Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar 20. desember 2025 17:01 Dómar eru væntanlegir um breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Um vextir á verðtyggðum lánum er það eitt að segja að þeir eiga að vera fastir. Verðtyggð lán tryggja lánveitanda jafnvirði hversu langt sem lánin eru. Það er mikil þjónusta látakandans við lánveitandann sem meta ber. Raunvextir þeirra, (sem er reynar sama og vextir þeirra), eiga því að vera lægri en á svokölluðum óverðtryggðum lánum. Áhætta lánveitandans er engin af slíkum veðlánum að öllu jöfnu og af þeim bera þeir engan kostnað við verðbólguspár og -vætningar. Lántakan er viðskiptagerningur. Um slíkt gildir að skipt er á jöfnu. Það eru þó ekki skipti hönd í hönd, á stað og stund, heldur til langs tíma. Verðtryggingin er trygging þess að skipt sé á jöfnu til langs tíma; að jafnvirði sé endurgreitt; slíkt eru jafnvirðislán. Verðið, leigan, er ákveðið í vöxtum. Það er samningur um það til framtíðar. Grundvöllur lántökunnar er greiðslumat sem ræðst af ákveðnum vöxtum sem lántaki telst ráða við og sættir sig við. Breytingar eftir á á þessu verði eru brot á heiðarlegum viðskiptaháttum. Verði í viðskiptum á ekki að vera hægt að breyta. Lífeyrissjóðirnir eru einir um að lána með föstum vöxtum. Fastir vextir þeirra við lánveitingar hafa þó verið mismunandi frá einum tíma til annars. Það ber í sér mismunun sem á ekki að líðast. Grunnstoð langra verðtryggðra lána eru lífeyrissjóðirnir sem berst fjármagn sem þeir eru skuldbundnir til að raunávaxta til óratíma. Ávöxtunarþörf þeirra er þekkt, talin um 3,5 prósent. Það er hófleg vaxtakrafa og þó hún væri lítilega hærri en óðelilegt að hún sé lægri. Þeir sem taka verðtryggð lán hjá lífeyrissjóði sínum eru að greiða úr einum vasa sínum í annan. Þær greiðslur skila sér ávaxtaðar við lífeyristöku. Miklu varðar að dómstólar virði reglu um jöfn skipti. Höfundur er skuldari verðtryggðra lána um áratugi og lífeyrisnjótandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Dómar eru væntanlegir um breytilega vexti á verðtryggðum lánum. Um vextir á verðtyggðum lánum er það eitt að segja að þeir eiga að vera fastir. Verðtyggð lán tryggja lánveitanda jafnvirði hversu langt sem lánin eru. Það er mikil þjónusta látakandans við lánveitandann sem meta ber. Raunvextir þeirra, (sem er reynar sama og vextir þeirra), eiga því að vera lægri en á svokölluðum óverðtryggðum lánum. Áhætta lánveitandans er engin af slíkum veðlánum að öllu jöfnu og af þeim bera þeir engan kostnað við verðbólguspár og -vætningar. Lántakan er viðskiptagerningur. Um slíkt gildir að skipt er á jöfnu. Það eru þó ekki skipti hönd í hönd, á stað og stund, heldur til langs tíma. Verðtryggingin er trygging þess að skipt sé á jöfnu til langs tíma; að jafnvirði sé endurgreitt; slíkt eru jafnvirðislán. Verðið, leigan, er ákveðið í vöxtum. Það er samningur um það til framtíðar. Grundvöllur lántökunnar er greiðslumat sem ræðst af ákveðnum vöxtum sem lántaki telst ráða við og sættir sig við. Breytingar eftir á á þessu verði eru brot á heiðarlegum viðskiptaháttum. Verði í viðskiptum á ekki að vera hægt að breyta. Lífeyrissjóðirnir eru einir um að lána með föstum vöxtum. Fastir vextir þeirra við lánveitingar hafa þó verið mismunandi frá einum tíma til annars. Það ber í sér mismunun sem á ekki að líðast. Grunnstoð langra verðtryggðra lána eru lífeyrissjóðirnir sem berst fjármagn sem þeir eru skuldbundnir til að raunávaxta til óratíma. Ávöxtunarþörf þeirra er þekkt, talin um 3,5 prósent. Það er hófleg vaxtakrafa og þó hún væri lítilega hærri en óðelilegt að hún sé lægri. Þeir sem taka verðtryggð lán hjá lífeyrissjóði sínum eru að greiða úr einum vasa sínum í annan. Þær greiðslur skila sér ávaxtaðar við lífeyristöku. Miklu varðar að dómstólar virði reglu um jöfn skipti. Höfundur er skuldari verðtryggðra lána um áratugi og lífeyrisnjótandi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar