Einkunnir strákanna okkar á móti Portúgal: Bjarki og Ýmir bestir í kvöld Íþróttadeild skrifar 14. janúar 2021 22:11 Ýmir Örn Gíslason reynir að stoppa Miguel Martins sem var íslenska liðinu mjög erfiður í seinni hálfleiknum í kvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi / POOL Vísir fór eins og vanalega yfir frammistöðu íslensku strákanna í leiknum í kvöld. Íslenska handboltalandsliðið þurfti að sætta sig við tveggja marka tap á móti Portúgal í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Sóknarleikur íslenska liðsins fær ekki háa einkunn í kvöld því mikið var um mistök og lítill taktur í sóknum liðsins. Liðið bætti aðeins nýtingu sína í seinni hálfleiknum en þarf að gera miklu betur í næstu leikjum. Íslenska liðið spilaði mjög góða vörn stóra hluta leiksins en hún fór niður á sama plan og sóknarleikurinn á slæmum upphafsmínútum í seinni hálfleik þegar íslenska liðið fór langt með að kasta leiknum frá sér. Markvarslan var hvergi sjáanleg fyrr en þegar liðið var komið fimm mörkum undir í seinni hálfleiknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Bjarki Már Elísson og Ýmir Örn Gíslason voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati Íþróttadeildarinnar en Sigvaldi Guðjónsson fær líka fjóra í einkunn eins og þeir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Portúgal: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3 (10 varin skot- 34:00 mín.) Fann engan takt í byrjun leiksins en náði að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik. Ísland þarf betra framlag frá markvörðum liðsins. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4 (6/4 mörk - 57:43 mín.) Heilt yfir góður leikur. Með ágæta nýtingu en virkar á stundum kærulaus. Líklega einn besti leikmaður Íslands í þessum leik. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (3 mörk - 48:49 mín.) Byrjaði leikinn af miklum krafti í sókninni. Dróg af honum þegar leið á leikinn og skorti kraft á lokakaflanum. Varnarleikurinn hnökralaus. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 7:57 mín.) Byrjaði leikinn en það er öllum ljóst sem horfa að Janus gengur ekki heill til skógar. Honum er enginn greiði gerður með að spila. Alexander Petersson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 28:37 mín.) Frábær í varnarleiknum en honum voru mislagðar hendur í sóknarleiknum ekki síst í upphafi leiks. Kannski er aldurinn farinn að trufla. Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 2 (0 mörk - 30:00 mín.) Kom ekki mikið við sögu í sóknarleiknum en nýtti krafta sína í að hverja menn áfram. Hápunkturinn var kannski þegar hann fiskaði einn ruðning. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3 (1 mark - 32:49 mín.) Í vörninni hefur Arnar tekið framförum eftir að hann fór til Þýskalands. Skilar litlu í sóknarleiknum en honum til vorkunnar þá fær hann ekki þá þjónustu sem hann þarf. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 4 (1 mark, 7 stopp - 40:18 mín.) Langbesti varnarmaður íslenska liðsins. Baráttujaxl af gamla skólanum. Þarf að fá fleiri tækifæri í sókninni. Fékk tvo brottrekstra snemma leiks en spilaði mjög skynsamlega út leikinn. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (3/1 varin skot- 22:34 mín.) Er ungur að árum og náði sér ekki á strik á stóra sviðinu. Þarf að fá meira traust og spila næstu leiki. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (4 mörk - 29:08 mín.) Kom inn í seinni hálfleiknum og skilaði sínu frábærlega. Klikkaði á einu færi. Vandséð hver eigi að hirða af honum fast sæti í byrjunarliðinu. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (2 mörk - 28:33 mín.) Fann lítinn takt í sínum leik. Gerir laglega hluti en virkar hægur og auðvitað háir hæðin Ómari. Er ekki sami maður með íslenska landsliðinu og hann er hjá Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 19:34 mín.) Kom með mikla orku inn í sóknarleik íslenska liðsins. Var árásargjarn og bjó til hluti. Hins vegar er áhyggjuefni að hann virðist ekki geta skotið utan af velli. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 6:21 mín.) Átti afleitan dag. Hefur heillað með frammistöðu sinni í mörgum leikjum en var sanna sagna út á túni í Kaíró í kvöld. Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 9:54 mín.) Ólafur verður ekki sakaður um að skila ekki sínu. Virðist líða fyrir það að hann nýtur ekki trausts hjá þjálfaranum. Hefði mátt spila meira. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (0 mörk - 23:42 mín.) Elliði sló í gegn í leiknum á Ásvöllum. Hann var köflóttur á stóra sviðinu í sínum fyrsta leik á stórmóti. Framtíðarmaður. Oddur Grétarsson, vinstra horn - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Guðmundur hefur masterað varnarleikinn eins og honum einum er lagið. En sóknarleikurinn sem liðið bauð upp á fær falleinkunn. Hafa ber í huga að Guðmundi er vorkunn en íslenska liðið getur ekki skotið af níu metrum. Þá er markvarslan vandamál. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2021 í handbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið þurfti að sætta sig við tveggja marka tap á móti Portúgal í fyrsta leik sínum í F-riðli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Sóknarleikur íslenska liðsins fær ekki háa einkunn í kvöld því mikið var um mistök og lítill taktur í sóknum liðsins. Liðið bætti aðeins nýtingu sína í seinni hálfleiknum en þarf að gera miklu betur í næstu leikjum. Íslenska liðið spilaði mjög góða vörn stóra hluta leiksins en hún fór niður á sama plan og sóknarleikurinn á slæmum upphafsmínútum í seinni hálfleik þegar íslenska liðið fór langt með að kasta leiknum frá sér. Markvarslan var hvergi sjáanleg fyrr en þegar liðið var komið fimm mörkum undir í seinni hálfleiknum. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Bjarki Már Elísson og Ýmir Örn Gíslason voru bestu leikmenn íslenska liðsins í kvöld að mati Íþróttadeildarinnar en Sigvaldi Guðjónsson fær líka fjóra í einkunn eins og þeir. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Portúgal: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 3 (10 varin skot- 34:00 mín.) Fann engan takt í byrjun leiksins en náði að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik. Ísland þarf betra framlag frá markvörðum liðsins. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 4 (6/4 mörk - 57:43 mín.) Heilt yfir góður leikur. Með ágæta nýtingu en virkar á stundum kærulaus. Líklega einn besti leikmaður Íslands í þessum leik. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (3 mörk - 48:49 mín.) Byrjaði leikinn af miklum krafti í sókninni. Dróg af honum þegar leið á leikinn og skorti kraft á lokakaflanum. Varnarleikurinn hnökralaus. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (0 mörk - 7:57 mín.) Byrjaði leikinn en það er öllum ljóst sem horfa að Janus gengur ekki heill til skógar. Honum er enginn greiði gerður með að spila. Alexander Petersson, hægri skytta - 3 (2 mörk - 28:37 mín.) Frábær í varnarleiknum en honum voru mislagðar hendur í sóknarleiknum ekki síst í upphafi leiks. Kannski er aldurinn farinn að trufla. Arnór Þór Gunnarsson, hægra horn - 2 (0 mörk - 30:00 mín.) Kom ekki mikið við sögu í sóknarleiknum en nýtti krafta sína í að hverja menn áfram. Hápunkturinn var kannski þegar hann fiskaði einn ruðning. Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3 (1 mark - 32:49 mín.) Í vörninni hefur Arnar tekið framförum eftir að hann fór til Þýskalands. Skilar litlu í sóknarleiknum en honum til vorkunnar þá fær hann ekki þá þjónustu sem hann þarf. Ýmir Örn Gíslason, vörn - 4 (1 mark, 7 stopp - 40:18 mín.) Langbesti varnarmaður íslenska liðsins. Baráttujaxl af gamla skólanum. Þarf að fá fleiri tækifæri í sókninni. Fékk tvo brottrekstra snemma leiks en spilaði mjög skynsamlega út leikinn. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 2 (3/1 varin skot- 22:34 mín.) Er ungur að árum og náði sér ekki á strik á stóra sviðinu. Þarf að fá meira traust og spila næstu leiki. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4 (4 mörk - 29:08 mín.) Kom inn í seinni hálfleiknum og skilaði sínu frábærlega. Klikkaði á einu færi. Vandséð hver eigi að hirða af honum fast sæti í byrjunarliðinu. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (2 mörk - 28:33 mín.) Fann lítinn takt í sínum leik. Gerir laglega hluti en virkar hægur og auðvitað háir hæðin Ómari. Er ekki sami maður með íslenska landsliðinu og hann er hjá Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 3 (2 mörk - 19:34 mín.) Kom með mikla orku inn í sóknarleik íslenska liðsins. Var árásargjarn og bjó til hluti. Hins vegar er áhyggjuefni að hann virðist ekki geta skotið utan af velli. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 6:21 mín.) Átti afleitan dag. Hefur heillað með frammistöðu sinni í mörgum leikjum en var sanna sagna út á túni í Kaíró í kvöld. Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 9:54 mín.) Ólafur verður ekki sakaður um að skila ekki sínu. Virðist líða fyrir það að hann nýtur ekki trausts hjá þjálfaranum. Hefði mátt spila meira. Elliði Snær Viðarsson, lína - 3 (0 mörk - 23:42 mín.) Elliði sló í gegn í leiknum á Ásvöllum. Hann var köflóttur á stóra sviðinu í sínum fyrsta leik á stórmóti. Framtíðarmaður. Oddur Grétarsson, vinstra horn - spilaði ekkert Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 3 Guðmundur hefur masterað varnarleikinn eins og honum einum er lagið. En sóknarleikurinn sem liðið bauð upp á fær falleinkunn. Hafa ber í huga að Guðmundi er vorkunn en íslenska liðið getur ekki skotið af níu metrum. Þá er markvarslan vandamál. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2021 í handbolta Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira