Shaq handboltans ánægður með athyglina: „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2021 10:01 Gauthier Mvumbi var valinn maður leiksins gegn Barein í fyrradag. Hann skoraði fimm mörk úr fimm skotum í leiknum. epa/Mohamed Abd El Ghany Fyrir heimsmeistaramót karla í handbolta í Egyptalandi þekktu eflaust fáir hvorki haus né sporð á línumanninum Gauthier Mvumbi. Hann hefur hins vegar orðið ein af stjörnum HM. Mvumbi var besti leikmaður Kongó í riðlakeppninni og skoraði þrettán mörk úr fjórtán skotum í leikjunum þremur þar. Hann var meðal annars valinn maður leiksins þegar Kongó tapaði fyrir Barein, 34-27, í fyrradag. Hinn tröllvaxni Mvumbi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM og fengið viðurnefnið Shaq handboltans. Hann fékk meira að segja kveðju frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi, sem leikur með Dreux í frönsku D-deildinni, tekur athyglinni sem hann hefur fengið á HM fagnandi. „Þetta er ótrúlegt, alveg ótrúlegt. Það var lygilegt þegar ég sá að Shaq hafði sent mér skilaboð. Það var mjög ánægjulegt þótt þetta hafi bara verið nokkur orð,“ sagði Mvumbi við heimasíðu IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins. Sprengja eftir fyrsta leikinn Línumaðurinn fékk mikla athygli strax eftir fyrsta leik Kongó á HM, gegn Argentínu í síðustu viku. „Ef ég á að vera hreinskilinn, skil ég þetta ekki alveg. Ég spilaði fyrsta leikinn og síðan varð bara sprengja. Þetta er tækifæri og ég nýt þess.“ Mvumbi segir að líkamsburðir sínir komi sér vel inni á línunni en þeir komi vissulega niður á hraða og liðleika. Ekki gefast upp Hann segir jafnframt að athyglin sem hann fær sé jákvæð fyrir kongóska landsliðið sem er nýliði á HM. „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó. Við erum á HM í fyrsta sinn og það er talað um liðið okkar. Það er jákvætt fyrir ímynd okkar,“ sagði Mvumbi. Hann var að lokum spurður hvaða skilaboð hann hefði fyrir ungt íþróttafólk sem væri kannski ekki með hinn hefðbundna íþróttalíkama. „Berjast fyrir því að gera það sem þau elska og ekki gefast upp, alls ekki,“ sagði Mvumbi. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu hefja leik í Forsetabikarnum á morgun þegar þeir mæta Angóla. Þeir mæta svo Túnis á laugardaginn. Grænhöfðaeyjar áttu einnig að vera í riðlinum en þar sem liðið dró sig úr leik fá andstæðingar þeirra sigur gegn þeim, 10-0. HM 2021 í handbolta Austur-Kongó Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Sjá meira
Mvumbi var besti leikmaður Kongó í riðlakeppninni og skoraði þrettán mörk úr fjórtán skotum í leikjunum þremur þar. Hann var meðal annars valinn maður leiksins þegar Kongó tapaði fyrir Barein, 34-27, í fyrradag. Hinn tröllvaxni Mvumbi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM og fengið viðurnefnið Shaq handboltans. Hann fékk meira að segja kveðju frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi, sem leikur með Dreux í frönsku D-deildinni, tekur athyglinni sem hann hefur fengið á HM fagnandi. „Þetta er ótrúlegt, alveg ótrúlegt. Það var lygilegt þegar ég sá að Shaq hafði sent mér skilaboð. Það var mjög ánægjulegt þótt þetta hafi bara verið nokkur orð,“ sagði Mvumbi við heimasíðu IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins. Sprengja eftir fyrsta leikinn Línumaðurinn fékk mikla athygli strax eftir fyrsta leik Kongó á HM, gegn Argentínu í síðustu viku. „Ef ég á að vera hreinskilinn, skil ég þetta ekki alveg. Ég spilaði fyrsta leikinn og síðan varð bara sprengja. Þetta er tækifæri og ég nýt þess.“ Mvumbi segir að líkamsburðir sínir komi sér vel inni á línunni en þeir komi vissulega niður á hraða og liðleika. Ekki gefast upp Hann segir jafnframt að athyglin sem hann fær sé jákvæð fyrir kongóska landsliðið sem er nýliði á HM. „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó. Við erum á HM í fyrsta sinn og það er talað um liðið okkar. Það er jákvætt fyrir ímynd okkar,“ sagði Mvumbi. Hann var að lokum spurður hvaða skilaboð hann hefði fyrir ungt íþróttafólk sem væri kannski ekki með hinn hefðbundna íþróttalíkama. „Berjast fyrir því að gera það sem þau elska og ekki gefast upp, alls ekki,“ sagði Mvumbi. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu hefja leik í Forsetabikarnum á morgun þegar þeir mæta Angóla. Þeir mæta svo Túnis á laugardaginn. Grænhöfðaeyjar áttu einnig að vera í riðlinum en þar sem liðið dró sig úr leik fá andstæðingar þeirra sigur gegn þeim, 10-0.
HM 2021 í handbolta Austur-Kongó Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Sjá meira