Kafarar sendir að fóðurpramma til að loka fyrir göt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. janúar 2021 14:23 Kafarar voru sendir að prammanum til að loka fyrir göt um leið og birti í morgun. Landhelgisgæslan Um leið og birti í morgun voru kafarar sendir að fóðurpramma sem sökk í Reyðarfirði um helgina. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem á prammann segir að mengunarvarnir séu fyrsta forgangsmál. Fóðurprammi Laxa fiskeldis sökk í Reyðarfirði í vonskuveðri um helgina en innanborðs eru þrjú hundruð tonn af laxafóðri og, það sem er öllu verra, tíu þúsund lítrar af dísilolíu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, sat fund með viðbragðsaðilum í morgun þar sem línurnar voru lagðar fyrir verkefni dagsins. „Nú er teymi kafara að fara út að prammanum og í dag leggjum við alla áherslu á það að kafað verði að prammanum og aðstæður metnar. Lokað verður fyrir öll möguleg göt þar sem olía gæti lekið út, þannig að það er verkefni dagsins.“ Jens sagðist aðspurður ekki vita til þess að olía hefði leið úr prammanum hingað til. „Starfsfólkið var að vinna á stöðinni í gær og þar sem pramminn liggur og það varð ekki vart við neina olíu eða neinn leka, þannig að það var þá ekki sjáanlegt að minnsta kosti.“ En er mikil hætta á ferðum? „Nei eins og pramminn er hannaður og útbúinn er ekki mikil hætta á því en við viljum bara vera algjörlega með það á hreinu að það sé lokað fyrir öll möguleg op þar sem olía gæti mögulega lekið út.“ Ekki sé vitað hvenær hægt verði að hífa prammann aftur upp. „Nú eru kafararnir bara að fara að sjá hvernig hann liggur og hvernig staðan er. Hann í rauninni liggur núna þannig að hann stendur með trýnið niður og upp á rönd og það er bara verið að meta aðstæður og þá í framhaldinu, í samráði við þá viðbragðsaðila og tryggingarnar, verður tekin ákvörðun um með hvaða hætti við förum þá í fasa tvö að ná prammanum upp.“ Umhverfismál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Varðskipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonskuveðri Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar. 9. janúar 2021 23:49 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Fóðurprammi Laxa fiskeldis sökk í Reyðarfirði í vonskuveðri um helgina en innanborðs eru þrjú hundruð tonn af laxafóðri og, það sem er öllu verra, tíu þúsund lítrar af dísilolíu. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, sat fund með viðbragðsaðilum í morgun þar sem línurnar voru lagðar fyrir verkefni dagsins. „Nú er teymi kafara að fara út að prammanum og í dag leggjum við alla áherslu á það að kafað verði að prammanum og aðstæður metnar. Lokað verður fyrir öll möguleg göt þar sem olía gæti lekið út, þannig að það er verkefni dagsins.“ Jens sagðist aðspurður ekki vita til þess að olía hefði leið úr prammanum hingað til. „Starfsfólkið var að vinna á stöðinni í gær og þar sem pramminn liggur og það varð ekki vart við neina olíu eða neinn leka, þannig að það var þá ekki sjáanlegt að minnsta kosti.“ En er mikil hætta á ferðum? „Nei eins og pramminn er hannaður og útbúinn er ekki mikil hætta á því en við viljum bara vera algjörlega með það á hreinu að það sé lokað fyrir öll möguleg op þar sem olía gæti mögulega lekið út.“ Ekki sé vitað hvenær hægt verði að hífa prammann aftur upp. „Nú eru kafararnir bara að fara að sjá hvernig hann liggur og hvernig staðan er. Hann í rauninni liggur núna þannig að hann stendur með trýnið niður og upp á rönd og það er bara verið að meta aðstæður og þá í framhaldinu, í samráði við þá viðbragðsaðila og tryggingarnar, verður tekin ákvörðun um með hvaða hætti við förum þá í fasa tvö að ná prammanum upp.“
Umhverfismál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00 Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30 Varðskipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonskuveðri Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar. 9. janúar 2021 23:49 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Kafarar sendir að flakinu í fyrramálið til að koma í veg fyrir olíuleka Viðbragðsaðilar vakta nú fóðurpramma Laxa fiskeldisstöðvar sem sökk í Reyðarfirði í nótt með tíu þúsund lítra af díeselolíu. Kafarar verða sendir að flakinu til að reyna að loka fyrir olíuleka í fyrramálið. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta mikið tjón og í framhaldinu verði farið yfir alla verkferla. 10. janúar 2021 19:00
Reynt að koma í veg fyrir að tíu þúsund lítrar af díselolíu leki í sjóinn Mikið tjón varð hjá fiskeldisstöðinni Löxum þegar fóðurprammi sem sér um fóðrun 16 fiskeldiskvía sökk í nótt í aftakaveðri. Í prammanum eru tíu þúsund lítrar af díselolíu. Framkvæmdastjóri Laxa segir að viðbragðsteymi sé á svæðinu með búnað ef olían fer að leka frá prammanum. 10. janúar 2021 13:30
Varðskipið Þór kallað út þegar fóðurprammi sökk í vonskuveðri Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Þegar skipið var komið á staðinn var pramminn orðinn fullur af sjó og marar hann nú í kafi, að sögn Landhelgisgæslunnar. 9. janúar 2021 23:49