Fá góðan liðsstyrk fyrir slaginn við Ísland í kvöld og horfa til verðlaunasætis Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 13:11 Alfredo Quintana, markvörður Portúgals, segir liðið ætla sér langt á HM. Bjarki Már Elísson og félagar í íslenska landsliðinu eru fyrsta hindrunin. vísir/Hulda Margrét Portúgalar hafa styrkst fyrir átökin við Íslendinga í kvöld á HM í Egyptalandi því þeir munu geta teflt fram hinum reynslumikla Gilberto Duarte, fyrrverandi leikmanni Barcelona. Duarte missti af leikjunum við Ísland í undankeppni EM vegna meiðsla en Paulo Pereira staðfesti á blaðamannafundi í gær að skyttan yrði með í kvöld. „Gilberto er loksins kominn aftur og við verðum með hann í hópnum. Hann bætir miklu við okkar leik, sérstaklega í vörninni,“ sagði Pereira. Í viðtali við portúgalska blaðið Record fyrir mótið sagði Pereira að Portúgal gæti alveg stefnt að verðlaunum á HM, eftir að hafa lent í 6. sæti á EM í fyrra. Fram að því höfðu Portúgalar þó ekki verið á stórmóti í 14 ár. Gilberto Duarte var leikmaður Barcelona áður en hann fór til Montpellier í Frakklandi 2019.Getty/Marius Becker „Það er enginn svakalegur munur á 10. og 1. sæti. Bilið er alltaf að minnka á milli liðanna svo þetta verður mjög jafnt. Markmið geta hjálpað manni að komast lengra í stað þess að dragast aftur úr. Við höfum metnað til að komast á toppinn,“ sagði Pereira. Miklar væntingar hjá Portúgölum Leikmenn hans, fyrirliðinn Rui Silva, markvörðurinn Alfredo Quintana og línumaðurinn Luís Frade, tóku í sama streng. „Með sigri á Íslandi er liðið á góðri leið með að skrá nýjan kafla í sögubækur sínar í Egyptalandi. Þetta er snúinn leikur en hópurinn er fullur af sjálfstrausti og metnaði,“ sagði Silva og bætti við að 32-23 tapið gegn Ísland á Ásvöllum á sunnudag breytti engu þar um. „Við ætlum okkur að ná eins langt og hægt er, rétt eins og á EM í fyrra,“ sagði Quintana sem var Íslendingum erfiður þegar Portúgal vann 26-24 sigur í síðustu viku. Frade, sem er liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, segir leikinn við Ísland algjöran lykilleik: „Væntingarnar eru miklar fyrir HM og við munum taka einn leik fyrir í einu.“ HM 2021 í handbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira
Duarte missti af leikjunum við Ísland í undankeppni EM vegna meiðsla en Paulo Pereira staðfesti á blaðamannafundi í gær að skyttan yrði með í kvöld. „Gilberto er loksins kominn aftur og við verðum með hann í hópnum. Hann bætir miklu við okkar leik, sérstaklega í vörninni,“ sagði Pereira. Í viðtali við portúgalska blaðið Record fyrir mótið sagði Pereira að Portúgal gæti alveg stefnt að verðlaunum á HM, eftir að hafa lent í 6. sæti á EM í fyrra. Fram að því höfðu Portúgalar þó ekki verið á stórmóti í 14 ár. Gilberto Duarte var leikmaður Barcelona áður en hann fór til Montpellier í Frakklandi 2019.Getty/Marius Becker „Það er enginn svakalegur munur á 10. og 1. sæti. Bilið er alltaf að minnka á milli liðanna svo þetta verður mjög jafnt. Markmið geta hjálpað manni að komast lengra í stað þess að dragast aftur úr. Við höfum metnað til að komast á toppinn,“ sagði Pereira. Miklar væntingar hjá Portúgölum Leikmenn hans, fyrirliðinn Rui Silva, markvörðurinn Alfredo Quintana og línumaðurinn Luís Frade, tóku í sama streng. „Með sigri á Íslandi er liðið á góðri leið með að skrá nýjan kafla í sögubækur sínar í Egyptalandi. Þetta er snúinn leikur en hópurinn er fullur af sjálfstrausti og metnaði,“ sagði Silva og bætti við að 32-23 tapið gegn Ísland á Ásvöllum á sunnudag breytti engu þar um. „Við ætlum okkur að ná eins langt og hægt er, rétt eins og á EM í fyrra,“ sagði Quintana sem var Íslendingum erfiður þegar Portúgal vann 26-24 sigur í síðustu viku. Frade, sem er liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, segir leikinn við Ísland algjöran lykilleik: „Væntingarnar eru miklar fyrir HM og við munum taka einn leik fyrir í einu.“
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Sjá meira