Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2021 11:32 Slökkviliðsmenn að störfum á Háskólatorgi í gær. Kristinn Jóhannesson sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs sést aftast á mynd. Vísir/Egill Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans. Í tilkynningu rektors til starfsfólks og nemenda í gær kemur fram að jarðhæðir Háskólatorgs og Gimli verði ónothæfar næstu mánuði. Hámu og Bóksölunni á Háskólatorgi var lokað í gær en voru opnaðar aftur í dag. Vonast var til að hægt yrði að opna Stúdentakjallarann á laugardag en það verður ekki fyrr en á þriðjudag. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands.Kristinn Ingvarsson Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands, segir að hreinsunarstarf haldi áfram í skólanum í dag - mikið verk sé enn fyrir höndum. „Það er verið að vinna í að gera við búnað, svo sem eins og lyftur og reyna að koma rafmagni á, að minnsta kosti ljósarafmagni á bygginguna sem sló alveg út og skoða þann búnað sem bilaði í þessu flóði.“ Rektor háskólans sagðist í gær bjartsýnn á að tjónið, sem líklega hleypur á hundruð milljónum króna, fengist bætt. Kristinn segir að ekki sé komin skýrari mynd á umfang tjónsins frá því sem var í gær. „Við erum síðan að fara af stað í að meta tjónið í dag, fá til okkar sérfræðinga til að aðstoða okkur við það og síðan hefst bara uppbygging.“ Vatnsleki í Háskóla Íslands Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Ljóst er að gríðarlegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans. Í tilkynningu rektors til starfsfólks og nemenda í gær kemur fram að jarðhæðir Háskólatorgs og Gimli verði ónothæfar næstu mánuði. Hámu og Bóksölunni á Háskólatorgi var lokað í gær en voru opnaðar aftur í dag. Vonast var til að hægt yrði að opna Stúdentakjallarann á laugardag en það verður ekki fyrr en á þriðjudag. Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands.Kristinn Ingvarsson Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands, segir að hreinsunarstarf haldi áfram í skólanum í dag - mikið verk sé enn fyrir höndum. „Það er verið að vinna í að gera við búnað, svo sem eins og lyftur og reyna að koma rafmagni á, að minnsta kosti ljósarafmagni á bygginguna sem sló alveg út og skoða þann búnað sem bilaði í þessu flóði.“ Rektor háskólans sagðist í gær bjartsýnn á að tjónið, sem líklega hleypur á hundruð milljónum króna, fengist bætt. Kristinn segir að ekki sé komin skýrari mynd á umfang tjónsins frá því sem var í gær. „Við erum síðan að fara af stað í að meta tjónið í dag, fá til okkar sérfræðinga til að aðstoða okkur við það og síðan hefst bara uppbygging.“
Vatnsleki í Háskóla Íslands Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08 Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12
Gryfjan í Stúdentakjallaranum „eins og sundlaug“ Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt. 21. janúar 2021 11:08
Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58