Þjálfari Patriots sagði nei takk þegar Trump bauð honum Frelsisorðuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2021 08:30 Bill Belichick með Donald Trump þegar þáverandi NFL-meistarar New England Patriots heimsóttu Hvíta húsið árið 2017. Getty/Jabin Botsford Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, gaf það út í gær að hann ætli ekki að taka við Frelsisorðu Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Belichick segir ástæðuna vera atburðina í síðustu viku þegar óeirðarseggir úr stuðningssveit Donald Trump réðust inn í þinghúsið í Washington DC. Donald Trump hafði tilkynnt það að Belichick myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta áður en Trump lætur af embætti en Bill Belichick og eigandi New England Patriots hafa hingað til verið miklir stuðningsmenn Trump. Það er kannski tákn um stöðu Donald Trump að Belichick skuli nú hafna þessu boði hans og það með því að senda frá sér yfirlýsingu. New England Patriots coach Bill Belichick has announced he will not accept the Presidential Medal of Freedom, saying "remaining true to the people, team and country I love outweigh the benefits of any individual award".— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2021 Í tilkynningunni frá Belichick þá kemur fram að hann sé vissulega hreykinn af því að hafa verið boðið slík viðurkenning enda mikill heiður að komast í hóp með þeim sem hafa fengið Frelsisorðuna í gegnum tíðina. Belichick segist þó ekki ætla að svíkja fólkið, félagið og landið sem hann elski og það vegi meira en einhver einstaklingsverðlaun. „Um fram allt þá er ég bandarískur ríkisborgari sem ber mikla virðingu fyrir gildum, frelsi og lýðræði okkar þjóðar,“ skrifaði Bill Belichick. Meðal þeirra sem hafa fengið Frelsisorðu Bandaríkjaforseta frá Donald Trump er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods. Belichick er 68 ára gamall og var að klára sitt 46. tímabil í NFL-deildinni. Hann hefur undanfarið 21 ár þjálfað lið New England Patriots sem hefur unnið sex meistaratitla undir hans stjórn. NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Belichick segir ástæðuna vera atburðina í síðustu viku þegar óeirðarseggir úr stuðningssveit Donald Trump réðust inn í þinghúsið í Washington DC. Donald Trump hafði tilkynnt það að Belichick myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta áður en Trump lætur af embætti en Bill Belichick og eigandi New England Patriots hafa hingað til verið miklir stuðningsmenn Trump. Það er kannski tákn um stöðu Donald Trump að Belichick skuli nú hafna þessu boði hans og það með því að senda frá sér yfirlýsingu. New England Patriots coach Bill Belichick has announced he will not accept the Presidential Medal of Freedom, saying "remaining true to the people, team and country I love outweigh the benefits of any individual award".— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 12, 2021 Í tilkynningunni frá Belichick þá kemur fram að hann sé vissulega hreykinn af því að hafa verið boðið slík viðurkenning enda mikill heiður að komast í hóp með þeim sem hafa fengið Frelsisorðuna í gegnum tíðina. Belichick segist þó ekki ætla að svíkja fólkið, félagið og landið sem hann elski og það vegi meira en einhver einstaklingsverðlaun. „Um fram allt þá er ég bandarískur ríkisborgari sem ber mikla virðingu fyrir gildum, frelsi og lýðræði okkar þjóðar,“ skrifaði Bill Belichick. Meðal þeirra sem hafa fengið Frelsisorðu Bandaríkjaforseta frá Donald Trump er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods. Belichick er 68 ára gamall og var að klára sitt 46. tímabil í NFL-deildinni. Hann hefur undanfarið 21 ár þjálfað lið New England Patriots sem hefur unnið sex meistaratitla undir hans stjórn.
NFL Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira