Alfreð vill að málið gleymist en Wolff hélt áfram að skjóta á þríeykið Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 14:01 Andreas Wolff átti skínandi leik gegn Austurríki í gær. Getty/Marius Becker Umræðan um þýska landsliðið í handbolta hefur snúist um eitthvað annað en þjálfarinn Alfreð Gíslason hefði kosið, nú þegar heimsmeistaramótið fer að hefjast í Egyptalandi. Markvörðurinn Andreas Wolff ber ábyrgð á því. Þrír reynsluboltar þýska landsliðsins og leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara Kiel ákváðu að gefa ekki kost á sér á HM, af fjölskylduástæðum. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu. Wolff, sem nú er leikmaður Kielce í Póllandi, gagnrýndi þessa fyrrverandi liðsfélaga sína í hlaðvarpsþætti á dögunum og sagði undarlegt að fjölskyldumenn úr öðrum landsliðum gætu spilað á HM en ekki þessir þrír. „Ég skil alveg að leikmenn geti haft áhyggjur af heilsunni á þessum tímum. En þeir geta ferðast um og spilað í Meistaradeild Evrópu en ekki á HM þar sem sóttvarnareglurnar eru enn strangari. Það er ég mjög gagnrýninn á. Og ég sé heldur ekki að leikmenn annarra þjóða ætli að vera heima,“ sagði Wolff í þættinum sem fór í loftið í síðustu viku. Alfreð var spurður út í ummælin og var ekki hrifinn: „Ég vona að þetta mál verði gleymt og grafið. Þetta truflar undirbúninginn okkar,“ sagði Alfreð sem þá átti þó eftir að sjá sína menn vinna Austurríki 34-20 í síðasta leiknum fyrir HM, í leik í undankeppni EM í gær. Wolff átti þar skínandi leik að mati Alfreðs. „Fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með“ Alfreð varð ekki að ósk sinni því í dag birtist viðtal við Wolff í Kicker þar sem fjarvera þríeykisins var enn til umræðu. „Þegar maður sér aðrar þjóðir mæta með fullskipað lið og að hjá þeim eru engir sem ekki gefa kost á sér, þá gæti maður í kaldhæðni sagt að aðrir leikmenn séu betri í að skipuleggja fjarveru sína,“ sagði Wolff. „Ég er ekki fjölskyldumaður sjálfur og get ekki sett mig í þau spor, en fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með á mótinu,“ sagði Wolff. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Enginn frá Kiel í HM-hópnum sem Alfreð valdi Alfreð Gíslason hefur valið tuttugu manna hóp þýska handboltalandsliðsins fyrir HM í Egyptalandi í næsta mánuði. 21. desember 2020 12:16 Þrír fyrrverandi leikmenn Alfreðs hjá Kiel tilkynntu honum að þeir ætli ekki á HM Þrír leikmenn Kiel gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir HM í Egyptalandi. Þeir spila því ekki fyrir sinn gamla þjálfara, Alfreð Gíslason, á fyrsta stórmóti hans með þýska liðið. 16. desember 2020 13:31 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Þrír reynsluboltar þýska landsliðsins og leikmenn nýkrýndra Evrópumeistara Kiel ákváðu að gefa ekki kost á sér á HM, af fjölskylduástæðum. Kórónuveirufaraldurinn ræður þar eflaust mestu. Wolff, sem nú er leikmaður Kielce í Póllandi, gagnrýndi þessa fyrrverandi liðsfélaga sína í hlaðvarpsþætti á dögunum og sagði undarlegt að fjölskyldumenn úr öðrum landsliðum gætu spilað á HM en ekki þessir þrír. „Ég skil alveg að leikmenn geti haft áhyggjur af heilsunni á þessum tímum. En þeir geta ferðast um og spilað í Meistaradeild Evrópu en ekki á HM þar sem sóttvarnareglurnar eru enn strangari. Það er ég mjög gagnrýninn á. Og ég sé heldur ekki að leikmenn annarra þjóða ætli að vera heima,“ sagði Wolff í þættinum sem fór í loftið í síðustu viku. Alfreð var spurður út í ummælin og var ekki hrifinn: „Ég vona að þetta mál verði gleymt og grafið. Þetta truflar undirbúninginn okkar,“ sagði Alfreð sem þá átti þó eftir að sjá sína menn vinna Austurríki 34-20 í síðasta leiknum fyrir HM, í leik í undankeppni EM í gær. Wolff átti þar skínandi leik að mati Alfreðs. „Fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með“ Alfreð varð ekki að ósk sinni því í dag birtist viðtal við Wolff í Kicker þar sem fjarvera þríeykisins var enn til umræðu. „Þegar maður sér aðrar þjóðir mæta með fullskipað lið og að hjá þeim eru engir sem ekki gefa kost á sér, þá gæti maður í kaldhæðni sagt að aðrir leikmenn séu betri í að skipuleggja fjarveru sína,“ sagði Wolff. „Ég er ekki fjölskyldumaður sjálfur og get ekki sett mig í þau spor, en fjölskyldumenn frá öðrum löndum verða með á mótinu,“ sagði Wolff.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Enginn frá Kiel í HM-hópnum sem Alfreð valdi Alfreð Gíslason hefur valið tuttugu manna hóp þýska handboltalandsliðsins fyrir HM í Egyptalandi í næsta mánuði. 21. desember 2020 12:16 Þrír fyrrverandi leikmenn Alfreðs hjá Kiel tilkynntu honum að þeir ætli ekki á HM Þrír leikmenn Kiel gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir HM í Egyptalandi. Þeir spila því ekki fyrir sinn gamla þjálfara, Alfreð Gíslason, á fyrsta stórmóti hans með þýska liðið. 16. desember 2020 13:31 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Enginn frá Kiel í HM-hópnum sem Alfreð valdi Alfreð Gíslason hefur valið tuttugu manna hóp þýska handboltalandsliðsins fyrir HM í Egyptalandi í næsta mánuði. 21. desember 2020 12:16
Þrír fyrrverandi leikmenn Alfreðs hjá Kiel tilkynntu honum að þeir ætli ekki á HM Þrír leikmenn Kiel gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið fyrir HM í Egyptalandi. Þeir spila því ekki fyrir sinn gamla þjálfara, Alfreð Gíslason, á fyrsta stórmóti hans með þýska liðið. 16. desember 2020 13:31