Þurfum að búast við að lið bakki og bomba á þau Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 15:01 Elvar Örn Jónsson sækir að marki Sviss en Nicolas Raemy er til varnar. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Mér finnst vera sjálfstraust í liðinu og við erum alltaf klárir andlega. Ég veit ekki hvað veldur en það er eitthvað hökt sóknarlega,“ segir Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, í viðtali við Vísi. Elvar segir stöðu Íslands í milliriðlakeppninni á HM vissulega vonbrigði en liðið hefur tapað leikjum gegn Sviss og Portúgal og aðeins unnið Alsír. Framundan eru svo leikir við tvö af bestu landsliðum heims, Frakkland á morgun og Noreg á föstudag. Tapið gegn Sviss í gær, 20-18, var sérlega sárt enda léku Elvar og félagar frábæra vörn gegn Andy Schmid og félögum: „Sóknarleikurinn var höktandi og við nýttum ekki dauðafærin, og við erum gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik,“ sagði Elvar við Vísi. „Þegar við vorum komnir í milliriðla þá var Svissleikurinn leikurinn sem við ætluðum okkur að vinna. Við vissum alveg að við ættum séns. Núna erum við komnir í svolítið erfiða stöðu, þar sem við þurfum að vinna báða leikina og vonast eftir góðum úrslitum í hinum leikjunum. Þetta verða gríðarlega erfiðir leikir, gegn frábæru liði Frakka og frábæru liði Norðmanna. Tveimur liðum í algjörum heimsklassa. Við þurfum okkar allra besta leik til að eiga séns í þá,“ sagði Elvar með aðstoð Zoom frá hóteli landsliðsins í Egyptalandi. Klippa: Elvar Örn um sóknarleikinn gegn Sviss En hvað vantaði upp á í sóknarleiknum í gær? „Mér fannst oft vera mikið dripl hjá okkur, við vorum staðir, náðum ekki að búa til þau færi sem við vildum og höfðum gert í síðustu leikjum. Svo var það færanýtingin. Það voru allir með mikið af klikkum, sérstaklega í mörgum dauðafærum, og það bara gengur ekki á HM. Það er refsað fyrir hvert klikk. Við fengum bara á okkur 20 mörk sem ætti að duga til að vinna handboltaleik í dag, en sóknarleikurinn var bara ekki nógu góður.“ Svissneska vörnin varðist alveg við eigin vítateig og skyttur íslenska liðsins voru ekki nógu ógnandi til að draga varnarmenn út. Ljóst er að Frakkar og Norðmenn hafa ekki síðri varnarmenn í sínum röðum. „Lið eru byrjuð að gera þetta, að bakka gegn okkur, en það er eitthvað sem við ættum að ráða við. Við erum enn með menn sem geta skotið yfir „blokk“; Óla [Guðmunds], Donna [Kristján Örn Kristjánsson] og mig sjálfan. Við þurfum bara að gera betur. Vera klárir í það að lið bakki meira en þau hafa gert gegn okkur, og bomba á þau,“ sagði Elvar. HM 2021 í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Elvar segir stöðu Íslands í milliriðlakeppninni á HM vissulega vonbrigði en liðið hefur tapað leikjum gegn Sviss og Portúgal og aðeins unnið Alsír. Framundan eru svo leikir við tvö af bestu landsliðum heims, Frakkland á morgun og Noreg á föstudag. Tapið gegn Sviss í gær, 20-18, var sérlega sárt enda léku Elvar og félagar frábæra vörn gegn Andy Schmid og félögum: „Sóknarleikurinn var höktandi og við nýttum ekki dauðafærin, og við erum gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik,“ sagði Elvar við Vísi. „Þegar við vorum komnir í milliriðla þá var Svissleikurinn leikurinn sem við ætluðum okkur að vinna. Við vissum alveg að við ættum séns. Núna erum við komnir í svolítið erfiða stöðu, þar sem við þurfum að vinna báða leikina og vonast eftir góðum úrslitum í hinum leikjunum. Þetta verða gríðarlega erfiðir leikir, gegn frábæru liði Frakka og frábæru liði Norðmanna. Tveimur liðum í algjörum heimsklassa. Við þurfum okkar allra besta leik til að eiga séns í þá,“ sagði Elvar með aðstoð Zoom frá hóteli landsliðsins í Egyptalandi. Klippa: Elvar Örn um sóknarleikinn gegn Sviss En hvað vantaði upp á í sóknarleiknum í gær? „Mér fannst oft vera mikið dripl hjá okkur, við vorum staðir, náðum ekki að búa til þau færi sem við vildum og höfðum gert í síðustu leikjum. Svo var það færanýtingin. Það voru allir með mikið af klikkum, sérstaklega í mörgum dauðafærum, og það bara gengur ekki á HM. Það er refsað fyrir hvert klikk. Við fengum bara á okkur 20 mörk sem ætti að duga til að vinna handboltaleik í dag, en sóknarleikurinn var bara ekki nógu góður.“ Svissneska vörnin varðist alveg við eigin vítateig og skyttur íslenska liðsins voru ekki nógu ógnandi til að draga varnarmenn út. Ljóst er að Frakkar og Norðmenn hafa ekki síðri varnarmenn í sínum röðum. „Lið eru byrjuð að gera þetta, að bakka gegn okkur, en það er eitthvað sem við ættum að ráða við. Við erum enn með menn sem geta skotið yfir „blokk“; Óla [Guðmunds], Donna [Kristján Örn Kristjánsson] og mig sjálfan. Við þurfum bara að gera betur. Vera klárir í það að lið bakki meira en þau hafa gert gegn okkur, og bomba á þau,“ sagði Elvar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira