Takk fyrir traustið! Bjarni Gíslason skrifar 20. janúar 2021 11:30 „Ég segi bara takk!“ segir maður stundum þegar manni er orða vant yfir góðri gjöf. Og þannig líður okkur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar yfir stórkostlegum stuðningi við starfið undanfarnar vikur, stuðningi frá Hjálparliðum og öðrum einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum sem samtals nemur um 120 milljónum króna. Við erum auðmjúk gagnvart því trausti sem þessi metstuðningur endurspeglar. Hann gerir okkur kleift að veita áfram aðstoð því fólki sem býr við alvarlegan efnislegan skort og erfiðar félagslegar aðstæður á Íslandi jafnt sem á alþjóðavettvangi. Á Íslandi býr fólkið sem til okkar leitar við kröpp kjör vegna lágra atvinnutekna, atvinnuleysis, örorku og/eða fjölþætts félagslegs vanda. Í miðjum heimsfaraldri er neyð hvers einstaklings sem til okkar leitar meiri á sama tíma og fleiri þurfa á ráðgjöf, stuðningi og efnislegri aðstoð að halda. Frá því í byrjun apríl og til ársloka 2020 fjölgaði í hópi þeirra sem til okkar leita um 40% miðað við sama tímabil á árinu 2019, það eru áhrif af COVID-19! Í desember síðastliðnum fengu þannig 1.787 fjölskyldur eða 4.824 einstaklingar (miðað við 2,7 í fjölskyldu) um land allt inneignarkort Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir matvöru samanborið við 1.275 fjölskyldur eða 3.443 einstaklingar sem fengu inneignarkort til að kaupa í matinn fyrir jólin árið 2019. Við berum öll von í brjósti um að heimsfaraldri af völdum kórónuveirunnar linni senn. Bóluefni berast til landsins og fólki í forgangshópum býðst nú bólusetning. En við skulum horfast í augu við það að næstu mánuðir og jafnvel ár verða mörgum mjög erfið vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Staða fólks er mjög misjöfn og það er fólkið sem fyrir var í viðkvæmri stöðu sem hefur orðið verst úti, fólk á jaðri vinnumarkaðarins, útlendingar, lágtekjufólk og öryrkjar. Margir sem hafa misst vinnuna og tæmt varasjóði og sparifé upplifa nú mikið óöryggi um framfærslu um leið og húsnæðiskostnaður er áfram hár og vöruverð fer hækkandi. Fólkið sem leitaði til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin var allt í þeirri stöðu að tekjur og bætur duga fjölskyldunni ekki til framfærslu. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins segja einnig að einstaklingar sem til okkar leita finni margir fyrir félagslegri einangrun og vanlíðan sem hafi aukist í heimsfaraldrinum. Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum innilega þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Við ætlum að halda áfram að veita fólki sem býr við fátækt stuðning með ráðgjöf, efnislegri aðstoð og verkefnum sem miða að virkni og valdeflingu þeirra sem til okkar leita. Þessi frábæri stuðningur við starfið er samkennd í verki. Hann sýnir að við sem samfélag erum þess megnug að rétta úr kútnum á ný þannig að við skiljum engan eftir. Það er ábyrgð okkar allra. Takk! Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ég segi bara takk!“ segir maður stundum þegar manni er orða vant yfir góðri gjöf. Og þannig líður okkur hjá Hjálparstarfi kirkjunnar yfir stórkostlegum stuðningi við starfið undanfarnar vikur, stuðningi frá Hjálparliðum og öðrum einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum sem samtals nemur um 120 milljónum króna. Við erum auðmjúk gagnvart því trausti sem þessi metstuðningur endurspeglar. Hann gerir okkur kleift að veita áfram aðstoð því fólki sem býr við alvarlegan efnislegan skort og erfiðar félagslegar aðstæður á Íslandi jafnt sem á alþjóðavettvangi. Á Íslandi býr fólkið sem til okkar leitar við kröpp kjör vegna lágra atvinnutekna, atvinnuleysis, örorku og/eða fjölþætts félagslegs vanda. Í miðjum heimsfaraldri er neyð hvers einstaklings sem til okkar leitar meiri á sama tíma og fleiri þurfa á ráðgjöf, stuðningi og efnislegri aðstoð að halda. Frá því í byrjun apríl og til ársloka 2020 fjölgaði í hópi þeirra sem til okkar leita um 40% miðað við sama tímabil á árinu 2019, það eru áhrif af COVID-19! Í desember síðastliðnum fengu þannig 1.787 fjölskyldur eða 4.824 einstaklingar (miðað við 2,7 í fjölskyldu) um land allt inneignarkort Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir matvöru samanborið við 1.275 fjölskyldur eða 3.443 einstaklingar sem fengu inneignarkort til að kaupa í matinn fyrir jólin árið 2019. Við berum öll von í brjósti um að heimsfaraldri af völdum kórónuveirunnar linni senn. Bóluefni berast til landsins og fólki í forgangshópum býðst nú bólusetning. En við skulum horfast í augu við það að næstu mánuðir og jafnvel ár verða mörgum mjög erfið vegna efnahagslegra áhrifa faraldursins. Staða fólks er mjög misjöfn og það er fólkið sem fyrir var í viðkvæmri stöðu sem hefur orðið verst úti, fólk á jaðri vinnumarkaðarins, útlendingar, lágtekjufólk og öryrkjar. Margir sem hafa misst vinnuna og tæmt varasjóði og sparifé upplifa nú mikið óöryggi um framfærslu um leið og húsnæðiskostnaður er áfram hár og vöruverð fer hækkandi. Fólkið sem leitaði til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin var allt í þeirri stöðu að tekjur og bætur duga fjölskyldunni ekki til framfærslu. Félagsráðgjafar Hjálparstarfsins segja einnig að einstaklingar sem til okkar leita finni margir fyrir félagslegri einangrun og vanlíðan sem hafi aukist í heimsfaraldrinum. Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar erum innilega þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Við ætlum að halda áfram að veita fólki sem býr við fátækt stuðning með ráðgjöf, efnislegri aðstoð og verkefnum sem miða að virkni og valdeflingu þeirra sem til okkar leita. Þessi frábæri stuðningur við starfið er samkennd í verki. Hann sýnir að við sem samfélag erum þess megnug að rétta úr kútnum á ný þannig að við skiljum engan eftir. Það er ábyrgð okkar allra. Takk! Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar