Á annan tug smita í hópi sem ætlaði alls ekki í sýnatöku á flugvellinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2021 11:35 Sigurgeir Sigmundsson var gagnrýninn á viðbrögð ráðherra við tillögum sóttvarnalæknis. Vísir/Vilhelm Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar Lögreglustjórans á Suðurnesjum, segir óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Dæmi er um fjörutíu manna hóp sem hafnaði sýnatöku en svo reyndust á annan tug smitaðir af Covid-19. Þetta kom fram í máli Sigurgeirs á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Sigurgeir, sem stýrt hefur aðgerðum á Keflavíkurflugvelli, til þess að Þórólfur hafi í tvígang lagt til að tvöföld sýnataka yrði gerð að skyldu hjá þeim sem koma til landsins. Í framhaldi hafi ráðherra hafnað næstu tillögu hans um að skylda þá sem hafna tvöfaldri sýnatöku til að fara í fjórtán daga í farsóttarhúsið. Staðan er óviðunandi að mati Sigurgeirs. Oft hafi verið þörf á skilvirkri lagasetningu en nú sé nauðsyn. Þórólfur hefur lagt til enn eitt úrræðið en það er að gera kröfu á landamærum um að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Á annan tug smita hefðu borist inn í landið Fram kom í máli Sigurgeirs að reglulega komi fólk sem vilji velja tveggja vikna sóttkví en virðist engan áhuga hafa á að vera þann tíma í sóttkví. „Við höfum fylgst með þeim sem vilja nýta þennan möguleika og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit. Uppundir fjörutíu manns voru í einum hópi sem vildi fara í sóttkví, fjórtán daga, og harðneitaði sýnatöku eftir miklar fortölur. Við tókum að okkur að greina sýnatökugjaldið sem þá var. Þá fóru þau í sýnatöku og það var á annan tug smita í þessum hópi. Ekki gott ef það hefði komist inn í landið,“ segir Sigurgeir. „Sóttvarnalæknir hefur nú í tvígang gert tillögur um að afnema þessa fjórtán daga sóttkví. Þetta er smuga á landamærunum. Í bæði skiptin er ástæðan sú að við erum með gömul sóttvarnarlög. Nú virðist sem varatillögu hans um að fjórtán dagarnir yrðu í farsóttarhúsi sé einnig hafnað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur stutt þessar tillögur heilshugar. Það er óviðunandi staða að ekki sé enn búið að laga löggjöfina nú í miðjum janúar 2021. Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærum, svo sem frávísunar.“ Sigurgeir vonast til að nýja tillaga Þórólfs fari fljótt í gegn. „Nú er sóttvarnalæknir að reyna að bregðast við með þrautavaratillögu um að taka við nýlegum neikvæðum sýnum frá útlöndum. Vonandi gengur það hratt í gegn þar til sóttvarnalögin verða styrkt hið fyrsta. Oft var þörf á skilvirkri löggjöf og lagasetningu. En nú er nauðsyn.“ Fréttin er í vinnslu, Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Þetta kom fram í máli Sigurgeirs á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Sigurgeir, sem stýrt hefur aðgerðum á Keflavíkurflugvelli, til þess að Þórólfur hafi í tvígang lagt til að tvöföld sýnataka yrði gerð að skyldu hjá þeim sem koma til landsins. Í framhaldi hafi ráðherra hafnað næstu tillögu hans um að skylda þá sem hafna tvöfaldri sýnatöku til að fara í fjórtán daga í farsóttarhúsið. Staðan er óviðunandi að mati Sigurgeirs. Oft hafi verið þörf á skilvirkri lagasetningu en nú sé nauðsyn. Þórólfur hefur lagt til enn eitt úrræðið en það er að gera kröfu á landamærum um að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Á annan tug smita hefðu borist inn í landið Fram kom í máli Sigurgeirs að reglulega komi fólk sem vilji velja tveggja vikna sóttkví en virðist engan áhuga hafa á að vera þann tíma í sóttkví. „Við höfum fylgst með þeim sem vilja nýta þennan möguleika og margoft séð að þar er ekki áhugi á að fylgja tveggja vikna sóttkví. Við höfum náð að snúa fjölmörgum frá og senda í sýnatöku. Við byrjuðum að telja þetta fólk í lok október og við höfum snúið um 210 manns frá því að fara í fjórtán daga sóttkví og sent í sýnatöku. Í þeim hópi hafa greinst fjölmörg smit. Uppundir fjörutíu manns voru í einum hópi sem vildi fara í sóttkví, fjórtán daga, og harðneitaði sýnatöku eftir miklar fortölur. Við tókum að okkur að greina sýnatökugjaldið sem þá var. Þá fóru þau í sýnatöku og það var á annan tug smita í þessum hópi. Ekki gott ef það hefði komist inn í landið,“ segir Sigurgeir. „Sóttvarnalæknir hefur nú í tvígang gert tillögur um að afnema þessa fjórtán daga sóttkví. Þetta er smuga á landamærunum. Í bæði skiptin er ástæðan sú að við erum með gömul sóttvarnarlög. Nú virðist sem varatillögu hans um að fjórtán dagarnir yrðu í farsóttarhúsi sé einnig hafnað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur stutt þessar tillögur heilshugar. Það er óviðunandi staða að ekki sé enn búið að laga löggjöfina nú í miðjum janúar 2021. Sóttvarnalækni skortir skýrari heimildir og lögreglu skortir skýrari og fljótvirkari heimildir til aðgerða á landamærum, svo sem frávísunar.“ Sigurgeir vonast til að nýja tillaga Þórólfs fari fljótt í gegn. „Nú er sóttvarnalæknir að reyna að bregðast við með þrautavaratillögu um að taka við nýlegum neikvæðum sýnum frá útlöndum. Vonandi gengur það hratt í gegn þar til sóttvarnalögin verða styrkt hið fyrsta. Oft var þörf á skilvirkri löggjöf og lagasetningu. En nú er nauðsyn.“ Fréttin er í vinnslu,
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira