„Veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2021 21:50 Viggó Kristjánsson var valinn maður leiksins gegn Marokkó og var vel að því kominn. EPA-EFE/Khaled Elfiqi „Þeir eru mjög óhefðbundnir og það var eiginlega óþægilegt að spila á móti þeim varnarlega, því maður vissi aldrei hvað þeir voru að fara að gera. Það var því gott að vinna þá og gott að gera það af öryggi,“ sagði Viggó Kristjánsson eftir 31-23 sigur Íslands gegn Marokkó á HM í kvöld. „Mér fannst þetta svolítið brösótt, bæði varnarlega og sóknarlega, til að byrja með en svo náðum við með þolinmæði nokkrum mörkum á þá. Heilt yfir var þetta fínn leikur hjá okkur, en þó þetta væri aldrei í hættu náðum við eiginlega aldrei að slíta þá alveg frá okkur,“ sagði Viggó. Viggó átti skínandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann virtist fara í gegnum vörn Marokkó að vild: „Það gekk bara vel. Ég sá það strax að þó þeir séu snöggir þá erum við líka líkamlega sterkari, svo að ég vissi að ef ég kæmi á ferðinni með boltann ætti ég að geta farið framhjá þeim. Það gekk 1-2 sinnum og þá héldum við því bara áfram,“ sagði Viggó við Vísi. Hann gerði fimm mörk í fyrri hálfleik og alls sex í leiknum. Verðum að átta okkur á því að það er allt opið Viggó, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson lentu allir illa í grófum varnarleik Marokkóbúa sem misstu þrjá menn af velli með rautt spjald: „Elvar fékk þungt högg á andlitið, Gísli er ágætur og ég er líka fínn. Ég sá höggið í mig koma þannig að ég náði að spenna á móti. Ég veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi. Maður er alla vega ekki vanur þessu í Evrópu. Þeir eru margir hverjir minni en við en mjög kvikir og spila allt öðruvísi kerfi en við spilum, svo þetta var allt annað en maður er vanur,“ sagði Viggó. Ísland er komið í milliriðils og mætir næst Sviss á miðvikudag, svo Frakklandi á föstudag og Noregi á sunnudag. Ísland tekur með sér stigin tvö gegn Alsír en Portúgal tekur með sér fjögur stig: „Ef maður horfir til baka þá hefðum við auðvitað viljað taka með okkur fjögur stig en því verður ekki breytt. En við verðum bara að átta okkur á því að það er allt opið. Ef að við vinnum okkar leiki þá förum við áfram. Að sama skapi er þetta alltaf sama tuggan. Við verðum að byrja á Svisslendingum og ef við vinnum þá er allt enn opið,“ sagði Viggó. HM 2021 í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
„Mér fannst þetta svolítið brösótt, bæði varnarlega og sóknarlega, til að byrja með en svo náðum við með þolinmæði nokkrum mörkum á þá. Heilt yfir var þetta fínn leikur hjá okkur, en þó þetta væri aldrei í hættu náðum við eiginlega aldrei að slíta þá alveg frá okkur,“ sagði Viggó. Viggó átti skínandi leik, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hann virtist fara í gegnum vörn Marokkó að vild: „Það gekk bara vel. Ég sá það strax að þó þeir séu snöggir þá erum við líka líkamlega sterkari, svo að ég vissi að ef ég kæmi á ferðinni með boltann ætti ég að geta farið framhjá þeim. Það gekk 1-2 sinnum og þá héldum við því bara áfram,“ sagði Viggó við Vísi. Hann gerði fimm mörk í fyrri hálfleik og alls sex í leiknum. Verðum að átta okkur á því að það er allt opið Viggó, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson lentu allir illa í grófum varnarleik Marokkóbúa sem misstu þrjá menn af velli með rautt spjald: „Elvar fékk þungt högg á andlitið, Gísli er ágætur og ég er líka fínn. Ég sá höggið í mig koma þannig að ég náði að spenna á móti. Ég veit ekki af hverju þeir eru með þessi brot, viljandi. Maður er alla vega ekki vanur þessu í Evrópu. Þeir eru margir hverjir minni en við en mjög kvikir og spila allt öðruvísi kerfi en við spilum, svo þetta var allt annað en maður er vanur,“ sagði Viggó. Ísland er komið í milliriðils og mætir næst Sviss á miðvikudag, svo Frakklandi á föstudag og Noregi á sunnudag. Ísland tekur með sér stigin tvö gegn Alsír en Portúgal tekur með sér fjögur stig: „Ef maður horfir til baka þá hefðum við auðvitað viljað taka með okkur fjögur stig en því verður ekki breytt. En við verðum bara að átta okkur á því að það er allt opið. Ef að við vinnum okkar leiki þá förum við áfram. Að sama skapi er þetta alltaf sama tuggan. Við verðum að byrja á Svisslendingum og ef við vinnum þá er allt enn opið,“ sagði Viggó.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira