Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar 13. janúar 2021 07:31 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Hverfið mitt var sett á fót til að gefa íbúum í Reykjavík færi á að taka á lýðræðislegan hátt þátt í að móta hverfin sín. Eftir að verkefnið hófst hefur það vakið athygli bæði hérlendis og erlendis fyrir þá nýstárlegu leið sem farin er til að gefa íbúum hverfanna tækifæri til að koma að ákvarðanatöku í sínu nærsamfélagi. Verkefnið hefur gefist vel og á þeim níu árum sem það hefur verið í gangi hafa 787 hugmyndir orðið að veruleika í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Þessar 787 hugmyndir hafa komið frá íbúum borgarinnar og verið kosnar til framkvæmda af íbúunum. Verkefnið snýst um að íbúar setja inn hugmyndir sem eru svo útfærðar af sérfræðingum Reykjavíkurborgar. Að því loknu er efnt til kosninga þar sem íbúar í hverfum borgarinnar geta valið hvaða hugmyndir þeir vilja að verði framkvæmdar. Með þessu móti geta íbúar Reykjavíkur með beinum hætti haft áhrif á mótun síns hverfis. Íbúar hverfanna vita oft betur en stjórnmálafólk eða stjórnsýsla borgarinnar hvað gæti gert hverfið þeirra enn betra. Það hefur sýnt sig að þegar borgarbúar fá að hafa áhrif á nærumhverfi sitt verða hverfin betri og þegar litið er um öxl þá eru ótal skemmtileg verkefni sem hafa sannarlega sett svip sinn á hverfin í Reykjavík. Í Árbæinn er kominn kaldur pottur í Árbæjarlaugina. Í Breiðholtinu var sett upp hreysti- og klifursvæði nálægt Breiðholtslaug. Í Grafarholti og Úlfarsárdal er kominn mini-golfvöllur í Leirdal. Í Grafarvoginn er kominn ærslabelgur við Gufunesbæ. Í Háaleiti og Bústöðum var sett upp útiæfingasvæði við Víkingsheimilið. Í Hlíðunum var reistur klifursteinn á Klambratúni. Á Kjalarnesi var sett upp aparóla í Grundarhverfi. Í Laugardalinn er kominn frisbígolfvöllur. Í Miðborginni var bekkjum fjölgað og bætt við gróður í Hljómskálagarðinum. Í Vesturbænum var sett upp há róla við Ægissíðuna. Hugmyndirnar eiga ekki að snúast um að laga eitthvað gamalt heldur skapa eitthvað nýtt. Hvaða hugmynd vilt þú að verði að veruleika í þínu hverfi í þetta sinn? Sendu inn þína hugmynd á Hverfidmitt.is, segðu nágrönnum þínum frá hugmyndinni og deildu henni með íbúum hverfisins. Þín hugmynd gæti verið kosin og orðið að veruleika. Þú hefur til miðnættis þann 20. janúar næstkomandi. Höfundur er verkefnisstjóri á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Hverfið mitt var sett á fót til að gefa íbúum í Reykjavík færi á að taka á lýðræðislegan hátt þátt í að móta hverfin sín. Eftir að verkefnið hófst hefur það vakið athygli bæði hérlendis og erlendis fyrir þá nýstárlegu leið sem farin er til að gefa íbúum hverfanna tækifæri til að koma að ákvarðanatöku í sínu nærsamfélagi. Verkefnið hefur gefist vel og á þeim níu árum sem það hefur verið í gangi hafa 787 hugmyndir orðið að veruleika í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Þessar 787 hugmyndir hafa komið frá íbúum borgarinnar og verið kosnar til framkvæmda af íbúunum. Verkefnið snýst um að íbúar setja inn hugmyndir sem eru svo útfærðar af sérfræðingum Reykjavíkurborgar. Að því loknu er efnt til kosninga þar sem íbúar í hverfum borgarinnar geta valið hvaða hugmyndir þeir vilja að verði framkvæmdar. Með þessu móti geta íbúar Reykjavíkur með beinum hætti haft áhrif á mótun síns hverfis. Íbúar hverfanna vita oft betur en stjórnmálafólk eða stjórnsýsla borgarinnar hvað gæti gert hverfið þeirra enn betra. Það hefur sýnt sig að þegar borgarbúar fá að hafa áhrif á nærumhverfi sitt verða hverfin betri og þegar litið er um öxl þá eru ótal skemmtileg verkefni sem hafa sannarlega sett svip sinn á hverfin í Reykjavík. Í Árbæinn er kominn kaldur pottur í Árbæjarlaugina. Í Breiðholtinu var sett upp hreysti- og klifursvæði nálægt Breiðholtslaug. Í Grafarholti og Úlfarsárdal er kominn mini-golfvöllur í Leirdal. Í Grafarvoginn er kominn ærslabelgur við Gufunesbæ. Í Háaleiti og Bústöðum var sett upp útiæfingasvæði við Víkingsheimilið. Í Hlíðunum var reistur klifursteinn á Klambratúni. Á Kjalarnesi var sett upp aparóla í Grundarhverfi. Í Laugardalinn er kominn frisbígolfvöllur. Í Miðborginni var bekkjum fjölgað og bætt við gróður í Hljómskálagarðinum. Í Vesturbænum var sett upp há róla við Ægissíðuna. Hugmyndirnar eiga ekki að snúast um að laga eitthvað gamalt heldur skapa eitthvað nýtt. Hvaða hugmynd vilt þú að verði að veruleika í þínu hverfi í þetta sinn? Sendu inn þína hugmynd á Hverfidmitt.is, segðu nágrönnum þínum frá hugmyndinni og deildu henni með íbúum hverfisins. Þín hugmynd gæti verið kosin og orðið að veruleika. Þú hefur til miðnættis þann 20. janúar næstkomandi. Höfundur er verkefnisstjóri á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar