Lög um snjallfarsímaeign barna og ungmenna? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 12. janúar 2021 07:02 Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Árið 2006 voru sett lög á alþingi um eftirlit með aðgengi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Sala á efni sem hentar ekki börnum og ógnar velferð þeirra er bönnuð. Lögin banna ekki börnum að horfa á tilteknar myndir eða spila tiltekna tölvuleiki. Börin brjóta ekki lögin heldur skylda lögin framleiðendur efnis til að upplýsa um innihald og að efnis sé í samræmi við lög. Í lögunum stendur m.a.; „Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.” Fjórtán má horfa í fylgd fullorðins Þetta er gert til að koma í veg fyrir að kvikmyndir og tölvuleikir hafi skaðleg áhrif á sálarlíf barna eða líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra sem óheimilt er að sýna börnum kvikmyndir og tölvuleiki sem hafa verið bönnuð fyrir þeirra aldur. Samkvæmt lögunum mega börn sem náð hafa 14 ára aldri reyndar sjá allar kvikmyndir í kvikmyndahúsum ef þau horfa á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Við setjum einstaklingum skorður (varðandi sumt) Við sem teljumst fullorðin reynum að hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni. Veröldin breytist hratt í hraðadýrkandi neyslusamfélagi. Sjálf erum við fyrirmyndir. En við setjum æskunni og einstaklingum ýmsar skorður: - 10 ára má barn fara eitt í sund. - 12 ára hefur það rétt il að segja skoðun sína hvort það vill áfram vera í trúfélagi. - 12 ára skal gefa barni rétt á að tjá sig sé það til meðferðar eða njóti úrræðis hjá barnavernd. - 13 ára má barnið vinna létt störf. - 15 ára fær barnið aukin ökuréttindi í umferðinni. - 15 ára má barnið ráða sig í að gæta annarra barna. - 15 ára verður barnið sakhæft. - 15 ára má barnið stunda kynlíf. - 16 ára má barnið ganga í stjórnmálaflokk. - 16 ára stúlka getur sótt um þungunarrof án samþykkis foreldra eða vitundar foreldra. - 16 ára gilda almennar útivistarreglur ekki um barnið. - 17 ára má barnið stunda áhugaköfun. - 18 ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur. - 18 ára færðu kosningarétt, mátt ganga í hjónband og kaupa tóbak. - 20 ára má einstaklingur kaupa áfengi, eiga og nota skotvopn. Síðar koma önnur aldurstengd réttindi eins og varðandi ættleiðingu, skipan sem dómara og framboð til forseta Íslands. Að allir eigi snjallsíma, tólf ára? En hvenær hefur einstaklingur þroska til að gera allskonar? Við setjum viðmið um orkudrykkjaneyslu barna og ungmenna vegna þess að við vitum að neysla þeirra hefur áhrif! En hvers vegna er í lagi eða við samþykkjum það, að barn, t.d. 12 ára eignist síma með aðgangi að öllu sem internethlaðborðið og samfélagsmiðlar hafa upp á að bjóða? Hvað þá 10 ára eða 9 ára? Ættum við að setja í lög að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforritum 15 ára? Hugleiðum þetta aðeins. Erum við á réttri leið? Höfundur er kennari og k ennari og deildarstjóri, sveitarstjórnarfulltrúi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Í stjórnarskrá Íslands stendur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Árið 2006 voru sett lög á alþingi um eftirlit með aðgengi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Sala á efni sem hentar ekki börnum og ógnar velferð þeirra er bönnuð. Lögin banna ekki börnum að horfa á tilteknar myndir eða spila tiltekna tölvuleiki. Börin brjóta ekki lögin heldur skylda lögin framleiðendur efnis til að upplýsa um innihald og að efnis sé í samræmi við lög. Í lögunum stendur m.a.; „Kvikmynd eða tölvuleikur sem ógnar velferð barna: Kvikmynd eða tölvuleikur þar sem inntak, efnistök eða siðferðisboðskapur getur vegna orðfæris eða athafna haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna, einkum og sér í lagi efni sem felur í sér klám.” Fjórtán má horfa í fylgd fullorðins Þetta er gert til að koma í veg fyrir að kvikmyndir og tölvuleikir hafi skaðleg áhrif á sálarlíf barna eða líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra sem óheimilt er að sýna börnum kvikmyndir og tölvuleiki sem hafa verið bönnuð fyrir þeirra aldur. Samkvæmt lögunum mega börn sem náð hafa 14 ára aldri reyndar sjá allar kvikmyndir í kvikmyndahúsum ef þau horfa á myndina í fylgd foreldris eða forsjáraðila. Við setjum einstaklingum skorður (varðandi sumt) Við sem teljumst fullorðin reynum að hafa vit fyrir æsku samfélagsins hverju sinni. Veröldin breytist hratt í hraðadýrkandi neyslusamfélagi. Sjálf erum við fyrirmyndir. En við setjum æskunni og einstaklingum ýmsar skorður: - 10 ára má barn fara eitt í sund. - 12 ára hefur það rétt il að segja skoðun sína hvort það vill áfram vera í trúfélagi. - 12 ára skal gefa barni rétt á að tjá sig sé það til meðferðar eða njóti úrræðis hjá barnavernd. - 13 ára má barnið vinna létt störf. - 15 ára fær barnið aukin ökuréttindi í umferðinni. - 15 ára má barnið ráða sig í að gæta annarra barna. - 15 ára verður barnið sakhæft. - 15 ára má barnið stunda kynlíf. - 16 ára má barnið ganga í stjórnmálaflokk. - 16 ára stúlka getur sótt um þungunarrof án samþykkis foreldra eða vitundar foreldra. - 16 ára gilda almennar útivistarreglur ekki um barnið. - 17 ára má barnið stunda áhugaköfun. - 18 ára verður barnið lögráða og fjárráða einstaklingur. - 18 ára færðu kosningarétt, mátt ganga í hjónband og kaupa tóbak. - 20 ára má einstaklingur kaupa áfengi, eiga og nota skotvopn. Síðar koma önnur aldurstengd réttindi eins og varðandi ættleiðingu, skipan sem dómara og framboð til forseta Íslands. Að allir eigi snjallsíma, tólf ára? En hvenær hefur einstaklingur þroska til að gera allskonar? Við setjum viðmið um orkudrykkjaneyslu barna og ungmenna vegna þess að við vitum að neysla þeirra hefur áhrif! En hvers vegna er í lagi eða við samþykkjum það, að barn, t.d. 12 ára eignist síma með aðgangi að öllu sem internethlaðborðið og samfélagsmiðlar hafa upp á að bjóða? Hvað þá 10 ára eða 9 ára? Ættum við að setja í lög að einstaklingur megi eignast snjallsíma með interneti og samskiptaforritum 15 ára? Hugleiðum þetta aðeins. Erum við á réttri leið? Höfundur er kennari og k ennari og deildarstjóri, sveitarstjórnarfulltrúi og varaþingmaður.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar