Lítill hluti ofbeldismála á hendur fötluðu fólki ratar inn í réttarvörslukerfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 10:08 Runólfur Þórhallsson er einn þeirra sem stóð að gerð skýrslunnar. Hann segir að farið verði í frekari rannsóknir og átak til að bæta stöðuna. Vísir/Arnar Talið er að fjöldi fatlaðs fólks hér á landi verði fyrir ofbeldi en að aðeins lítill hluti málanna rati inn í réttarvörslukerfið. Svört skýrsla kom út í dag um ofbeldi gagnvart fötluðum þar sem dregin er sú ályktun að sá hópur njóti ekki sömu réttinda og aðrir í kerfinu. Skýrslan er unnin af greiningardeild ríkislögreglustjóra en henni er ætlað að bregða ljósi á ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður hér á landi en það er meðal annars vegna þess að ekki er hægt að skrá heilsufarsupplýsingar í LÖKE lögreglukerfið. Skýrslan er nokkuð svört en þar segir meðal annars að fatlaðir tilkynni síður um brot gagnvart sér, því þeir óttist að þeim verði ekki trúað. Í skýrslunni er bent á norskra rannsókn sem leiðir í ljós að gerendur sleppa oft með skrekkinn. „Það kemur í ljós í þessari rannsókn að gerendur eru síður sóttir til saka, og ekki nóg með það að þeir eru að fá vægari dóma. Það var eitt af því sem kom okkur verulega á óvart,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og einn skýrsluhöfunda. Hann segir vandamálið stærra en marga gruni, þó að frekari rannsóknar, sem nú þegar hafi verið boðaðar muni leiða það betur í ljós. „Ég held að það sé niðurstaðan, þetta er dulinn vandi.“ Í framhaldi af skýrslunni verður farið í átak í samstarfi við 112 og félagsmálayfirvöld til að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu og úrræðum. „Við ætlum að reyna að lyfta upp umræðunni um þetta og skapa vettvang til þess að tilkynna brot og auðvelda aðgengi inn í réttarvörslukerfið, til þess að við getum bætt þjónustuna v ið þennan hóp.“ Draga megi þá ályktun að fatlaðir njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins. „Þarna held ég að við þyrftum að fá betri rannsóknir og þess vegna er í skýrslunni hjá okkur kallað eftir því að þetta verði rannsakað betur hér á landi,“ segir Runólfur. „Ég myndi segja að ein af niðurstöðum skýrslunnar sé að standi höllum fæti í réttarvörslukerfinu, því miður. Heimilisofbeldi Lögreglumál Félagsmál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Skýrslan er unnin af greiningardeild ríkislögreglustjóra en henni er ætlað að bregða ljósi á ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður hér á landi en það er meðal annars vegna þess að ekki er hægt að skrá heilsufarsupplýsingar í LÖKE lögreglukerfið. Skýrslan er nokkuð svört en þar segir meðal annars að fatlaðir tilkynni síður um brot gagnvart sér, því þeir óttist að þeim verði ekki trúað. Í skýrslunni er bent á norskra rannsókn sem leiðir í ljós að gerendur sleppa oft með skrekkinn. „Það kemur í ljós í þessari rannsókn að gerendur eru síður sóttir til saka, og ekki nóg með það að þeir eru að fá vægari dóma. Það var eitt af því sem kom okkur verulega á óvart,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og einn skýrsluhöfunda. Hann segir vandamálið stærra en marga gruni, þó að frekari rannsóknar, sem nú þegar hafi verið boðaðar muni leiða það betur í ljós. „Ég held að það sé niðurstaðan, þetta er dulinn vandi.“ Í framhaldi af skýrslunni verður farið í átak í samstarfi við 112 og félagsmálayfirvöld til að auðvelda aðgengi að viðeigandi þjónustu og úrræðum. „Við ætlum að reyna að lyfta upp umræðunni um þetta og skapa vettvang til þess að tilkynna brot og auðvelda aðgengi inn í réttarvörslukerfið, til þess að við getum bætt þjónustuna v ið þennan hóp.“ Draga megi þá ályktun að fatlaðir njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins. „Þarna held ég að við þyrftum að fá betri rannsóknir og þess vegna er í skýrslunni hjá okkur kallað eftir því að þetta verði rannsakað betur hér á landi,“ segir Runólfur. „Ég myndi segja að ein af niðurstöðum skýrslunnar sé að standi höllum fæti í réttarvörslukerfinu, því miður.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Félagsmál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira