Gáfust upp á biðinni eftir ferðamönnum Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2021 21:10 Eldsmiðjan á Bragagötu var alls starfrækt í 34 ár. Já.is Veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Bragagötu í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Lauk þar með sögu eins elsta pítsustaðar landsins. Á síðasta ári fækkaði stöðum Eldsmiðjunnar úr fjórum í einn. Útibúið á Bragagötu 38A opnaði árið 1986 og var fyrsti staðurinn til að selja pítsur undir merkjum Eldsmiðjunnar. Í kjölfarið opnaði Eldsmiðjan staði á Laugavegi, í Kópavogi og við Suðurlandsbraut. Eldsmiðjan er í eigu veitingahúsakeðjunnar Gleðipinna. Greint var frá því á vef Fréttablaðsins í sumar að Eldsmiðjan á Laugavegi hafi hætt rekstri og staðnum á Bragagötu verið lokað tímabundið. Fyrr á árinu lokaði Eldsmiðjan á Dalvegi í Kópavogi dyrum sínum. AFHVERJU ER ÖLLUM BARA SAMA UM AÐ ELDSMIÐJAN Á BRAGAGÖTU HAFI BARA SILENTLY LOKAÐ FYRIR FULLT OG ALLT? 35 ÁR Á SAMA STAÐ OG SVO LOKAR FOODCO ÞESSU BARA EINS OG EKKERT SÉ.— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 19, 2021 Haft var eftir Jóhanni Erni Þórarinssyni, eins eiganda Gleðipinna í frétt Fréttablaðsins að ástæðan fyrir lokun staðanna í miðbæ Reykjavíkur mætti rekja til áhrifa heimsfaraldursins. Báðir hafi að miklu leyti þrifist á ferðaþjónustunni og vonuðust eigendur til að geta opnað aftur á Bragagötunni þegar erlendir ferðamenn létu sjá sig á ný. Ekki náðist í Jóhann eða Jóhannes Ásbjörnsson, annars eigenda Gleðipinna, við vinnslu þessarar fréttar en veitingahúsnæðið sem hýsti Eldsmiðjuna á Bragagötu var sett á sölu í nóvember auk eldofns og allra innanstokksmuna. Er eitthvað komið í staðinn fyrir Eldsmiðjuna á Bragagötu?Er rýmið til leigu? SVARIÐ MÉR.— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 20, 2021 Ætti það því að vera tiltölulega auðvelt fyrir áhugasama að taka upp þráðinn og hefja á ný flatbökugerð á þessum rómaða stað í miðbæ Reykjavíkur. Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ætla að kveða niður Foodco grýluna Gleðipinnar eru meðvitaðir um það slæma orðspor sem ný félaginn tekur með sér í samstarfið. 7. febrúar 2020 08:00 FoodCo og Gleðipinnar sameinast Með samruna veitingafyrirtækjanna FoodCo og Gleðipinna verður lögð meiri áhersla á gæði og hlúð betur að sérkennum og kjarna staðanna. 30. ágúst 2019 08:47 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Útibúið á Bragagötu 38A opnaði árið 1986 og var fyrsti staðurinn til að selja pítsur undir merkjum Eldsmiðjunnar. Í kjölfarið opnaði Eldsmiðjan staði á Laugavegi, í Kópavogi og við Suðurlandsbraut. Eldsmiðjan er í eigu veitingahúsakeðjunnar Gleðipinna. Greint var frá því á vef Fréttablaðsins í sumar að Eldsmiðjan á Laugavegi hafi hætt rekstri og staðnum á Bragagötu verið lokað tímabundið. Fyrr á árinu lokaði Eldsmiðjan á Dalvegi í Kópavogi dyrum sínum. AFHVERJU ER ÖLLUM BARA SAMA UM AÐ ELDSMIÐJAN Á BRAGAGÖTU HAFI BARA SILENTLY LOKAÐ FYRIR FULLT OG ALLT? 35 ÁR Á SAMA STAÐ OG SVO LOKAR FOODCO ÞESSU BARA EINS OG EKKERT SÉ.— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 19, 2021 Haft var eftir Jóhanni Erni Þórarinssyni, eins eiganda Gleðipinna í frétt Fréttablaðsins að ástæðan fyrir lokun staðanna í miðbæ Reykjavíkur mætti rekja til áhrifa heimsfaraldursins. Báðir hafi að miklu leyti þrifist á ferðaþjónustunni og vonuðust eigendur til að geta opnað aftur á Bragagötunni þegar erlendir ferðamenn létu sjá sig á ný. Ekki náðist í Jóhann eða Jóhannes Ásbjörnsson, annars eigenda Gleðipinna, við vinnslu þessarar fréttar en veitingahúsnæðið sem hýsti Eldsmiðjuna á Bragagötu var sett á sölu í nóvember auk eldofns og allra innanstokksmuna. Er eitthvað komið í staðinn fyrir Eldsmiðjuna á Bragagötu?Er rýmið til leigu? SVARIÐ MÉR.— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) January 20, 2021 Ætti það því að vera tiltölulega auðvelt fyrir áhugasama að taka upp þráðinn og hefja á ný flatbökugerð á þessum rómaða stað í miðbæ Reykjavíkur.
Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Ætla að kveða niður Foodco grýluna Gleðipinnar eru meðvitaðir um það slæma orðspor sem ný félaginn tekur með sér í samstarfið. 7. febrúar 2020 08:00 FoodCo og Gleðipinnar sameinast Með samruna veitingafyrirtækjanna FoodCo og Gleðipinna verður lögð meiri áhersla á gæði og hlúð betur að sérkennum og kjarna staðanna. 30. ágúst 2019 08:47 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Ætla að kveða niður Foodco grýluna Gleðipinnar eru meðvitaðir um það slæma orðspor sem ný félaginn tekur með sér í samstarfið. 7. febrúar 2020 08:00
FoodCo og Gleðipinnar sameinast Með samruna veitingafyrirtækjanna FoodCo og Gleðipinna verður lögð meiri áhersla á gæði og hlúð betur að sérkennum og kjarna staðanna. 30. ágúst 2019 08:47