upp kerfin sem standa undir verðmætasköpuninni. Við erum að tala um vegina, fjarskiptin, rafmagnið, velferðarkerfið, matvælaframleiðsluna og menntunina. Við stöndum í miðri öfugþróun. Við þurfum að snúa henni við. Það er vel hægt. Við þurfum bara að skilja mikilvægið. Allir þeir sem hafa unnið að sveitastjórnarmálum geta sagt ykkur sögur af fundum sem áttu að fjalla um vanda landsbyggðanna. Þau munu segja ykkur að oft hafi þeim liðið eins þau sætu andspænis fólki frá öðrum plánetum. Fólki frá nokkrum ólíkum plánetum jafnvel. Allt eftir því hvaða stjórnmálaflokkar fara fyrir málaflokkum hverju sinni. Umhverfisráðherra segir eitt á meðan samgönguráðherra segir annað. Án þess að taka samhentir á vandamálinu. Eins og það eigi sér ekki stað neitt samtal eða samráð. Innan sömu stjórnar. Mótbárur landshlutasamtaka hafa líka allar verið á einn veg. Þau spyrja í sífellu: Er í alvörunni ekki hægt að gera þetta saman? Getur þitt ráðuneyti ekki talað við hans og þið viðurkennt í sameiningu þetta risastóra vandamál sem vegur að grunnstoðunum? Taka svo metnaðarfullar ákvarðanir sem veita raunverulega viðspyrnu. Áratugalangar plástratilraunir og máttlaust viðnám, úr ólíkum hornum ólíkra ráðuneyta, dugar ekki til. En kannski finnst okkur bara allt í lagi í að vera höfuðstór. Kannski finnst okkur bara fínt að vera beinaber. En fjandakornið, við hljótum að vera sammála um nauðsyn þess að búkurinn valdi höfðinu. Það er algjör lágmarkskrafa. Annars missum við á endanum hausinn. Höfundur er Vestfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf verið höfuðstór. Fötin eru í medium en húfurnar í extra large. Ég veit ekki til þess að þetta hafi háð mér fram til þessa. En ef höfuðið héldi alltaf áfram að stækka og búkurinn rýrnaði óstjórnlega á sama tíma, þá myndi ég leita læknis. Hafa af þessu verulegar áhyggjur. Ef við yfirfærum þetta stærðarójafnvægi yfir á íbúafjölda Íslands og sjáum landið fyrir okkur sem mannslíkama, þá blasir við okkur ögn alvarlegri mynd. Ísland er eins og höfuðstór horrengla. 64% Íslendinga búa á höfuðborgarsvæðinu. Í hausnum sem sagt. Þriðjungur býr í búknum. Þetta sama hlutfall er 36% í Danmörku, 30% í Noregi og 26% í Finnlandi. Ísland er þannig undarlegi gaurinn með stóra hausinn í partýinu. Og við sem erum alltaf að reyna að vera svo töff í augum útlendinga. En hvað um það, ég skal reyna að koma mér að efninu. Vestfirðir hýstu 15% þjóðarinnar fyrir 100 árum. í dag búa þar innan við 2% landsmanna. Hlutfall Vestfirðinga hefur þannig farið úr 15% í 2% á rúmri mannsævi. Úr 13 þúsund íbúum í 7 þúsund. A sama tíma hefur landsmönnum öllum fjölgað úr 90 þúsund í 360 þúsund. Allur vöxturinn er í hausnum. Hann hefur bólgnað út án þess að búkurinn fylgi með. Það er raunveruleg hætta á því að heilu landshlutarnir fari í eyði. Hvað sem hver segir. Heilu útlimirnir visni og detti af. Ólíkt mínu ofvaxna höfði þá er þetta ekki eitthvað náttúrulögmál. Þetta er afleiðing ákvarðana og sinnuleysis. Hrein og klár vanræksla. Að halda landinu í byggð er ekki einhver rómantík eða fortíðarþrá. Þetta er grafalvarlegt hagsmunamál heillar þjóðar. Ef við ætlum að byggja afkomu okkar á styrkleikum landsins þá verðum við að halda tengslum við uppruna okkar. Rækta búkinn og halda nálægð við náttúru og hafsvæði. Við verðum að gera okkur grein fyrir, í eitt skipti fyrir öll, hvað gerir okkur að velmegunarþjóð. Á hverju við byggjum afkomu okkar. Af hverju við erum hérna. Það gerðist ekki með því að blása öllu loftinu í höfuðið. Að leggja rækt við byggðir um allt land snýst um að halda í þessa styrkleika. Hreint og klárt. Viðhalda og byggja upp kerfin sem standa undir verðmætasköpuninni. Við erum að tala um vegina, fjarskiptin, rafmagnið, velferðarkerfið, matvælaframleiðsluna og menntunina. Við stöndum í miðri öfugþróun. Við þurfum að snúa henni við. Það er vel hægt. Við þurfum bara að skilja mikilvægið. Allir þeir sem hafa unnið að sveitastjórnarmálum geta sagt ykkur sögur af fundum sem áttu að fjalla um vanda landsbyggðanna. Þau munu segja ykkur að oft hafi þeim liðið eins þau sætu andspænis fólki frá öðrum plánetum. Fólki frá nokkrum ólíkum plánetum jafnvel. Allt eftir því hvaða stjórnmálaflokkar fara fyrir málaflokkum hverju sinni. Umhverfisráðherra segir eitt á meðan samgönguráðherra segir annað. Án þess að taka samhentir á vandamálinu. Eins og það eigi sér ekki stað neitt samtal eða samráð. Innan sömu stjórnar. Mótbárur landshlutasamtaka hafa líka allar verið á einn veg. Þau spyrja í sífellu: Er í alvörunni ekki hægt að gera þetta saman? Getur þitt ráðuneyti ekki talað við hans og þið viðurkennt í sameiningu þetta risastóra vandamál sem vegur að grunnstoðunum? Taka svo metnaðarfullar ákvarðanir sem veita raunverulega viðspyrnu. Áratugalangar plástratilraunir og máttlaust viðnám, úr ólíkum hornum ólíkra ráðuneyta, dugar ekki til. En kannski finnst okkur bara allt í lagi í að vera höfuðstór. Kannski finnst okkur bara fínt að vera beinaber. En fjandakornið, við hljótum að vera sammála um nauðsyn þess að búkurinn valdi höfðinu. Það er algjör lágmarkskrafa. Annars missum við á endanum hausinn. Höfundur er Vestfirðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun