Höfum ekki unnið fyrsta leik á HM í handbolta í heilan áratug Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 12:31 Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu á HM í Svíþjóð 2011. Hann var maður leiksins þegar Ísland vann síðasta opnunarleik sinn á HM. Getty/Martin Rose Ísland leikur í kvöld sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi en strákarnir hafa ekki byrjað heimsmeistaramót á sigri í tíu ár. Íslenska karlalandsliðið vann síðast opnunarleik sinn á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð árið 2011. Á sama tíma og íslenska liðið vinnur alltaf fyrsta leikinn sinn á Evrópumóti þá hafa fyrstu leikirnir á heimsmeistaramóti jafnan tapast. Ísland byrjaði síðasta HM á handbolta á sigri þegar liðið vann Ungverjaland 32-26 í Himmelstalundshallen í Norrköping 14. janúar 2011 en þetta var fyrsti leikur Íslands á HM i Svíþjóð. Guðmundur Guðmundsson var þarna þjálfari íslenska landsliðsins eins og nú. Liðið mætti líka inn á mótið sem bronshafi frá því á Evrópumótinu í Austurríki ári fyrr. Ungverjar skoruðu fyrsta markið en Arnór Atlason svaraði með þremur mörkum í röð og íslenska liðið komst í 5-2, 12-6 og var 14-11 yfir í hálfleik. Íslenska liðið var síðan níu mörkum yfir, 32-23, en Ungverjar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson skoraði fimm mörk. Arnór Atlason skoraði fjögur mörk eins og Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Aron var þarna aðeins tvítugur og blómstraði þarna í fyrsta sinn á stóra sviðinu með sjö glæsilegum langskotum. Aron átti frábæran seinni hálfleik þar sem hann nýtti sjö af níu skotum og var að auki með tvær stoðsendingar. Aron skoraði fjögur af mörkum sínum á rúmlega fimm mínútna kafla þegar Ísland breytti stöðunni úr 16-14 í 21-16. Frá þessum leik fyrir tíu árum þá hefur íslenska liðið alltaf tapa frumraun sinni á heimsmeistaramótunum og þeim öllum með fjörum mörkum eða meira. Markatala íslenska liðsins í þessum fjórum tapleikjum í röð er -23. Nú er kominn tími á að bæta úr þessu. Fyrsti leikir íslenska landsliðsins á síðustu fimm heimsmeistaramótum: HM í Svíþjóð 2011: Sex marka sigur á Ungverjalandi (32-26) HM á Spáni 2013: Fimm marka tap fyrir Rússlandi (25-30) HM í Katar 2015: Átta mark tap fyrir Svíþjóð (16-24) HM í Frakklandi 2017: Sex marka tap fyrir Spáni (21-27) HM í Danmörku og Þýskalandi 2019: Fjögurra marka tap fyrir Króatíu (27-31) HM 2021 í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann síðast opnunarleik sinn á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð árið 2011. Á sama tíma og íslenska liðið vinnur alltaf fyrsta leikinn sinn á Evrópumóti þá hafa fyrstu leikirnir á heimsmeistaramóti jafnan tapast. Ísland byrjaði síðasta HM á handbolta á sigri þegar liðið vann Ungverjaland 32-26 í Himmelstalundshallen í Norrköping 14. janúar 2011 en þetta var fyrsti leikur Íslands á HM i Svíþjóð. Guðmundur Guðmundsson var þarna þjálfari íslenska landsliðsins eins og nú. Liðið mætti líka inn á mótið sem bronshafi frá því á Evrópumótinu í Austurríki ári fyrr. Ungverjar skoruðu fyrsta markið en Arnór Atlason svaraði með þremur mörkum í röð og íslenska liðið komst í 5-2, 12-6 og var 14-11 yfir í hálfleik. Íslenska liðið var síðan níu mörkum yfir, 32-23, en Ungverjar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins. Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk en Alexander Petersson skoraði fimm mörk. Arnór Atlason skoraði fjögur mörk eins og Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Aron var þarna aðeins tvítugur og blómstraði þarna í fyrsta sinn á stóra sviðinu með sjö glæsilegum langskotum. Aron átti frábæran seinni hálfleik þar sem hann nýtti sjö af níu skotum og var að auki með tvær stoðsendingar. Aron skoraði fjögur af mörkum sínum á rúmlega fimm mínútna kafla þegar Ísland breytti stöðunni úr 16-14 í 21-16. Frá þessum leik fyrir tíu árum þá hefur íslenska liðið alltaf tapa frumraun sinni á heimsmeistaramótunum og þeim öllum með fjörum mörkum eða meira. Markatala íslenska liðsins í þessum fjórum tapleikjum í röð er -23. Nú er kominn tími á að bæta úr þessu. Fyrsti leikir íslenska landsliðsins á síðustu fimm heimsmeistaramótum: HM í Svíþjóð 2011: Sex marka sigur á Ungverjalandi (32-26) HM á Spáni 2013: Fimm marka tap fyrir Rússlandi (25-30) HM í Katar 2015: Átta mark tap fyrir Svíþjóð (16-24) HM í Frakklandi 2017: Sex marka tap fyrir Spáni (21-27) HM í Danmörku og Þýskalandi 2019: Fjögurra marka tap fyrir Króatíu (27-31)
Fyrsti leikir íslenska landsliðsins á síðustu fimm heimsmeistaramótum: HM í Svíþjóð 2011: Sex marka sigur á Ungverjalandi (32-26) HM á Spáni 2013: Fimm marka tap fyrir Rússlandi (25-30) HM í Katar 2015: Átta mark tap fyrir Svíþjóð (16-24) HM í Frakklandi 2017: Sex marka tap fyrir Spáni (21-27) HM í Danmörku og Þýskalandi 2019: Fjögurra marka tap fyrir Króatíu (27-31)
HM 2021 í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira