Fögnuðu ekki fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 14:00 Opna sportblaðs DV eftir sigurinn á Sviss 1999. Skjámynd/timarit.is/DV Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í næsta leik sínum á HM í handbolta í Egyptalandi en ein eftirminnilegasta uppákoman í sögu íslenska karlalandsliðsins var einmitt í leik á móti Svisslendingum. Ísland hefur margoft mætt Sviss í gegnum tíðina hvort sem það var á stórmótum, í b-keppnum, í undankeppnum eða í vináttulandsleikjum. Leikurinn í Kaplakrika 30. maí 1999 stendur þó örugglega upp úr. Íslenska landsliðið hafði á þessum tíma aldrei komist á Evrópumótið sem hafði verið haldið á tveggja ára fresti frá árinu 1994. Ísland var í riðli með Sviss og Kýpur þar sem var barist um eitt sæti í umspilinu um laust sæti á EM. Vonin virtist vera úti eftir níu marka skell út í Sviss aðeins þremur dögum fyrr, 29-20.Íslensku strákunum tókst hins vegar hið ótrúlega sem var að vinna níu marka sigur í þessum leik í Kaplakrikanum en leikurinn vannst 32-23. Róbert Julian Duranona skoraði 10 mörk í leiknum og Bjarki Sigurðsson var með sjö mörk. Tíunda mark Duranona skoraði hann um rétt áður en lokaflautan gall og það mark átti eftir að skipta miklu máli. Það vissi það enginn þó strax. Eftir leik þorði nefnilega hvorugt liðið að fagna sigri því reglurnar voru ekki á hreinu.Voru það mörk á útivelli sem réðu eða heildarmarkatalan? Þar sem að þetta var riðill en ekki umspil þá kom það á endanum í ljós að stórsigrar Íslands á Kýpur komu íslenska liðinu áfram.Íslensku strákarnir óttuðust að útivallarmörkin í leikjunum við Sviss myndu tryggja Svisslendingum sætið í umspilinu og gengu því súrir af velli. Staðfesting um að Ísland væri komið áfram fékkst ekki fyrr en klukkan 22.30 eftir að Örn Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ, náði sambandi við Kjartan Steinbach, þáverandi formann dómaranefndar Alþjóða handboltasambandsins. Á þessum tíma stóð einmitt yfir heimsmeistaramót í Egyptalandi eins og ný. Kjartan var staddur á HM og var með Manfred Brause sem var með honum dómaranefnd IHF. Þeir lögðust yfir reglugerðir IHF og komust að því að þar kæmi ekki annað fram en að Ísland væri komið áfram. Íslensku strákarnir fögnuðu því ekki sigri fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik. Opnumynd íþróttablaðs DV var af þeim fagna sigri í sturtunni eins og sjá má hér fyrir ofan. Þetta var líka sögulegur leikur fyrir þær sakir að þetta var síðasti landsleikur Geirs Sveinssonar sem skoraði níu mörk í leiknum. Geir lék þarna sinn 328. og síðasta landsleik en hann átti landsleikjametið þar til að Guðmundur Hrafnkelsson sló það í janúar 2002. Íslenska landsliðið hafði síðan betur á móti Makedóníu í umspili um sæti á EM 2000. Íslenska liðið komst því á sitt fyrsta Evrópumót og hefur ekki misst af móti síðan. EM i fyrra var ellefta Evrópumót Íslands í röð. HM 2021 í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Ísland hefur margoft mætt Sviss í gegnum tíðina hvort sem það var á stórmótum, í b-keppnum, í undankeppnum eða í vináttulandsleikjum. Leikurinn í Kaplakrika 30. maí 1999 stendur þó örugglega upp úr. Íslenska landsliðið hafði á þessum tíma aldrei komist á Evrópumótið sem hafði verið haldið á tveggja ára fresti frá árinu 1994. Ísland var í riðli með Sviss og Kýpur þar sem var barist um eitt sæti í umspilinu um laust sæti á EM. Vonin virtist vera úti eftir níu marka skell út í Sviss aðeins þremur dögum fyrr, 29-20.Íslensku strákunum tókst hins vegar hið ótrúlega sem var að vinna níu marka sigur í þessum leik í Kaplakrikanum en leikurinn vannst 32-23. Róbert Julian Duranona skoraði 10 mörk í leiknum og Bjarki Sigurðsson var með sjö mörk. Tíunda mark Duranona skoraði hann um rétt áður en lokaflautan gall og það mark átti eftir að skipta miklu máli. Það vissi það enginn þó strax. Eftir leik þorði nefnilega hvorugt liðið að fagna sigri því reglurnar voru ekki á hreinu.Voru það mörk á útivelli sem réðu eða heildarmarkatalan? Þar sem að þetta var riðill en ekki umspil þá kom það á endanum í ljós að stórsigrar Íslands á Kýpur komu íslenska liðinu áfram.Íslensku strákarnir óttuðust að útivallarmörkin í leikjunum við Sviss myndu tryggja Svisslendingum sætið í umspilinu og gengu því súrir af velli. Staðfesting um að Ísland væri komið áfram fékkst ekki fyrr en klukkan 22.30 eftir að Örn Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ, náði sambandi við Kjartan Steinbach, þáverandi formann dómaranefndar Alþjóða handboltasambandsins. Á þessum tíma stóð einmitt yfir heimsmeistaramót í Egyptalandi eins og ný. Kjartan var staddur á HM og var með Manfred Brause sem var með honum dómaranefnd IHF. Þeir lögðust yfir reglugerðir IHF og komust að því að þar kæmi ekki annað fram en að Ísland væri komið áfram. Íslensku strákarnir fögnuðu því ekki sigri fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik. Opnumynd íþróttablaðs DV var af þeim fagna sigri í sturtunni eins og sjá má hér fyrir ofan. Þetta var líka sögulegur leikur fyrir þær sakir að þetta var síðasti landsleikur Geirs Sveinssonar sem skoraði níu mörk í leiknum. Geir lék þarna sinn 328. og síðasta landsleik en hann átti landsleikjametið þar til að Guðmundur Hrafnkelsson sló það í janúar 2002. Íslenska landsliðið hafði síðan betur á móti Makedóníu í umspili um sæti á EM 2000. Íslenska liðið komst því á sitt fyrsta Evrópumót og hefur ekki misst af móti síðan. EM i fyrra var ellefta Evrópumót Íslands í röð.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira