Utan vallar: Alexander, landsliðsferillinn má alls ekki enda á rauðu spjaldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 09:01 Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Simon Hofmann Alexander Petersson hefur mögulega spilað sinn síðasta landsleik en vonandi ekki því enginn vill enda eins og hann gerði á móti Sviss. Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Frökkum í milliriðli á HM í Egyptalandi. Alexander er farinn heim af heimsmeistaramótinu vegna persónulegra ástæðna. Hann er þessa dagana að ganga frá félagsskiptum frá Rhein-Neckar Löwen til Flensburg þar sem hann lék á árunum 2007-2010. Þetta þýðir að síðasti landsleikur Alexanders á HM endaði með rauðu spjaldi en hann var rekinn upp í stúku í byrjun síðari hálfleiks eftir brot á skyttu Svisslendinga. Bæði úrslitin (tveggja marka tap, 18-20) og brottreksturinn er ekki skemmtileg leið fyrir einn flottasta landsliðsmanns Íslands frá upphafi til að enda landsliðsferil sinn. Alexander Petersson sækir á vörn Portúgals á HM.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Þetta var 186. landsleikur Alexanders á ferlinum og hann hefur skorað í þeim 725 mörk. Alexander er á sínu þrettánda stórmóti og hefur alls skorað 318 mörk í 82 leikjum á þessum stórmótum sem eru sex Evrópumót, fimm heimsmeistaramót og tveir Ólympíuleikar. Alexander er aðeins einu marki frá því að jafna við Snorra Stein Guðjónsson (319 mörk) í þriðja sætinu yfir markahæsta leikmann Íslands á stórmótum. Stóra spurningin er hvort að þetta sé síðasti landsleikur Alexanders. Rétta svarið við því að mati undirritaðs er að svo má alls ekki vera. Glæsilegur landsliðsferill Alexanders má bara ekki enda á rauðu spjaldi. Alexander mun klára tímabilið með Flensburg liðinu en svo er ekki vitað um framhaldið. Hann mun halda upp á 41 árs afmælið sitt í sumar og það hlýtur því að styttast í það að skórnir fari upp á hillu. Alexander Petersson lætur vaða á markið á HM í Egyptalandi.EPA/Khaled Elfiqi Síðasta vonin gætu verið leikir í undankeppni EM í vor. Eins og staðan er núna þá er einn leikur settur á í mars og svo eru síðustu tveir leikirnir um mánaðamótin apríl-maí. Lokaleikur íslenska liðsins í undankeppninni er núna leikur við Ísrael sem hefur verið settu á 2. maí á Ásvöllum. Það er mín von að íslenska þjóðin fái tækifæri til að kveðja Alexander með fullu húsi á Ásvöllum. Hann á það svo sannarlega skilið. Hvort að Alexander sé tilbúinn í slíkt, hvort hann sé heilla eða hvort að kórónuveirufaraldurin leyfi slíka stund vitum við ekki í dag. Það mun skýrast á næstu mánuðum en vonandi sjáum við að minnsta kosti landsleik númer 187 hjá Alexander Petersson. HM 2021 í handbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Frökkum í milliriðli á HM í Egyptalandi. Alexander er farinn heim af heimsmeistaramótinu vegna persónulegra ástæðna. Hann er þessa dagana að ganga frá félagsskiptum frá Rhein-Neckar Löwen til Flensburg þar sem hann lék á árunum 2007-2010. Þetta þýðir að síðasti landsleikur Alexanders á HM endaði með rauðu spjaldi en hann var rekinn upp í stúku í byrjun síðari hálfleiks eftir brot á skyttu Svisslendinga. Bæði úrslitin (tveggja marka tap, 18-20) og brottreksturinn er ekki skemmtileg leið fyrir einn flottasta landsliðsmanns Íslands frá upphafi til að enda landsliðsferil sinn. Alexander Petersson sækir á vörn Portúgals á HM.EPA-EFE/Khaled Elfiqi Þetta var 186. landsleikur Alexanders á ferlinum og hann hefur skorað í þeim 725 mörk. Alexander er á sínu þrettánda stórmóti og hefur alls skorað 318 mörk í 82 leikjum á þessum stórmótum sem eru sex Evrópumót, fimm heimsmeistaramót og tveir Ólympíuleikar. Alexander er aðeins einu marki frá því að jafna við Snorra Stein Guðjónsson (319 mörk) í þriðja sætinu yfir markahæsta leikmann Íslands á stórmótum. Stóra spurningin er hvort að þetta sé síðasti landsleikur Alexanders. Rétta svarið við því að mati undirritaðs er að svo má alls ekki vera. Glæsilegur landsliðsferill Alexanders má bara ekki enda á rauðu spjaldi. Alexander mun klára tímabilið með Flensburg liðinu en svo er ekki vitað um framhaldið. Hann mun halda upp á 41 árs afmælið sitt í sumar og það hlýtur því að styttast í það að skórnir fari upp á hillu. Alexander Petersson lætur vaða á markið á HM í Egyptalandi.EPA/Khaled Elfiqi Síðasta vonin gætu verið leikir í undankeppni EM í vor. Eins og staðan er núna þá er einn leikur settur á í mars og svo eru síðustu tveir leikirnir um mánaðamótin apríl-maí. Lokaleikur íslenska liðsins í undankeppninni er núna leikur við Ísrael sem hefur verið settu á 2. maí á Ásvöllum. Það er mín von að íslenska þjóðin fái tækifæri til að kveðja Alexander með fullu húsi á Ásvöllum. Hann á það svo sannarlega skilið. Hvort að Alexander sé tilbúinn í slíkt, hvort hann sé heilla eða hvort að kórónuveirufaraldurin leyfi slíka stund vitum við ekki í dag. Það mun skýrast á næstu mánuðum en vonandi sjáum við að minnsta kosti landsleik númer 187 hjá Alexander Petersson.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira