Hefur áhrif á alla fjölskylduna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. janúar 2021 07:01 Salbjörg Bjarnadóttir segir að skólakerfið hér á landi mætti halda betur um systkini langveikra og fatlaðra barna, sem oft þurfi stuðning með heimanámið. Góðvild Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis hefur allan sinn starfsferil, 41 ár, unnið með fjölskyldum og börnum sem þurfa á aðstoð eða stuðningi að halda. Þar á meðal eru fjölskyldur langveikra og fatlaðra barna. „Ég hef komið víða við og þekki svolítið þennan málaflokk,“ segir Salbjörg í viðtali í þættinum Spjallið með Góðvild, sem birtist á Vísi í dag. Í starfi sínu í gegnum árin hefur Salbjörg unnið töluvert með systkinum langveikra barna. Hún segir að það sé í dag komin meiri vitundavakning á því hvað það hefur mikil áhrif þegar einn er veikur í fjölskyldu. Þó sé margt sem hægt sé að bæta, til dæmis innan skólakerfisins. „Það hefur áhrif á alla fjölskylduna. Það er ýmislegt í boði en það er brotakennt. Það fer svolítið eftir því hver á í hlut. Sumir eru mjög uppteknir af því að vinna með systkinum, sem gott og mjög nauðsynlegt. Á meðan aðrir eru bara að horfa á langveika barnið eða þann sem er veikur í fjölskyldunni.“ Klippa: Spjallið með Góðvild - Salborg Bjarnadóttir Systkinin á bið Salbjörg segir að í þessum tilfellum þurfi að vinna með foreldrana og þeirra tilfinningarússíbana og eins systkinin sem séu oft eins og þau séu á bið vegna aðstæðnanna. „Þau eru á bið af því að barnið eða systkinið er veikt og það er bið af því að barnið er á spítala eða er veikt heima. Sum systkini hafa sagt, „Þetta er svo skrítið, ég á bara að vera í góðu formi af því að ég er „í lagi“ en mér líður samt ekkert alltaf þannig.“ Þetta er svona höfnunartilfinning.“ Hún segir að á unglingsárunum þá verði þetta oft ástar/haturs samband við systkinið. „Við þurfum einhvern veginn að hjálpa börnum að tala um það að það er í lagi að vera með allavegana tilfinningar. Við þurfum bara að vinna með þeim og fá pabba og mömmu í lið og líka skólakerfið.“ Salbjörg Bjarnadóttir hefur meðal annars starfað fyrir Embætti landlæknis, á geðdeild Landspítala, við barnavernd og víðar með fjölskyldum hér á landi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Stuðningur við heimanám fyrir alla Salbjörg segir að barn sem getur ekki verið í skólanum vegna veikinda þurfi stuðning og foreldrarnir þurfi líka stuðning til að hjálpa þeim og kenna þeim. Þar með sé það þó ekki upptalið. „Systkinin þurfa líka stuðning vegna þess að oft er það þannig að mamma og pabbi eru oft ótrúlega upptekin af því að koma áfram barninu sem er veikt.“ Þessi börn reyni að vera dugleg og jafnvel finnst að þau eigi að vera dugleg vegna aðstæðnanna, en þurfa oft aðstoð eins og með heimanám og annað. „Þess vegna held ég að við ættum að setja meiri kraft í stuðning við heimanám fyrir alla krakka.“ Salbjörg bendir á að fyrir þrjátíu árum hefði ekki næstum því öllum þessum börnum verið bjargað, sem er bjargað í dag við fæðingu. Því sé þetta stærri hópur fjölskyldna og það þurfi að setja inn markvissan stuðning frá degi eitt. Ákveðinn hópur samfélagsisn fái góða þjónustu en alls ekki allir og það þyrfti að laga. „Maður myndi vilja sjá geðheilsustöð frá vöggu til grafar.“ Í viðtalinu ræðir hún einnig um mikilvægi þess að passa upp á stuðning við hjón, þar sem skilnaðartíðnin í hópi foreldra langveikra og fatlaðra barna er mikill. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Spjallið með Góðvild Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Við vitum ekki hvað við fáum að hafa hann lengi“ Til þess að geta verið á vinnumarkaði þurfa Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir og maðurinn hennar að treysta á að vera með skilningsríka yfirmenn. Sem foreldrar langveiks barns geta þau ekki verið í fullu starfi og eru því bæði kennarar í skertu hlutfalli. 12. janúar 2021 09:28 „Ég veit ekki ennþá hvernig ég komst í gegnum þetta“ Eygló Guðmundsdóttir eignaðist þrjú börn á innan við fimm árum á meðan hún var í námi. Yngsta barnið, Benjamín, greindist nokkurra vikna gamall með krabbamein og lést aðeins 12 ára að aldri. 5. janúar 2021 11:00 Hægt að spara fjármuni með því að gera þetta betur „Þetta er eiginlega góð saga um það hvernig það að hlusta, og samtalið getur leitt af sér,“ segir Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins. Hann setti á árinu af stað vinnu og lagði fram þingsályktunartillögu, sem snýr að bættri þjónustu fyrir langveika og fatlaða og þeirra aðstandendur. 29. desember 2020 08:00 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
„Ég hef komið víða við og þekki svolítið þennan málaflokk,“ segir Salbjörg í viðtali í þættinum Spjallið með Góðvild, sem birtist á Vísi í dag. Í starfi sínu í gegnum árin hefur Salbjörg unnið töluvert með systkinum langveikra barna. Hún segir að það sé í dag komin meiri vitundavakning á því hvað það hefur mikil áhrif þegar einn er veikur í fjölskyldu. Þó sé margt sem hægt sé að bæta, til dæmis innan skólakerfisins. „Það hefur áhrif á alla fjölskylduna. Það er ýmislegt í boði en það er brotakennt. Það fer svolítið eftir því hver á í hlut. Sumir eru mjög uppteknir af því að vinna með systkinum, sem gott og mjög nauðsynlegt. Á meðan aðrir eru bara að horfa á langveika barnið eða þann sem er veikur í fjölskyldunni.“ Klippa: Spjallið með Góðvild - Salborg Bjarnadóttir Systkinin á bið Salbjörg segir að í þessum tilfellum þurfi að vinna með foreldrana og þeirra tilfinningarússíbana og eins systkinin sem séu oft eins og þau séu á bið vegna aðstæðnanna. „Þau eru á bið af því að barnið eða systkinið er veikt og það er bið af því að barnið er á spítala eða er veikt heima. Sum systkini hafa sagt, „Þetta er svo skrítið, ég á bara að vera í góðu formi af því að ég er „í lagi“ en mér líður samt ekkert alltaf þannig.“ Þetta er svona höfnunartilfinning.“ Hún segir að á unglingsárunum þá verði þetta oft ástar/haturs samband við systkinið. „Við þurfum einhvern veginn að hjálpa börnum að tala um það að það er í lagi að vera með allavegana tilfinningar. Við þurfum bara að vinna með þeim og fá pabba og mömmu í lið og líka skólakerfið.“ Salbjörg Bjarnadóttir hefur meðal annars starfað fyrir Embætti landlæknis, á geðdeild Landspítala, við barnavernd og víðar með fjölskyldum hér á landi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Stuðningur við heimanám fyrir alla Salbjörg segir að barn sem getur ekki verið í skólanum vegna veikinda þurfi stuðning og foreldrarnir þurfi líka stuðning til að hjálpa þeim og kenna þeim. Þar með sé það þó ekki upptalið. „Systkinin þurfa líka stuðning vegna þess að oft er það þannig að mamma og pabbi eru oft ótrúlega upptekin af því að koma áfram barninu sem er veikt.“ Þessi börn reyni að vera dugleg og jafnvel finnst að þau eigi að vera dugleg vegna aðstæðnanna, en þurfa oft aðstoð eins og með heimanám og annað. „Þess vegna held ég að við ættum að setja meiri kraft í stuðning við heimanám fyrir alla krakka.“ Salbjörg bendir á að fyrir þrjátíu árum hefði ekki næstum því öllum þessum börnum verið bjargað, sem er bjargað í dag við fæðingu. Því sé þetta stærri hópur fjölskyldna og það þurfi að setja inn markvissan stuðning frá degi eitt. Ákveðinn hópur samfélagsisn fái góða þjónustu en alls ekki allir og það þyrfti að laga. „Maður myndi vilja sjá geðheilsustöð frá vöggu til grafar.“ Í viðtalinu ræðir hún einnig um mikilvægi þess að passa upp á stuðning við hjón, þar sem skilnaðartíðnin í hópi foreldra langveikra og fatlaðra barna er mikill. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Spjallið með Góðvild Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Við vitum ekki hvað við fáum að hafa hann lengi“ Til þess að geta verið á vinnumarkaði þurfa Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir og maðurinn hennar að treysta á að vera með skilningsríka yfirmenn. Sem foreldrar langveiks barns geta þau ekki verið í fullu starfi og eru því bæði kennarar í skertu hlutfalli. 12. janúar 2021 09:28 „Ég veit ekki ennþá hvernig ég komst í gegnum þetta“ Eygló Guðmundsdóttir eignaðist þrjú börn á innan við fimm árum á meðan hún var í námi. Yngsta barnið, Benjamín, greindist nokkurra vikna gamall með krabbamein og lést aðeins 12 ára að aldri. 5. janúar 2021 11:00 Hægt að spara fjármuni með því að gera þetta betur „Þetta er eiginlega góð saga um það hvernig það að hlusta, og samtalið getur leitt af sér,“ segir Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins. Hann setti á árinu af stað vinnu og lagði fram þingsályktunartillögu, sem snýr að bættri þjónustu fyrir langveika og fatlaða og þeirra aðstandendur. 29. desember 2020 08:00 Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
„Við vitum ekki hvað við fáum að hafa hann lengi“ Til þess að geta verið á vinnumarkaði þurfa Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir og maðurinn hennar að treysta á að vera með skilningsríka yfirmenn. Sem foreldrar langveiks barns geta þau ekki verið í fullu starfi og eru því bæði kennarar í skertu hlutfalli. 12. janúar 2021 09:28
„Ég veit ekki ennþá hvernig ég komst í gegnum þetta“ Eygló Guðmundsdóttir eignaðist þrjú börn á innan við fimm árum á meðan hún var í námi. Yngsta barnið, Benjamín, greindist nokkurra vikna gamall með krabbamein og lést aðeins 12 ára að aldri. 5. janúar 2021 11:00
Hægt að spara fjármuni með því að gera þetta betur „Þetta er eiginlega góð saga um það hvernig það að hlusta, og samtalið getur leitt af sér,“ segir Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins. Hann setti á árinu af stað vinnu og lagði fram þingsályktunartillögu, sem snýr að bættri þjónustu fyrir langveika og fatlaða og þeirra aðstandendur. 29. desember 2020 08:00