Réttlætir árásir öfga vinstrimanna á þinghús á Íslandi en fordæmir árásir öfga hægrimanna á þinghús í Washington Elliði Vignisson skrifar 13. janúar 2021 15:00 Fjölmargir hafa réttilega bent á líkindin milli þeirra óhæfuverka sem árásirnar í þinghúsin í Washington og Reykjavík hafa. Almenningur á Íslandi hefur eðlilega fordæmt árásirnar í Washington en af einhverjum ástæðum eru vinstrimenn enn að reyna að réttlæta ofbeldið hér á landi. Jafnvel svo mjög að baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá sé fórnað. Ein þeirra sem réttlæta ofbeldið er Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins. Katrín mætti í útvarpið í morgun og hélt því fram að ofbeldið (ráðist með grjótkasti að lögreglu, gerð tilraun til að kveikja í þinghúsinu, ráðist gegn lögreglustöðinni, eldur borinn að opinberum eigum og fl.) væri í lagi af því að engin hafi verið dæmdur. Aumt er það yfirklór þótt ekki sé nema vegna þess að fjórir af níu ákærðum sakfeldir meðal annars fyrir að bíta lögreglumenn, ofbeldi gagnvart starfmönnum þingsins og fleira. Svo mikið var Katrínu niðri fyrir að hún hikaði ekki við að skaða baráttu stjórnarskrárfélagsins til að verja ofbeldið. Í viðtalinu í morgun sagði Katrín: „..við verðum alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins í þessu tilviki dómstólanna, til þess að vita hvað er satt og rétt.“ Þetta er í mínum huga nokkuð sterk yfirlýsing hjá formanni stjórarskrárfélagsins, sem ég að vísu er algerlega sammála. Ekki verður annað séð en þar með sé hún að lýsa því yfir að hún, og jafnvel stjórnarskrárfélagið, muni hér með virða þá niðurstöðu hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings hafi verið ógild. Það verður jú ...“..alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins..“ svo vísað sé í orð Katrínar, ALLTAF. Ekki verði því meira gert með þá ógildu kosningu. Þetta eru ný tíðindi því í nýlegri umsögn um tillögur um stjórnarskrárbreytingar var það ein helsta krafa Katrínar og stjórnarskrárfélagsins að unnið yrði að slíku í samræmi við úrslit kosninga þrátt fyrir að dómstólar hafi komist að því að kosningin hafi verið ólögleg. Annað hvort er Katrín hér að draga til baka fyrri skoðun (sem er bara virðingavert) eða þá að hún telur að leikreglur lýðræðis eigi við um alla nema sjálfa sig og skoðanasystkini hennar. Að ofbeldi sé réttlætanlegt við innrás öfga vinstrimanna í þinghús á Íslandi en ekki öfga hægrimanna í Bandaríkjum. Að virða beri niðurstöðu dómstóla þegar þeir sýkna vinstrimenn en ekki þegar þeir komast að þeirri niðurstöðu að kosning um baráttumál hennar sjálfrar sé ógild. Katrínu varð í morgun tíðrætt um að fólk verði að vera tilbúið til að speggla sig í eigin kröfum. Ég segi því. „Katrín, ekki smíða spegil utan um virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálf.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Árás á bandaríska þinghúsið Elliði Vignisson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargir hafa réttilega bent á líkindin milli þeirra óhæfuverka sem árásirnar í þinghúsin í Washington og Reykjavík hafa. Almenningur á Íslandi hefur eðlilega fordæmt árásirnar í Washington en af einhverjum ástæðum eru vinstrimenn enn að reyna að réttlæta ofbeldið hér á landi. Jafnvel svo mjög að baráttu fyrir nýrri stjórnarskrá sé fórnað. Ein þeirra sem réttlæta ofbeldið er Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins. Katrín mætti í útvarpið í morgun og hélt því fram að ofbeldið (ráðist með grjótkasti að lögreglu, gerð tilraun til að kveikja í þinghúsinu, ráðist gegn lögreglustöðinni, eldur borinn að opinberum eigum og fl.) væri í lagi af því að engin hafi verið dæmdur. Aumt er það yfirklór þótt ekki sé nema vegna þess að fjórir af níu ákærðum sakfeldir meðal annars fyrir að bíta lögreglumenn, ofbeldi gagnvart starfmönnum þingsins og fleira. Svo mikið var Katrínu niðri fyrir að hún hikaði ekki við að skaða baráttu stjórnarskrárfélagsins til að verja ofbeldið. Í viðtalinu í morgun sagði Katrín: „..við verðum alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins í þessu tilviki dómstólanna, til þess að vita hvað er satt og rétt.“ Þetta er í mínum huga nokkuð sterk yfirlýsing hjá formanni stjórarskrárfélagsins, sem ég að vísu er algerlega sammála. Ekki verður annað séð en þar með sé hún að lýsa því yfir að hún, og jafnvel stjórnarskrárfélagið, muni hér með virða þá niðurstöðu hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings hafi verið ógild. Það verður jú ...“..alltaf að byggja á þessum grundvallarstoðum lýðræðisins..“ svo vísað sé í orð Katrínar, ALLTAF. Ekki verði því meira gert með þá ógildu kosningu. Þetta eru ný tíðindi því í nýlegri umsögn um tillögur um stjórnarskrárbreytingar var það ein helsta krafa Katrínar og stjórnarskrárfélagsins að unnið yrði að slíku í samræmi við úrslit kosninga þrátt fyrir að dómstólar hafi komist að því að kosningin hafi verið ólögleg. Annað hvort er Katrín hér að draga til baka fyrri skoðun (sem er bara virðingavert) eða þá að hún telur að leikreglur lýðræðis eigi við um alla nema sjálfa sig og skoðanasystkini hennar. Að ofbeldi sé réttlætanlegt við innrás öfga vinstrimanna í þinghús á Íslandi en ekki öfga hægrimanna í Bandaríkjum. Að virða beri niðurstöðu dómstóla þegar þeir sýkna vinstrimenn en ekki þegar þeir komast að þeirri niðurstöðu að kosning um baráttumál hennar sjálfrar sé ógild. Katrínu varð í morgun tíðrætt um að fólk verði að vera tilbúið til að speggla sig í eigin kröfum. Ég segi því. „Katrín, ekki smíða spegil utan um virðingu fyrir niðurstöðum dómstóla nema þú sért tilbúinn til að spegla þig í honum sjálf.“
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar