Óvænta stjarnan á HM fékk skilaboð frá Shaq Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2021 10:01 Gauthier Mvumbi skorar af línunni gegn Argentínu. Hann hefur slegið í gegn á HM í Egyptalandi. epa/Mohamed Abd El Ghany Kongómaðurinn Gauthier Mvumbi hefur vakið mikla athygli á HM í handbolta í Egyptalandi, svo mikla að hann fékk skilaboð frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi er ein óvæntasta stjarna heimsmeistaramótsins. Þessi 26 ára línumaður hefur staðið sig með mikilli prýði á mótinu, skorað átta mörk og er með 88,9 prósent skotnýtingu. Fyrir HM var Mvumbi lítt þekktur enda spilar hann í frönsku D-deildinni. Mvumbi er tröll að burðum þótt að á heimasíðu HM sé hann sagður vera 89 kíló. Honum hefur meðal annars verið líkt við annað heljarmenni, Shaquille O'Neal, og Mvumbi er farinn að kalla sig Shaq handboltans. Það virðist hafa borist til eyrna Shaq sem sendi Mvumbi skilaboð eftir fyrsta leik Kongó á HM gegn Argentínu. Línumaðurinn greindi frá þessu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @gauthiermvumbi Kongómenn eru nýliðar á HM og hafa tapað báðum leikjum sínum, 28-22 fyrir Argentínumönnum og 39-19 fyrir Dönum. Mvumbi ræddi við TV 2 í Danmörku eftir leikinn gegn heimsmeisturunum í fyrradag. „Þetta var einstök reynsla. Ég vildi að við hefðum veitt þeim meiri keppni en við gáfum allt í leikinn. Þeir eru heimsmeistarar svo við erum mjög stoltir,“ sagði Mvumbi. Mvumbi í leiknum gegn heimsmeisturum Dana.epa/Mohamed Abd El Ghany Hann segist njóta allrar athyglinnar sem hefur hann hefur fengið síðan HM hófst. „Þetta er einstök og brjáluð reynsla. Ég vildi að allir upplifðu þetta því heimsmeistaramótið er einstakt,“ sagði Mvumbi sem var að vonum glaður að fá baráttukveðju frá Shaq. „Það var stórkostlegt,“ sagði Mvumbi sem hefur lengi litið upp til körfuboltamannsins fyrrverandi sem varð fjórum sinnum NBA-meistari á ferlinum. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu mæta strákunum hans Halldórs Sigfússonar í Barein í dag í hreinum úrslitaleik um 3. sætið í D-riðli og þar af leiðandi sæti í milliriðli. HM 2021 í handbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Mvumbi er ein óvæntasta stjarna heimsmeistaramótsins. Þessi 26 ára línumaður hefur staðið sig með mikilli prýði á mótinu, skorað átta mörk og er með 88,9 prósent skotnýtingu. Fyrir HM var Mvumbi lítt þekktur enda spilar hann í frönsku D-deildinni. Mvumbi er tröll að burðum þótt að á heimasíðu HM sé hann sagður vera 89 kíló. Honum hefur meðal annars verið líkt við annað heljarmenni, Shaquille O'Neal, og Mvumbi er farinn að kalla sig Shaq handboltans. Það virðist hafa borist til eyrna Shaq sem sendi Mvumbi skilaboð eftir fyrsta leik Kongó á HM gegn Argentínu. Línumaðurinn greindi frá þessu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @gauthiermvumbi Kongómenn eru nýliðar á HM og hafa tapað báðum leikjum sínum, 28-22 fyrir Argentínumönnum og 39-19 fyrir Dönum. Mvumbi ræddi við TV 2 í Danmörku eftir leikinn gegn heimsmeisturunum í fyrradag. „Þetta var einstök reynsla. Ég vildi að við hefðum veitt þeim meiri keppni en við gáfum allt í leikinn. Þeir eru heimsmeistarar svo við erum mjög stoltir,“ sagði Mvumbi. Mvumbi í leiknum gegn heimsmeisturum Dana.epa/Mohamed Abd El Ghany Hann segist njóta allrar athyglinnar sem hefur hann hefur fengið síðan HM hófst. „Þetta er einstök og brjáluð reynsla. Ég vildi að allir upplifðu þetta því heimsmeistaramótið er einstakt,“ sagði Mvumbi sem var að vonum glaður að fá baráttukveðju frá Shaq. „Það var stórkostlegt,“ sagði Mvumbi sem hefur lengi litið upp til körfuboltamannsins fyrrverandi sem varð fjórum sinnum NBA-meistari á ferlinum. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu mæta strákunum hans Halldórs Sigfússonar í Barein í dag í hreinum úrslitaleik um 3. sætið í D-riðli og þar af leiðandi sæti í milliriðli.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira