Vilja meira af grænmeti í skólamötuneyti landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2021 13:13 Samtök grænkera vilja sjá meira af grænmeti á boðstólum í mötuneytum í leik- og grunnskólum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtök grænkera á Íslandi hafa sent öllum sveitarfélögum landsins, ásamt leik og grunnskólum áskorun um aukið framboð grænkerafæðis í skólum. Samtökin segja grænkerafæði fullnægjandi mat, ekki þurfi neinar dýraafurðir í matinn. Þá sé grænkerafæði hluti af baráttunni við loftlagsvána. Veganúar, árverkniátak Samtaka grænkera á Íslandi stendur nú yfir. Af því tilefni sendu samtökin áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins og til sveitarfélaga þar sem hvatt er til aukins framboðs á grænkerafæði í skólum. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi. „Í fyrsta lagi viljum við sjá að framboðið verði meira fyrir þau börn, sem kjósa grænkerafæði og svo er ýmislegur ávinningur af því að neyta grænkerafæðis eins og t.d. heilsulegur og fyrir loftlagsmálin.“ Fyrir þá sem ekki vita, grænkerafæði, hvað er það? „Það þýðir bara í raun og veru matvæli án allra dýraafurða. Þá er bara verið að horfa til þess að það væri verið að nota meira grænmeti og baunir og slíkt í mataræðið,“ segir Vigdís Fríða. Vigdís Fríða vekur athygli á því að landlæknir hefur gefið út að Íslendingar borði allt of mikið kjöt og hefur hvatt fólk til að auka grænmetisfæði í mataræðinu og svo hafi það sýnt sig að þetta sé mjög umhverfisvænt fæði til að neyta. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, sem er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi.Aðsend En hvað segir hún við þá bændur sem eru að framleiða kjöt, á að hætta því? „Ég held að það viti það allir að framtíðin er með minna af kjötvörum. Við erum ekkert beinlínis að ógna bændum með þessu, við í Samtökum grænkera höfum til dæmis unnið mjög mikið með grænmetisbændum á Íslandi.“ Vigdís Fríða segir að forsvarsmenn leik og grunnskóla landsins, auk sveitarfélaga hafi tekið mjög jákvætt í erindi samtakanna um að auka framboð á grænmeti og grænmetismáltíðum í skólamötuneytum. Grænmetisréttir Landbúnaður Reykjavík Vegan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Veganúar, árverkniátak Samtaka grænkera á Íslandi stendur nú yfir. Af því tilefni sendu samtökin áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins og til sveitarfélaga þar sem hvatt er til aukins framboðs á grænkerafæði í skólum. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi. „Í fyrsta lagi viljum við sjá að framboðið verði meira fyrir þau börn, sem kjósa grænkerafæði og svo er ýmislegur ávinningur af því að neyta grænkerafæðis eins og t.d. heilsulegur og fyrir loftlagsmálin.“ Fyrir þá sem ekki vita, grænkerafæði, hvað er það? „Það þýðir bara í raun og veru matvæli án allra dýraafurða. Þá er bara verið að horfa til þess að það væri verið að nota meira grænmeti og baunir og slíkt í mataræðið,“ segir Vigdís Fríða. Vigdís Fríða vekur athygli á því að landlæknir hefur gefið út að Íslendingar borði allt of mikið kjöt og hefur hvatt fólk til að auka grænmetisfæði í mataræðinu og svo hafi það sýnt sig að þetta sé mjög umhverfisvænt fæði til að neyta. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, sem er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi.Aðsend En hvað segir hún við þá bændur sem eru að framleiða kjöt, á að hætta því? „Ég held að það viti það allir að framtíðin er með minna af kjötvörum. Við erum ekkert beinlínis að ógna bændum með þessu, við í Samtökum grænkera höfum til dæmis unnið mjög mikið með grænmetisbændum á Íslandi.“ Vigdís Fríða segir að forsvarsmenn leik og grunnskóla landsins, auk sveitarfélaga hafi tekið mjög jákvætt í erindi samtakanna um að auka framboð á grænmeti og grænmetismáltíðum í skólamötuneytum.
Grænmetisréttir Landbúnaður Reykjavík Vegan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira