Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2021 20:56 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. Til þessa hefur fólki staðið til boða að fara í sýnatöku við komuna til landsins og svo aftur fimm dögum síðar, eða þá að fara í fjórtán daga sóttkví. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir einhverja eftirfylgni vera ef fólk velji að fara í sóttkví og þá sérstaklega ef frásagnir þykja ótrúverðugar. Hann segir áhersluna núna vera á landamærunum, enda hafi fleiri smit greinst þar undanfarið á meðan faraldurinn sé á niðurleið innanlands. Fólk fær nú val um tvöfalda skimun eða sóttkví í farsóttahúsi.Vísir/Vilhelm Óþægilegt að vita ekki hvað er í pakkanum „Við erum svolítið að horfa á landamærin núna því við erum búin að ná ágætis tökum, eða það lítur út fyrir það, innanlands. Það þarf lítið út af að bregða og á meðan fólk kemur inn og faraldurinn er í svona mikilli sókn víða í kringum okkur, þá erum við að sjá hærra hlutfall þeirra sem koma til landsins með smit,“ segir Rögnvaldur. Því sé nauðsynlegt að hafa virkt eftirlit á landamærunum svo smit „fari ekki á flug“ innanlands. Tvöfalda skimunin sé vel þess virði þar sem nokkrir greinist í seinni skimun. „Hún er alveg þess virði og enn sem komið er, því við raðgreinum allar veirur, þá höfum við ekki enn séð neina nýja veiru fara á flug.“ Hann segir mikið lagt í upplýsingagjöf til komufarþega. Þeir fái bæklinga, regluleg smáskilaboð og sumir jafnvel símtöl. Þó séu dæmi um að einhverjir fylgi ekki þeim reglum sem fylgja fjórtán daga sóttkví og því sé öruggara að skylda fólk í sóttkví í farsóttahúsinu þar sem er virkt eftirlit. „Það sem okkur hefur fundist óþægilegt við [sóttkvína] er að þá vitum við ekki hvað er í pakkanum, ef við getum orðað það þannig. Hvort fólk er með veiruna eða ekki.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Rögnvald úr Reykjavík síðdegis hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Til þessa hefur fólki staðið til boða að fara í sýnatöku við komuna til landsins og svo aftur fimm dögum síðar, eða þá að fara í fjórtán daga sóttkví. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir einhverja eftirfylgni vera ef fólk velji að fara í sóttkví og þá sérstaklega ef frásagnir þykja ótrúverðugar. Hann segir áhersluna núna vera á landamærunum, enda hafi fleiri smit greinst þar undanfarið á meðan faraldurinn sé á niðurleið innanlands. Fólk fær nú val um tvöfalda skimun eða sóttkví í farsóttahúsi.Vísir/Vilhelm Óþægilegt að vita ekki hvað er í pakkanum „Við erum svolítið að horfa á landamærin núna því við erum búin að ná ágætis tökum, eða það lítur út fyrir það, innanlands. Það þarf lítið út af að bregða og á meðan fólk kemur inn og faraldurinn er í svona mikilli sókn víða í kringum okkur, þá erum við að sjá hærra hlutfall þeirra sem koma til landsins með smit,“ segir Rögnvaldur. Því sé nauðsynlegt að hafa virkt eftirlit á landamærunum svo smit „fari ekki á flug“ innanlands. Tvöfalda skimunin sé vel þess virði þar sem nokkrir greinist í seinni skimun. „Hún er alveg þess virði og enn sem komið er, því við raðgreinum allar veirur, þá höfum við ekki enn séð neina nýja veiru fara á flug.“ Hann segir mikið lagt í upplýsingagjöf til komufarþega. Þeir fái bæklinga, regluleg smáskilaboð og sumir jafnvel símtöl. Þó séu dæmi um að einhverjir fylgi ekki þeim reglum sem fylgja fjórtán daga sóttkví og því sé öruggara að skylda fólk í sóttkví í farsóttahúsinu þar sem er virkt eftirlit. „Það sem okkur hefur fundist óþægilegt við [sóttkvína] er að þá vitum við ekki hvað er í pakkanum, ef við getum orðað það þannig. Hvort fólk er með veiruna eða ekki.“ Hægt er að hlusta á viðtal við Rögnvald úr Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41 Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg fullt og nýtt opnað Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í Reykjavík er orðið fullt. Síðasta herbergið var fyllt í morgun og verður annað farsóttarhús opnað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kom fram í máli Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns sóttvarnahússins, á upplýsingafundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. 11. janúar 2021 11:41
Ekki útilokað að grípa til sams konar aðgerða og Danir og Bretar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir útilokar ekki að krefja fólk um neikvætt vottorð við kórónuveirunni fyrir komu þess til Íslands. Hann segir helstu hættuna sem steðji að Íslendingum vera fjölda smita á landamærunum. 11. janúar 2021 19:26