Vegrið vantar við tugi kílómetra vegarins um Ísafjarðardjúp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 19:23 Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins sem varð í Skötufirði á laugardag er ekki lokið. Hálka var á veginum þegar slysið varð og afar lélegt símasamband var á svæðinu. Þá voru engin vegrið við veginn þar sem að bíllinn rann út af og hafnaði í sjónum. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að samkvæmt úttekt sem gerð var við Ísafjarðardjúp árið 2013 vanti vegrið á nokkurra tuga kílómetra kafla, meðal annars í Skötufirði, til að uppfylla núgildandi kröfur. „Það er ómögulegt að segja fyrr en rannsókninni er lokið og þá kemur væntanlega í ljós hversu miklu máli það skipti að þarna var ekki vegrið. Allar okkar öryggisráðstafanir, sem vegrið eru, eru skipta auðvitað máli. Þannig að það skiptir máli,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. En hvers vegna er ekki vegrið á þessum vegarkafla? „Við tókum þennan kafla út í Djúpinu, 120 kílómetra, við tókum þann kafla út árið 2013 og það eru 120 kílómetrar og við fundum út að það þyrfti að vera samkvæmt okkar nýjustu reglum um þessi mál, þá þyrftu að vera 75-80 kílómetrar til viðbótar af vegriðum. Það gerum við ekki í einum vettvangi, sérstaklega ekki í ljósi þess að það kostar um það bil tólf milljónir á kílómetrann að setja upp vegrið, þannig að þetta eru miklar upphæðir sem þarna er um að ræða. Og ekki bara í Djúpinu heldur alls staðar á landinu auðvitað. En við erum samt sem áður löngu byrjuð og erum alltaf að vinna að því að setja upp vegrið þar sem að við teljum að þau þurfi að vera. Og til dæmis í Skötufirðinum, innst að austanverðu, erum við búin að setja upp vegrið,“ svaraði G. Pétur. Nú hefur orðið þetta hræðilega slys, verður forgangsmál að setja upp vegrið þarna núna? „Við auðvitað skoðum alltaf öll slys. En við reynum líka að gera þetta þannig að forgangsraða eftir aðstæðum á hverjum stað og ekki endilega af því það hafi orðið slys heldur líka þar sem aðstæður eru þannig að við reiknum með að það sé mjög hættulegt að það gerist eitthvað, þannig að við höldum okkur við þá forgangsröðun sem við höfum,“ sagði G. Pétur. Umferðaröryggi Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Það er ómögulegt að segja fyrr en rannsókninni er lokið og þá kemur væntanlega í ljós hversu miklu máli það skipti að þarna var ekki vegrið. Allar okkar öryggisráðstafanir, sem vegrið eru, eru skipta auðvitað máli. Þannig að það skiptir máli,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. En hvers vegna er ekki vegrið á þessum vegarkafla? „Við tókum þennan kafla út í Djúpinu, 120 kílómetra, við tókum þann kafla út árið 2013 og það eru 120 kílómetrar og við fundum út að það þyrfti að vera samkvæmt okkar nýjustu reglum um þessi mál, þá þyrftu að vera 75-80 kílómetrar til viðbótar af vegriðum. Það gerum við ekki í einum vettvangi, sérstaklega ekki í ljósi þess að það kostar um það bil tólf milljónir á kílómetrann að setja upp vegrið, þannig að þetta eru miklar upphæðir sem þarna er um að ræða. Og ekki bara í Djúpinu heldur alls staðar á landinu auðvitað. En við erum samt sem áður löngu byrjuð og erum alltaf að vinna að því að setja upp vegrið þar sem að við teljum að þau þurfi að vera. Og til dæmis í Skötufirðinum, innst að austanverðu, erum við búin að setja upp vegrið,“ svaraði G. Pétur. Nú hefur orðið þetta hræðilega slys, verður forgangsmál að setja upp vegrið þarna núna? „Við auðvitað skoðum alltaf öll slys. En við reynum líka að gera þetta þannig að forgangsraða eftir aðstæðum á hverjum stað og ekki endilega af því það hafi orðið slys heldur líka þar sem aðstæður eru þannig að við reiknum með að það sé mjög hættulegt að það gerist eitthvað, þannig að við höldum okkur við þá forgangsröðun sem við höfum,“ sagði G. Pétur.
Umferðaröryggi Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira