Páll svarar sögusögnum um bólusetningar stjórnenda á Landspítalanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2021 13:59 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Vísir/vilhelm Forstjóri Landspítala, framkvæmdastjórn eða aðrir stjórnendur spítalans hafa ekki verið bólusettir gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar forstjóra í dag, þar sem hann svarar sögusögnum um bólusetningu stjórnendateymisins. Páll fer um víðan völl í forstjórapistli dagsins. Hann segir viðbrögð starfsfólks Landspítalans við tveimur kórónuveirusmitum hjá sjúklingum í vikunni hafa verið fumlaus; annað greindist á hjartadeild og hitt á blóð- og krabbameinslækningadeild. „Í fyrra tilvikinu reyndist um eldra smit að ræða sem greindist við útskrift sjúklings en í hinu síðara fannst fyrir árverkni starfsfólks virkt smit hjá sjúklingi sem lagst hafði inn deginum áður, eftir að hafa fengið þjónustu á annarri heilbrigðisstofnun. […] Snör vinnubrögð þrautþjálfaðra starfsmanna spítalans og öflugar sýkingarvarnir þeirra fyrir og eftir þessa alvarlegu atburði skiptu sköpum. Frekari smit hafa ekki greinst en viðbrögðin voru hárrétt og viðeigandi,“ segir Páll. Verða öll að virða forgangsröðun Þá fjallar Páll um bólusetningarmál innan spítalans. Hann, auk fulltrúa farsóttarnefndar, hafi fengið fjölmargar rökstuddar óskir um að ákveðnir hópar innan spítalans þurfi að ganga fyrir öðrum í bólusetningu. „Þótt ég hafi fullan skilning á því að stjórnendur beri hag starfsfólks síns sér fyrir brjósti og vilji verja sem best þá þjónustu sem veitt er og þótt ég skilji vel að fólk óttist það að sýkjast þá verðum við öll að virða forgangsröðun sem sett hefur verið fram. Eftir því sem bóluefni berst til landsins þá verða landsmenn bólusettir og þar er fylgt þeirri forgangsröðun sem liggur fyrir,“ segir Páll. Sama gildir um Jón og séra Jón Þá víkur hann að sögusögnum um að stjórnendur Landspítalans hafi fengið bólusetningu við Covid en vikið var að umræddum sögusögnum á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í gær. Páll segir það sama gilda „fyrir Jón og séra Jón“ varðandi bólusetningar. „[…] og ég vil sérstaklega taka fram, vegna sögusagna um annað, að forstjóri og framkvæmdastjórn eða aðrir stjórnendur spítalans hafa ekki verið bólusettir fyrir COVID-19,“ segir Páll. „Undantekningar frá þessu eru auðvitað þær ef fólk sinnir einnig beinum sjúklingasamskiptum í framlínu og tilheyrir þannig þegar skilgreindum forgangshópum. Við hin bíðum róleg þar til að okkur kemur, í þeirri vissu að framar okkur í röðinni er sannarlega fólk sem þarf meira á bólusetningu að halda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44 Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. 15. janúar 2021 10:52 „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Páll fer um víðan völl í forstjórapistli dagsins. Hann segir viðbrögð starfsfólks Landspítalans við tveimur kórónuveirusmitum hjá sjúklingum í vikunni hafa verið fumlaus; annað greindist á hjartadeild og hitt á blóð- og krabbameinslækningadeild. „Í fyrra tilvikinu reyndist um eldra smit að ræða sem greindist við útskrift sjúklings en í hinu síðara fannst fyrir árverkni starfsfólks virkt smit hjá sjúklingi sem lagst hafði inn deginum áður, eftir að hafa fengið þjónustu á annarri heilbrigðisstofnun. […] Snör vinnubrögð þrautþjálfaðra starfsmanna spítalans og öflugar sýkingarvarnir þeirra fyrir og eftir þessa alvarlegu atburði skiptu sköpum. Frekari smit hafa ekki greinst en viðbrögðin voru hárrétt og viðeigandi,“ segir Páll. Verða öll að virða forgangsröðun Þá fjallar Páll um bólusetningarmál innan spítalans. Hann, auk fulltrúa farsóttarnefndar, hafi fengið fjölmargar rökstuddar óskir um að ákveðnir hópar innan spítalans þurfi að ganga fyrir öðrum í bólusetningu. „Þótt ég hafi fullan skilning á því að stjórnendur beri hag starfsfólks síns sér fyrir brjósti og vilji verja sem best þá þjónustu sem veitt er og þótt ég skilji vel að fólk óttist það að sýkjast þá verðum við öll að virða forgangsröðun sem sett hefur verið fram. Eftir því sem bóluefni berst til landsins þá verða landsmenn bólusettir og þar er fylgt þeirri forgangsröðun sem liggur fyrir,“ segir Páll. Sama gildir um Jón og séra Jón Þá víkur hann að sögusögnum um að stjórnendur Landspítalans hafi fengið bólusetningu við Covid en vikið var að umræddum sögusögnum á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í gær. Páll segir það sama gilda „fyrir Jón og séra Jón“ varðandi bólusetningar. „[…] og ég vil sérstaklega taka fram, vegna sögusagna um annað, að forstjóri og framkvæmdastjórn eða aðrir stjórnendur spítalans hafa ekki verið bólusettir fyrir COVID-19,“ segir Páll. „Undantekningar frá þessu eru auðvitað þær ef fólk sinnir einnig beinum sjúklingasamskiptum í framlínu og tilheyrir þannig þegar skilgreindum forgangshópum. Við hin bíðum róleg þar til að okkur kemur, í þeirri vissu að framar okkur í röðinni er sannarlega fólk sem þarf meira á bólusetningu að halda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44 Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. 15. janúar 2021 10:52 „Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. 15. janúar 2021 11:44
Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. 15. janúar 2021 10:52
„Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar. 15. janúar 2021 08:20