Rautt spjald og vítaspyrna er Sheffield vann loks sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2021 19:55 Leikmenn Sheffield fagna marki Sharp sem reyndist á endanum sigurmark leiksins. Sheffield United Sheffield United vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni er liðið lagði Newcastle United 1-0 á heimavelli í kvöld þökk sé marki Billy Sharp úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað framan af enda bæði lið ekki með mikið sjálfstraust. Lærisveinar Chris Wilder voru aðeins með tvö stig fyrir leik kvöldsins og því eðlilega sjálfstraust leikmanna Sheffield í molum. Gestirnir frá Newcastle eru það lið í deildinni sem heldur hvað verst í boltann og því kom ekki á óvart að leikurinn hafi verið tíðindalítill framan af. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Ryan Fraser – vængmaður Newcastle – tvö gul spjöld með stuttu millibili og gestirnir því manni færri er flautað var til hálfleiks. Wilder gerði sóknarskiptingu snemma í síðari hálfleik og setti sóknarmanninn Rhian Brewster inn fyrir miðvörðinn Chris Basham. Þegar tæpur klukkutími var liðinn kom svo fyrirliðinn Billy Sharp af varamannabekk Sheffield og sú skipting átti heldur betur eftir að skipta máli. Á 70. mínútu rak Federico Fernandéz – varnarmaður Newcastle – hendi í knöttinn innan vítateigs eftir harða baráttu við Sharp. Eftir að atvikið var skoðað í myndbandsdómgæslu var vítaspyrna dæmd. Sharp fór á punktinn og skoraði af öryggi. Var þetta 100. mark Sharp fyrir Sheffield United. 100 - Billy Sharp has now scored 100 league goals for Sheffield United, with 54 of those coming at Bramall Lane. Hero. pic.twitter.com/k0I0iNG1oU— OptaJoe (@OptaJoe) January 12, 2021 Staðan orðin 1-0 og fyrsti sigur Sheffield í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni í augsýn. Brewster átti svo skot í varnarmann Newcastle og þaðan í stöngina skömmu síðar. Í stað þess að skoppa inn endaði boltinn í höndunum á Karl Darlow, markverði Newcastle. Í blálokin var Jayden Bogle næstum búinn að skora slysalegasta sjálfsmark allra tíma er hann ætlaði að skalla boltann til baka á Aaron Ramsdale í markinu. Markvörðurinn var kominn út úr marki sínu og boltinn fór sem betur fyrir Bogle, Ramsdale og Sheffield í hliðarnetið. Það kom því ekki að sök og Sheffield landaði gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri. Fyrsti sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og í fyrsta sinn sem liðið heldur marki sínu hreinu. Billy Sharp scores goals. pic.twitter.com/aK5ommmbgh— Sheffield United (@SheffieldUnited) January 12, 2021 Sheffield er þó sem fyrr á botni deildarinnar en nú með fimm stig, níu stigum frá öruggu sæti. Newcastle er í 15. sæti með 19 stig. Enski boltinn Fótbolti
Sheffield United vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni er liðið lagði Newcastle United 1-0 á heimavelli í kvöld þökk sé marki Billy Sharp úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað framan af enda bæði lið ekki með mikið sjálfstraust. Lærisveinar Chris Wilder voru aðeins með tvö stig fyrir leik kvöldsins og því eðlilega sjálfstraust leikmanna Sheffield í molum. Gestirnir frá Newcastle eru það lið í deildinni sem heldur hvað verst í boltann og því kom ekki á óvart að leikurinn hafi verið tíðindalítill framan af. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Ryan Fraser – vængmaður Newcastle – tvö gul spjöld með stuttu millibili og gestirnir því manni færri er flautað var til hálfleiks. Wilder gerði sóknarskiptingu snemma í síðari hálfleik og setti sóknarmanninn Rhian Brewster inn fyrir miðvörðinn Chris Basham. Þegar tæpur klukkutími var liðinn kom svo fyrirliðinn Billy Sharp af varamannabekk Sheffield og sú skipting átti heldur betur eftir að skipta máli. Á 70. mínútu rak Federico Fernandéz – varnarmaður Newcastle – hendi í knöttinn innan vítateigs eftir harða baráttu við Sharp. Eftir að atvikið var skoðað í myndbandsdómgæslu var vítaspyrna dæmd. Sharp fór á punktinn og skoraði af öryggi. Var þetta 100. mark Sharp fyrir Sheffield United. 100 - Billy Sharp has now scored 100 league goals for Sheffield United, with 54 of those coming at Bramall Lane. Hero. pic.twitter.com/k0I0iNG1oU— OptaJoe (@OptaJoe) January 12, 2021 Staðan orðin 1-0 og fyrsti sigur Sheffield í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni í augsýn. Brewster átti svo skot í varnarmann Newcastle og þaðan í stöngina skömmu síðar. Í stað þess að skoppa inn endaði boltinn í höndunum á Karl Darlow, markverði Newcastle. Í blálokin var Jayden Bogle næstum búinn að skora slysalegasta sjálfsmark allra tíma er hann ætlaði að skalla boltann til baka á Aaron Ramsdale í markinu. Markvörðurinn var kominn út úr marki sínu og boltinn fór sem betur fyrir Bogle, Ramsdale og Sheffield í hliðarnetið. Það kom því ekki að sök og Sheffield landaði gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri. Fyrsti sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og í fyrsta sinn sem liðið heldur marki sínu hreinu. Billy Sharp scores goals. pic.twitter.com/aK5ommmbgh— Sheffield United (@SheffieldUnited) January 12, 2021 Sheffield er þó sem fyrr á botni deildarinnar en nú með fimm stig, níu stigum frá öruggu sæti. Newcastle er í 15. sæti með 19 stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti