„Leiðbeiningar sem komu um ræktina að mestu leyti komnar frá ræktinni sjálfri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2021 08:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna fyrr í vetur. Lögreglan Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þær breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á miðvikudag og snúa að líkamsræktarstöðvum séu byggðar á tillögum sem stöðvarnar lögðu fram sjálfar. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi komið með tillögur og breytingarnar nú séu að mestu leyti byggðar á þeim tillögum. „Þær leiðbeiningar sem komu um ræktina eru að mestu leyti komnar frá ræktinni sjálfri. Þannig að það er eins og við höfum sagt áður, bæði þegar það er verið að herða og slaka, þá fara menn að bera sig saman og lýsa yfir óánægju með einstaka atriði og auðvitað getur það verið skiljanlegt í mörgum tilvikum en við erum bara að reyna að gera þetta eins varlega og mögulegt er. Við vitum að við gátum rakið fullt af smitum, í þessari bylgju sem við erum búin að vera að eiga við í upphafi, þetta voru krár fyrst og fremst en svo voru þetta líkamsræktarstöðvar, hnefaleikastöðvar, menn eru aðeins að hengja sig í það hvort sumar stöðvar kallist líkamsræktarstöðvar eða ekki en þetta var þannig atferli sem setti þetta eiginlega allt af stað og við erum dálítið hræddir við að það geti gerst aftur. Þess vegna viljum við fara varlega,“ sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um þrjátíu manns greinst á landamærunum með breska afbrigðið Spurður út í hvort það flest smitin hafi ekki mátt rekja til Hnefaleikafélags Kópavogs en ekki stöðva á borð við World Class og Hreyfingu sagði Þórólfur: „Það voru langflestu smitin voru frá hnefaleikastöðinni þarna í byrjun en það voru líka mjög mörg sem voru frá líkamsræktarstöðvum sem voru þarna í byrjun.“ Hann sagði helgina hafa verið ágæta; tiltölulega fáir hafi greinst innanlands og flestir þeirra hafi verið í sóttkví. Hins vegar væru enn nokkuð margir að greinast á landamærunum. Flestir þeirra væru með íslenska kennitölu þannig að fólkið býr hér þótt það sé kannski með annað ríkisfang. Mikið hefur verið rætt um hið svokallaða breska afbrigði veirunnar sem hefur dreift sér víða um heim en það er talið mun meira smitandi en aðrir stofnar. Þórólfur sagði um þrjátíu manns hafa greinst með afbrigðið á landamærunum hér. Dæmi um fólk sé snúið við úr sóttkvíarröð og greinist svo smitað Þá hefðu fjögur innanlandssmit komið upp en í öllum tilvikum væri um að ræða einstaklinga sem væru nátengdir þeim sem hefðu greinst á landamærunum. Herða á sóttvarnareglur á landamærunum á þann hátt að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví fram yfir skimun verði skylt að dvelja í farsóttarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Þá verði börnum þeirra sem þetta velja og eru einnig að koma til landsins gert að fara í sóttkví, ólíkt því sem nú er. Aðspurður hvort það væru mörg smit sem mætti rekja til einstaklinga sem hefðu brotið fjórtán daga sóttkví eftir komuna til landsins sagði Þórólfur nokkur dæmi um slíkt. „Það er ekki algengt. Það hefur hins vegar komið upp núna, þegar landamæraverðir í Keflavík, þeir hafa staðið sig mjög vel í því að tala við fólk sem velur fjórtán daga sóttkví og fá það til að fara í sýnatökuna. Það eru alveg dæmi um það að fólki er snúið við í þeirri röð, fjórtán daga sóttkvíar-röðinni, og reynist svo vera smitað í fyrstu sýnatöku og jafnvel annarri. Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli til þess að koma þessu öllu af stað hérna innanlands,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Bítið Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi komið með tillögur og breytingarnar nú séu að mestu leyti byggðar á þeim tillögum. „Þær leiðbeiningar sem komu um ræktina eru að mestu leyti komnar frá ræktinni sjálfri. Þannig að það er eins og við höfum sagt áður, bæði þegar það er verið að herða og slaka, þá fara menn að bera sig saman og lýsa yfir óánægju með einstaka atriði og auðvitað getur það verið skiljanlegt í mörgum tilvikum en við erum bara að reyna að gera þetta eins varlega og mögulegt er. Við vitum að við gátum rakið fullt af smitum, í þessari bylgju sem við erum búin að vera að eiga við í upphafi, þetta voru krár fyrst og fremst en svo voru þetta líkamsræktarstöðvar, hnefaleikastöðvar, menn eru aðeins að hengja sig í það hvort sumar stöðvar kallist líkamsræktarstöðvar eða ekki en þetta var þannig atferli sem setti þetta eiginlega allt af stað og við erum dálítið hræddir við að það geti gerst aftur. Þess vegna viljum við fara varlega,“ sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um þrjátíu manns greinst á landamærunum með breska afbrigðið Spurður út í hvort það flest smitin hafi ekki mátt rekja til Hnefaleikafélags Kópavogs en ekki stöðva á borð við World Class og Hreyfingu sagði Þórólfur: „Það voru langflestu smitin voru frá hnefaleikastöðinni þarna í byrjun en það voru líka mjög mörg sem voru frá líkamsræktarstöðvum sem voru þarna í byrjun.“ Hann sagði helgina hafa verið ágæta; tiltölulega fáir hafi greinst innanlands og flestir þeirra hafi verið í sóttkví. Hins vegar væru enn nokkuð margir að greinast á landamærunum. Flestir þeirra væru með íslenska kennitölu þannig að fólkið býr hér þótt það sé kannski með annað ríkisfang. Mikið hefur verið rætt um hið svokallaða breska afbrigði veirunnar sem hefur dreift sér víða um heim en það er talið mun meira smitandi en aðrir stofnar. Þórólfur sagði um þrjátíu manns hafa greinst með afbrigðið á landamærunum hér. Dæmi um fólk sé snúið við úr sóttkvíarröð og greinist svo smitað Þá hefðu fjögur innanlandssmit komið upp en í öllum tilvikum væri um að ræða einstaklinga sem væru nátengdir þeim sem hefðu greinst á landamærunum. Herða á sóttvarnareglur á landamærunum á þann hátt að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví fram yfir skimun verði skylt að dvelja í farsóttarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Þá verði börnum þeirra sem þetta velja og eru einnig að koma til landsins gert að fara í sóttkví, ólíkt því sem nú er. Aðspurður hvort það væru mörg smit sem mætti rekja til einstaklinga sem hefðu brotið fjórtán daga sóttkví eftir komuna til landsins sagði Þórólfur nokkur dæmi um slíkt. „Það er ekki algengt. Það hefur hins vegar komið upp núna, þegar landamæraverðir í Keflavík, þeir hafa staðið sig mjög vel í því að tala við fólk sem velur fjórtán daga sóttkví og fá það til að fara í sýnatökuna. Það eru alveg dæmi um það að fólki er snúið við í þeirri röð, fjórtán daga sóttkvíar-röðinni, og reynist svo vera smitað í fyrstu sýnatöku og jafnvel annarri. Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli til þess að koma þessu öllu af stað hérna innanlands,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Bítið Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira