Lög um snjallfarsímaeign barna og ungmenna? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 12. janúar 2021 07:02 Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Árið 2006 voru sett lög á alþingi um eftirlit með aðgengi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Sala á efni sem hentar ekki börnum og ógnar velferð þeirra er bönnuð. Lögin banna ekki börnum að horfa á tilteknar myndir eða spila tiltekna tölvuleiki. Börin brjóta ekki lögin heldur skylda lögin framleiðendur efnis til að upplýsa um innihald og að efnis sé í samræmi við lög. Í lögunum stendur m.a.; „Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.” Fjórtán má horfa í fylgd fullorðins Þetta er gert til að koma í veg fyrir að kvikmyndir og tölvuleikir hafi skaðleg áhrif á sálarlíf barna eða líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra sem óheimilt er að sýna börnum kvikmyndir og tölvuleiki sem hafa verið bönnuð fyrir þeirra aldur. Samkvæmt lögunum mega börn sem náð hafa 14 ára aldri reyndar sjá allar kvikmyndir í kvikmyndahúsum ef þau horfa á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Við setjum einstaklingum skorður (varðandi sumt) Við sem teljumst fullorðin reynum að hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni. Veröldin breytist hratt í hraðadýrkandi neyslusamfélagi. Sjálf erum við fyrirmyndir. En við setjum æskunni og einstaklingum ýmsar skorður: - 10 ára má barn fara eitt í sund. - 12 ára hefur það rétt il að segja skoðun sína hvort það vill áfram vera í trúfélagi. - 12 ára skal gefa barni rétt á að tjá sig sé það til meðferðar eða njóti úrræðis hjá barnavernd. - 13 ára má barnið vinna létt störf. - 15 ára fær barnið aukin ökuréttindi í umferðinni. - 15 ára má barnið ráða sig í að gæta annarra barna. - 15 ára verður barnið sakhæft. - 15 ára má barnið stunda kynlíf. - 16 ára má barnið ganga í stjórnmálaflokk. - 16 ára stúlka getur sótt um þungunarrof án samþykkis foreldra eða vitundar foreldra. - 16 ára gilda almennar útivistarreglur ekki um barnið. - 17 ára má barnið stunda áhugaköfun. - 18 ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur. - 18 ára færðu kosningarétt, mátt ganga í hjónband og kaupa tóbak. - 20 ára má einstaklingur kaupa áfengi, eiga og nota skotvopn. Síðar koma önnur aldurstengd réttindi eins og varðandi ættleiðingu, skipan sem dómara og framboð til forseta Íslands. Að allir eigi snjallsíma, tólf ára? En hvenær hefur einstaklingur þroska til að gera allskonar? Við setjum viðmið um orkudrykkjaneyslu barna og ungmenna vegna þess að við vitum að neysla þeirra hefur áhrif! En hvers vegna er í lagi eða við samþykkjum það, að barn, t.d. 12 ára eignist síma með aðgangi að öllu sem internethlaðborðið og samfélagsmiðlar hafa upp á að bjóða? Hvað þá 10 ára eða 9 ára? Ættum við að setja í lög að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforritum 15 ára? Hugleiðum þetta aðeins. Erum við á réttri leið? Höfundur er kennari og k ennari og deildarstjóri, sveitarstjórnarfulltrúi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Árið 2006 voru sett lög á alþingi um eftirlit með aðgengi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Sala á efni sem hentar ekki börnum og ógnar velferð þeirra er bönnuð. Lögin banna ekki börnum að horfa á tilteknar myndir eða spila tiltekna tölvuleiki. Börin brjóta ekki lögin heldur skylda lögin framleiðendur efnis til að upplýsa um innihald og að efnis sé í samræmi við lög. Í lögunum stendur m.a.; „Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.” Fjórtán má horfa í fylgd fullorðins Þetta er gert til að koma í veg fyrir að kvikmyndir og tölvuleikir hafi skaðleg áhrif á sálarlíf barna eða líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra sem óheimilt er að sýna börnum kvikmyndir og tölvuleiki sem hafa verið bönnuð fyrir þeirra aldur. Samkvæmt lögunum mega börn sem náð hafa 14 ára aldri reyndar sjá allar kvikmyndir í kvikmyndahúsum ef þau horfa á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Við setjum einstaklingum skorður (varðandi sumt) Við sem teljumst fullorðin reynum að hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni. Veröldin breytist hratt í hraðadýrkandi neyslusamfélagi. Sjálf erum við fyrirmyndir. En við setjum æskunni og einstaklingum ýmsar skorður: - 10 ára má barn fara eitt í sund. - 12 ára hefur það rétt il að segja skoðun sína hvort það vill áfram vera í trúfélagi. - 12 ára skal gefa barni rétt á að tjá sig sé það til meðferðar eða njóti úrræðis hjá barnavernd. - 13 ára má barnið vinna létt störf. - 15 ára fær barnið aukin ökuréttindi í umferðinni. - 15 ára má barnið ráða sig í að gæta annarra barna. - 15 ára verður barnið sakhæft. - 15 ára má barnið stunda kynlíf. - 16 ára má barnið ganga í stjórnmálaflokk. - 16 ára stúlka getur sótt um þungunarrof án samþykkis foreldra eða vitundar foreldra. - 16 ára gilda almennar útivistarreglur ekki um barnið. - 17 ára má barnið stunda áhugaköfun. - 18 ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur. - 18 ára færðu kosningarétt, mátt ganga í hjónband og kaupa tóbak. - 20 ára má einstaklingur kaupa áfengi, eiga og nota skotvopn. Síðar koma önnur aldurstengd réttindi eins og varðandi ættleiðingu, skipan sem dómara og framboð til forseta Íslands. Að allir eigi snjallsíma, tólf ára? En hvenær hefur einstaklingur þroska til að gera allskonar? Við setjum viðmið um orkudrykkjaneyslu barna og ungmenna vegna þess að við vitum að neysla þeirra hefur áhrif! En hvers vegna er í lagi eða við samþykkjum það, að barn, t.d. 12 ára eignist síma með aðgangi að öllu sem internethlaðborðið og samfélagsmiðlar hafa upp á að bjóða? Hvað þá 10 ára eða 9 ára? Ættum við að setja í lög að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforritum 15 ára? Hugleiðum þetta aðeins. Erum við á réttri leið? Höfundur er kennari og k ennari og deildarstjóri, sveitarstjórnarfulltrúi og varaþingmaður.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun