„Leiðbeiningar sem komu um ræktina að mestu leyti komnar frá ræktinni sjálfri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2021 08:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna fyrr í vetur. Lögreglan Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að þær breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á miðvikudag og snúa að líkamsræktarstöðvum séu byggðar á tillögum sem stöðvarnar lögðu fram sjálfar. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi komið með tillögur og breytingarnar nú séu að mestu leyti byggðar á þeim tillögum. „Þær leiðbeiningar sem komu um ræktina eru að mestu leyti komnar frá ræktinni sjálfri. Þannig að það er eins og við höfum sagt áður, bæði þegar það er verið að herða og slaka, þá fara menn að bera sig saman og lýsa yfir óánægju með einstaka atriði og auðvitað getur það verið skiljanlegt í mörgum tilvikum en við erum bara að reyna að gera þetta eins varlega og mögulegt er. Við vitum að við gátum rakið fullt af smitum, í þessari bylgju sem við erum búin að vera að eiga við í upphafi, þetta voru krár fyrst og fremst en svo voru þetta líkamsræktarstöðvar, hnefaleikastöðvar, menn eru aðeins að hengja sig í það hvort sumar stöðvar kallist líkamsræktarstöðvar eða ekki en þetta var þannig atferli sem setti þetta eiginlega allt af stað og við erum dálítið hræddir við að það geti gerst aftur. Þess vegna viljum við fara varlega,“ sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um þrjátíu manns greinst á landamærunum með breska afbrigðið Spurður út í hvort það flest smitin hafi ekki mátt rekja til Hnefaleikafélags Kópavogs en ekki stöðva á borð við World Class og Hreyfingu sagði Þórólfur: „Það voru langflestu smitin voru frá hnefaleikastöðinni þarna í byrjun en það voru líka mjög mörg sem voru frá líkamsræktarstöðvum sem voru þarna í byrjun.“ Hann sagði helgina hafa verið ágæta; tiltölulega fáir hafi greinst innanlands og flestir þeirra hafi verið í sóttkví. Hins vegar væru enn nokkuð margir að greinast á landamærunum. Flestir þeirra væru með íslenska kennitölu þannig að fólkið býr hér þótt það sé kannski með annað ríkisfang. Mikið hefur verið rætt um hið svokallaða breska afbrigði veirunnar sem hefur dreift sér víða um heim en það er talið mun meira smitandi en aðrir stofnar. Þórólfur sagði um þrjátíu manns hafa greinst með afbrigðið á landamærunum hér. Dæmi um fólk sé snúið við úr sóttkvíarröð og greinist svo smitað Þá hefðu fjögur innanlandssmit komið upp en í öllum tilvikum væri um að ræða einstaklinga sem væru nátengdir þeim sem hefðu greinst á landamærunum. Herða á sóttvarnareglur á landamærunum á þann hátt að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví fram yfir skimun verði skylt að dvelja í farsóttarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Þá verði börnum þeirra sem þetta velja og eru einnig að koma til landsins gert að fara í sóttkví, ólíkt því sem nú er. Aðspurður hvort það væru mörg smit sem mætti rekja til einstaklinga sem hefðu brotið fjórtán daga sóttkví eftir komuna til landsins sagði Þórólfur nokkur dæmi um slíkt. „Það er ekki algengt. Það hefur hins vegar komið upp núna, þegar landamæraverðir í Keflavík, þeir hafa staðið sig mjög vel í því að tala við fólk sem velur fjórtán daga sóttkví og fá það til að fara í sýnatökuna. Það eru alveg dæmi um það að fólki er snúið við í þeirri röð, fjórtán daga sóttkvíar-röðinni, og reynist svo vera smitað í fyrstu sýnatöku og jafnvel annarri. Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli til þess að koma þessu öllu af stað hérna innanlands,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Bítið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Forsvarsmenn líkamsræktarstöðva hafi komið með tillögur og breytingarnar nú séu að mestu leyti byggðar á þeim tillögum. „Þær leiðbeiningar sem komu um ræktina eru að mestu leyti komnar frá ræktinni sjálfri. Þannig að það er eins og við höfum sagt áður, bæði þegar það er verið að herða og slaka, þá fara menn að bera sig saman og lýsa yfir óánægju með einstaka atriði og auðvitað getur það verið skiljanlegt í mörgum tilvikum en við erum bara að reyna að gera þetta eins varlega og mögulegt er. Við vitum að við gátum rakið fullt af smitum, í þessari bylgju sem við erum búin að vera að eiga við í upphafi, þetta voru krár fyrst og fremst en svo voru þetta líkamsræktarstöðvar, hnefaleikastöðvar, menn eru aðeins að hengja sig í það hvort sumar stöðvar kallist líkamsræktarstöðvar eða ekki en þetta var þannig atferli sem setti þetta eiginlega allt af stað og við erum dálítið hræddir við að það geti gerst aftur. Þess vegna viljum við fara varlega,“ sagði Þórólfur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um þrjátíu manns greinst á landamærunum með breska afbrigðið Spurður út í hvort það flest smitin hafi ekki mátt rekja til Hnefaleikafélags Kópavogs en ekki stöðva á borð við World Class og Hreyfingu sagði Þórólfur: „Það voru langflestu smitin voru frá hnefaleikastöðinni þarna í byrjun en það voru líka mjög mörg sem voru frá líkamsræktarstöðvum sem voru þarna í byrjun.“ Hann sagði helgina hafa verið ágæta; tiltölulega fáir hafi greinst innanlands og flestir þeirra hafi verið í sóttkví. Hins vegar væru enn nokkuð margir að greinast á landamærunum. Flestir þeirra væru með íslenska kennitölu þannig að fólkið býr hér þótt það sé kannski með annað ríkisfang. Mikið hefur verið rætt um hið svokallaða breska afbrigði veirunnar sem hefur dreift sér víða um heim en það er talið mun meira smitandi en aðrir stofnar. Þórólfur sagði um þrjátíu manns hafa greinst með afbrigðið á landamærunum hér. Dæmi um fólk sé snúið við úr sóttkvíarröð og greinist svo smitað Þá hefðu fjögur innanlandssmit komið upp en í öllum tilvikum væri um að ræða einstaklinga sem væru nátengdir þeim sem hefðu greinst á landamærunum. Herða á sóttvarnareglur á landamærunum á þann hátt að þeir sem velja fjórtán daga sóttkví fram yfir skimun verði skylt að dvelja í farsóttarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Þá verði börnum þeirra sem þetta velja og eru einnig að koma til landsins gert að fara í sóttkví, ólíkt því sem nú er. Aðspurður hvort það væru mörg smit sem mætti rekja til einstaklinga sem hefðu brotið fjórtán daga sóttkví eftir komuna til landsins sagði Þórólfur nokkur dæmi um slíkt. „Það er ekki algengt. Það hefur hins vegar komið upp núna, þegar landamæraverðir í Keflavík, þeir hafa staðið sig mjög vel í því að tala við fólk sem velur fjórtán daga sóttkví og fá það til að fara í sýnatökuna. Það eru alveg dæmi um það að fólki er snúið við í þeirri röð, fjórtán daga sóttkvíar-röðinni, og reynist svo vera smitað í fyrstu sýnatöku og jafnvel annarri. Við vitum að það þarf ekki nema eitt tilfelli til þess að koma þessu öllu af stað hérna innanlands,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Bítið Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira