Sorgarsaga Brynjar Níelsson skrifar 22. janúar 2021 11:06 Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og vísar sérstaklega til mikilvægi þess að ríkið, fyrir hönd almennings, sé með aðkomu að fjármálamarkaði og haldi uppi samfélagslegum sjónarmiðum við endurreisn efnahagslífsins. Sérstaklega þurfi í því sambandi að gæta að hagsmunum lántakenda. Bæði ASÍ og BSRB hafa sent þingmönnum erindi þar sem margs konar aðfinnslur eru við fyrirhugaða sölu hluts ríkisins í bankanum. Í ósvífni sinni kalla þau það álit sérfræðingahóps ASÍ og BSRB en er í raun bara pólitískar skoðanir fyrirsvarsmanna þessara samtaka. Af þessu tilefni er rétt að rifja það upp að ríkið er nú þegar með aðkomu að fjármálamarkaði í gegnum Íbúðalánasjóð (nú ÍL sjóður), auk þess að eiga tvo af þremur stóru bönkunum, og væri ef til vill fróðlegt að skoða hvernig til hefur tekist í rekstri sjóðsins að halda uppi samfélagslegum sjónarmiðum, stuðla að endurreisn efnahagslífsins og gæta að hagsmunum lántakenda. Starfsemi Íbúðalánasjóðs laut að því að veita einstaklingum lán til húsnæðiskaupa. Almennt eru slík lán talin með áhættuminnstu lánveitingum sem völ er á. Þrátt fyrir það var gríðarlegt tap á rekstri sjóðsins í kjölfar hrunsins, sem ríkisjóður varð að leysa til sín. Á sama tíma varð ríkissjóður að leggja til verulegar fjárhæðir til föllnu bankanna. Ríkissjóður náði hins vegar að endurheimta þá fjármuni og gott betur. Endurgreiðslur vegna bankanna sem náðust í gegnum stöðugleikaframlögin voru notuð til að gera upp skuldir ríkissjóðs sem fóru úr því að vera 90% af landsframleiðslu í að vera innan við 30%. Þessi viðsnúningur var alger forsenda þess að ríkissjóður getur nú veitt stuðning í þeim efnhagsþrengingum sem hafa komið til vegna kórónuveirunnar. Það er því ekki að ósekju að þessir samningar hafi stundum verið kallaðir samningar aldarinnar. Eignarhlutur ríksins í Íslandsbanka hf., sem til stendur að selja, er hluti af þessum stöðugleikaframlögum. Með fyrirhugaðri sölu á hlut ríksins er ekki verið að einkavæða banka sem við byggðum upp með blóð, svita og tárum, eins og sumir virðast halda. Þar að auki stóð aldrei til að ríkið eignaðist bankann á sínum tíma þótt forsvarsmenn ASÍ og BSRB hefðu gjarnan viljað að ríkið keypti alla bankana. Ólíkt þeim fjármunum sem ríkissjóður þurfti að leggja til hinna föllnu banka, hafa þessir fjármunir sem lagðir voru til Íbúðalánasjóðs ekki verið endurgreiddir og raunar hefur sigið verulega á ógæfuhliðina í þeim efnum. Að öllu óbreyttu stefnir í að tap sjóðsins verði allt að 270 milljörðum króna, sem skattgreiðendur verða að taka á sig. Rekstur Íbúðalánasjóðs hefur því reynst myllusteinn um hálsinn á þjóðinni í þeim efnhagsþrengingum sem íslenskt samfélag tekst nú á við. Hugsanlega væri nú að einhverju leyti hægt að réttlæta þetta ef Íbúðalánasjóður væri sérstaklega að taka tillit til lántakenda. Nýlega féll í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur um uppgreiðslugjald sjóðsins. Niðurstaða dómsins er sú að Íbúðalánasjóður hafi áskilið sér alltof háa þóknun í viðskiptum sínum við lántakendur. Í forsendum dómsins kemur meðal annars fram að þóknun Íbúðalánasjóðs sé ekki neinu samræmi við aðrar lánastofnar, sem taki í hæsta lagi tvö til þrjú prósent af uppgreiðsluvirði, á meðan uppgreiðsluþóknun Íbúðalánsjóðs geti numið tugum prósentna. Ákvæði gjaldskrár sjóðsins sé ógagnsætt og erfitt fyrir almenna lántakendur að átta sig á með hvaða hætti uppgreiðsluþóknunin er ákvörðuð og hversu há hún getur orðið. Jafnvel þó Héraðsdómur hefði komist að þeirri niðurstöðu að þessir viðskiptahættir væru í samræmi við lög eða að niðurstaða Hæstaréttar verði á annan veg, breytir það ekki því að þessir viðskiptahættir verða seint taldir lýsa sanngirni eða tillitsemi gagnvart lántakendum. Sennilega er til of mikils mælst að sú sorgarsaga sem rekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið sannfæri stjórnarandstæðinga, hvort sem þeir eru á þinginu eða í stærstu samtökum launþega, um að sennilega sé heppilegast að ríkið sé ekki að vasast í rekstri af þessu tagi eða að minnsta kosti að umsvifum ríkisins á þessu sviði sé haldið í lágmarki. Fyrir hina er ef til vill ástæða til þess að gefa þessu gaum og nýta fjármuni ríkisins sem eru bundnir í áhættusömum eignum í samfélagslega mikilvægari starfsemi. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Brynjar Níelsson Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og vísar sérstaklega til mikilvægi þess að ríkið, fyrir hönd almennings, sé með aðkomu að fjármálamarkaði og haldi uppi samfélagslegum sjónarmiðum við endurreisn efnahagslífsins. Sérstaklega þurfi í því sambandi að gæta að hagsmunum lántakenda. Bæði ASÍ og BSRB hafa sent þingmönnum erindi þar sem margs konar aðfinnslur eru við fyrirhugaða sölu hluts ríkisins í bankanum. Í ósvífni sinni kalla þau það álit sérfræðingahóps ASÍ og BSRB en er í raun bara pólitískar skoðanir fyrirsvarsmanna þessara samtaka. Af þessu tilefni er rétt að rifja það upp að ríkið er nú þegar með aðkomu að fjármálamarkaði í gegnum Íbúðalánasjóð (nú ÍL sjóður), auk þess að eiga tvo af þremur stóru bönkunum, og væri ef til vill fróðlegt að skoða hvernig til hefur tekist í rekstri sjóðsins að halda uppi samfélagslegum sjónarmiðum, stuðla að endurreisn efnahagslífsins og gæta að hagsmunum lántakenda. Starfsemi Íbúðalánasjóðs laut að því að veita einstaklingum lán til húsnæðiskaupa. Almennt eru slík lán talin með áhættuminnstu lánveitingum sem völ er á. Þrátt fyrir það var gríðarlegt tap á rekstri sjóðsins í kjölfar hrunsins, sem ríkisjóður varð að leysa til sín. Á sama tíma varð ríkissjóður að leggja til verulegar fjárhæðir til föllnu bankanna. Ríkissjóður náði hins vegar að endurheimta þá fjármuni og gott betur. Endurgreiðslur vegna bankanna sem náðust í gegnum stöðugleikaframlögin voru notuð til að gera upp skuldir ríkissjóðs sem fóru úr því að vera 90% af landsframleiðslu í að vera innan við 30%. Þessi viðsnúningur var alger forsenda þess að ríkissjóður getur nú veitt stuðning í þeim efnhagsþrengingum sem hafa komið til vegna kórónuveirunnar. Það er því ekki að ósekju að þessir samningar hafi stundum verið kallaðir samningar aldarinnar. Eignarhlutur ríksins í Íslandsbanka hf., sem til stendur að selja, er hluti af þessum stöðugleikaframlögum. Með fyrirhugaðri sölu á hlut ríksins er ekki verið að einkavæða banka sem við byggðum upp með blóð, svita og tárum, eins og sumir virðast halda. Þar að auki stóð aldrei til að ríkið eignaðist bankann á sínum tíma þótt forsvarsmenn ASÍ og BSRB hefðu gjarnan viljað að ríkið keypti alla bankana. Ólíkt þeim fjármunum sem ríkissjóður þurfti að leggja til hinna föllnu banka, hafa þessir fjármunir sem lagðir voru til Íbúðalánasjóðs ekki verið endurgreiddir og raunar hefur sigið verulega á ógæfuhliðina í þeim efnum. Að öllu óbreyttu stefnir í að tap sjóðsins verði allt að 270 milljörðum króna, sem skattgreiðendur verða að taka á sig. Rekstur Íbúðalánasjóðs hefur því reynst myllusteinn um hálsinn á þjóðinni í þeim efnhagsþrengingum sem íslenskt samfélag tekst nú á við. Hugsanlega væri nú að einhverju leyti hægt að réttlæta þetta ef Íbúðalánasjóður væri sérstaklega að taka tillit til lántakenda. Nýlega féll í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur um uppgreiðslugjald sjóðsins. Niðurstaða dómsins er sú að Íbúðalánasjóður hafi áskilið sér alltof háa þóknun í viðskiptum sínum við lántakendur. Í forsendum dómsins kemur meðal annars fram að þóknun Íbúðalánasjóðs sé ekki neinu samræmi við aðrar lánastofnar, sem taki í hæsta lagi tvö til þrjú prósent af uppgreiðsluvirði, á meðan uppgreiðsluþóknun Íbúðalánsjóðs geti numið tugum prósentna. Ákvæði gjaldskrár sjóðsins sé ógagnsætt og erfitt fyrir almenna lántakendur að átta sig á með hvaða hætti uppgreiðsluþóknunin er ákvörðuð og hversu há hún getur orðið. Jafnvel þó Héraðsdómur hefði komist að þeirri niðurstöðu að þessir viðskiptahættir væru í samræmi við lög eða að niðurstaða Hæstaréttar verði á annan veg, breytir það ekki því að þessir viðskiptahættir verða seint taldir lýsa sanngirni eða tillitsemi gagnvart lántakendum. Sennilega er til of mikils mælst að sú sorgarsaga sem rekstur Íbúðalánasjóðs hefur verið sannfæri stjórnarandstæðinga, hvort sem þeir eru á þinginu eða í stærstu samtökum launþega, um að sennilega sé heppilegast að ríkið sé ekki að vasast í rekstri af þessu tagi eða að minnsta kosti að umsvifum ríkisins á þessu sviði sé haldið í lágmarki. Fyrir hina er ef til vill ástæða til þess að gefa þessu gaum og nýta fjármuni ríkisins sem eru bundnir í áhættusömum eignum í samfélagslega mikilvægari starfsemi. Höfundur er alþingismaður.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun