Fær ekki skilnað frá eiginmanninum sem gufaði upp Kolbeinn Tumi Daðason og skrifa 19. janúar 2021 14:55 Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka málið fyrir í febrúar. Vísir/Vilhelm Kona um miðjan fimmtugsaldur hefur séð sig knúna til að stefna karlmanni fæddum árið 1975 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa konunnar er sú að henni verði veittur lögskilnaður frá karlmanninum, eiginmanni hennar. Karlmaðurinn hefur hvorki skráð heimili á Íslandi né kennitölu. Málið er rakið í stefnu konunnar sem birt er í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að búskapur þeirra hafi hafist í ágúst 2018 en svo slitið samvistir í desember 2019. Síðan þá hafi konan ítrekað reynt að hafa uppi á karlinum en án árangurs. Hún segist hvorki hafa heyrt í né séð hann síðan þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Konan telur að karlinn, sem kom til landsins sem hælisleitandi, sé farinn af landi brott án þess þó að vita hvar hann haldi til. Sýslumaður kallar eftir samþykki eiginmannsins Konan óskaði í maí 2020 eftir skilnaði að borði og sæng hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli hjúskaparlaga. Tveimur dögum síðar vísaði sýslumaður málinu frá og bar fyrir sig að sýslumaður gæti ekki átt lögsögu í skilnaðarmálinu þar sem krafa um skilnað hefði ekki borist frá karlmanninum. Hann væri ekki með lögheimili á Íslandi eða þekktan dvalarstað. Af þeirri ástæðu gætu sýslumaður ekki veitt leyfi til skilnaðar án þess að fyrir lægi samþykki eiginmannsins. Síðan hafa liðið mánuðir þar sem konan segist hafa reynt til þrautar að hafa uppi á karlmanninum til að geta lokið málinu, en án árangurs. Samþykki hans er forsenda þess að sýslumaður geti samþykkt beiðni um skilnað að borði og sæng. Engin eign til staðar til að deila um Konan byggir kröfu sína um skilnað að borði og sæng á 34. grein hjúskaparlaga þar sem segir að maki sem telji sig ekki geta haldið áfram í hjúskap eigi rétt á skilnaði. Sömuleiðis er vísað til 41. greinar laganna þess efnis að skilnaðar megi leita ef hjón eru sammála um það, en annars hjá dómstólum. Konan og karlinn eiga ekki börn saman, engar hjúskapareignir eru í búinu og engar útistandandi kröfur hvors á hendur öðru. Samkvæmt 44. grein hjúskaparlaga geta dómstólar ekki veitt skilnað nema fyrir liggi samkomulag milli hjóna um fjárskipti eða opinber skipti séu hafin vegna fjárskipta. Sökum þess að karlmaðurinn finnst ekki telur konan ógerlegt að ná samkomulagi um fjárskipti. Hún lýsir þó yfir eignaleysi og gerir enga kröfu um tilkall eigna karlsins. Rökstyður hún afstöðu sína til eignaleysis á því að málið er rekið sem gjafsóknarmál. Engin hrein eign sé til staðar sem karlinn geti átt tilkall til. Hann hafi komið til landsins sem hælisleitandi og því megi leiða að því líkur að engar hreinar eignir séu til staðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan febrúar og hefur eiginmanninum verið stefnt til að mæta, svara til saka og leggja fram gögn. Dómsmál Hælisleitendur Fjölskyldumál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Málið er rakið í stefnu konunnar sem birt er í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að búskapur þeirra hafi hafist í ágúst 2018 en svo slitið samvistir í desember 2019. Síðan þá hafi konan ítrekað reynt að hafa uppi á karlinum en án árangurs. Hún segist hvorki hafa heyrt í né séð hann síðan þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Konan telur að karlinn, sem kom til landsins sem hælisleitandi, sé farinn af landi brott án þess þó að vita hvar hann haldi til. Sýslumaður kallar eftir samþykki eiginmannsins Konan óskaði í maí 2020 eftir skilnaði að borði og sæng hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli hjúskaparlaga. Tveimur dögum síðar vísaði sýslumaður málinu frá og bar fyrir sig að sýslumaður gæti ekki átt lögsögu í skilnaðarmálinu þar sem krafa um skilnað hefði ekki borist frá karlmanninum. Hann væri ekki með lögheimili á Íslandi eða þekktan dvalarstað. Af þeirri ástæðu gætu sýslumaður ekki veitt leyfi til skilnaðar án þess að fyrir lægi samþykki eiginmannsins. Síðan hafa liðið mánuðir þar sem konan segist hafa reynt til þrautar að hafa uppi á karlmanninum til að geta lokið málinu, en án árangurs. Samþykki hans er forsenda þess að sýslumaður geti samþykkt beiðni um skilnað að borði og sæng. Engin eign til staðar til að deila um Konan byggir kröfu sína um skilnað að borði og sæng á 34. grein hjúskaparlaga þar sem segir að maki sem telji sig ekki geta haldið áfram í hjúskap eigi rétt á skilnaði. Sömuleiðis er vísað til 41. greinar laganna þess efnis að skilnaðar megi leita ef hjón eru sammála um það, en annars hjá dómstólum. Konan og karlinn eiga ekki börn saman, engar hjúskapareignir eru í búinu og engar útistandandi kröfur hvors á hendur öðru. Samkvæmt 44. grein hjúskaparlaga geta dómstólar ekki veitt skilnað nema fyrir liggi samkomulag milli hjóna um fjárskipti eða opinber skipti séu hafin vegna fjárskipta. Sökum þess að karlmaðurinn finnst ekki telur konan ógerlegt að ná samkomulagi um fjárskipti. Hún lýsir þó yfir eignaleysi og gerir enga kröfu um tilkall eigna karlsins. Rökstyður hún afstöðu sína til eignaleysis á því að málið er rekið sem gjafsóknarmál. Engin hrein eign sé til staðar sem karlinn geti átt tilkall til. Hann hafi komið til landsins sem hælisleitandi og því megi leiða að því líkur að engar hreinar eignir séu til staðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan febrúar og hefur eiginmanninum verið stefnt til að mæta, svara til saka og leggja fram gögn.
Dómsmál Hælisleitendur Fjölskyldumál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira