„Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2021 11:46 Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vísir/EPA Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður og nú spekingur Seinni bylgjunnar, segir að leikmenn Alsír taki upp á alls kyns brögðum til þess að koma hinu liðinu úr jafnvægi. Ísland mætir Alsír í dag á HM í Egyptalandi. Alsír hafði betur með einu marki fyrir Marokkó á meðan Ísland tapaði fyrir Portúgal. Stigin í dag eru því ansi mikilvæg og rætt var um leikinn í dag, í hlaðvarpinu Sportið í dag á föstudaginn. „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir. Þetta er annað tempó og þeir gera öðruvísi hluti. Það kemur stundum bara eitthvað fautabrot sem þú ert bara: Hvað ertu að gera við mig? Þetta tíðkast ekki hjá okkur. Þú veist ekkert hvað er að gerast,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er gegnum gangandi í leiknum hjá þeim. Sóknarleikurinn er oft að mér finnst óskynsamlegur. Stundum dettur allt með þeim og það sem maður er hræddur við er að þeir eru snöggir og líkamlega sterkir, hvort að við séum að fara vinna maður á mann.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, segir að það sé mikilvægt að fá alvöru markvörslu og auðveld mörk í dag. „Lykillinn gegn Alsír er fyrst og fremst varnarleikur og hraðaupphlaup. Ég held að það sé algjör lykill á móti Alsír. Þú þarft að fá markvörslu. Ef við náum að stilla upp á teig á móti þeim þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ „Þú verður að spila góða vörn og fá auðveldu mörkin til að brjóta þá á bak aftur. Ef að það tekst ekki og þú ert í jöfnum leik í kannski fjörutíu mínútur, þá eru þeir stórhættulegir,“ sagði Gaupi. Ásgeir Örn tók aftur við. „Það eru bara tvö stig sem skipta máli og þú verður að klára þetta. Þú verður að hafa þetta hugarfar allan leikinn. Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum og þú ert bara svo hissa að þú finnur ekki fyrir því,“ sagði Ásgeir Örn. Umræðuna má heyra eftir tuttugu og fimm mínútur. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00 Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Alsír hafði betur með einu marki fyrir Marokkó á meðan Ísland tapaði fyrir Portúgal. Stigin í dag eru því ansi mikilvæg og rætt var um leikinn í dag, í hlaðvarpinu Sportið í dag á föstudaginn. „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir. Þetta er annað tempó og þeir gera öðruvísi hluti. Það kemur stundum bara eitthvað fautabrot sem þú ert bara: Hvað ertu að gera við mig? Þetta tíðkast ekki hjá okkur. Þú veist ekkert hvað er að gerast,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er gegnum gangandi í leiknum hjá þeim. Sóknarleikurinn er oft að mér finnst óskynsamlegur. Stundum dettur allt með þeim og það sem maður er hræddur við er að þeir eru snöggir og líkamlega sterkir, hvort að við séum að fara vinna maður á mann.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, segir að það sé mikilvægt að fá alvöru markvörslu og auðveld mörk í dag. „Lykillinn gegn Alsír er fyrst og fremst varnarleikur og hraðaupphlaup. Ég held að það sé algjör lykill á móti Alsír. Þú þarft að fá markvörslu. Ef við náum að stilla upp á teig á móti þeim þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ „Þú verður að spila góða vörn og fá auðveldu mörkin til að brjóta þá á bak aftur. Ef að það tekst ekki og þú ert í jöfnum leik í kannski fjörutíu mínútur, þá eru þeir stórhættulegir,“ sagði Gaupi. Ásgeir Örn tók aftur við. „Það eru bara tvö stig sem skipta máli og þú verður að klára þetta. Þú verður að hafa þetta hugarfar allan leikinn. Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum og þú ert bara svo hissa að þú finnur ekki fyrir því,“ sagði Ásgeir Örn. Umræðuna má heyra eftir tuttugu og fimm mínútur.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00 Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00
Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02