Búið að handtaka áberandi þátttakendur í óeirðunum Eiður Þór Árnason skrifar 9. janúar 2021 20:42 Jacob Anthony Chansley sést hér í fullum skrúða í þinghúsinu á miðvikudag en hann var handtekinn í dag og færður í gæsluvarðhald. Getty/Win McNamee Alríkissaksóknarar hafa ákært tvo einstaklinga til viðbótar í tengslum við óeirðirnar í bandaríska þinghúsinu sem fram fóru á miðvikudag. Um er að ræða tvo karlmenn sem vakið hafa mikla athygli fyrir þátt sinn í atburðunum en ljósmyndir af þeim á göngum þinghússins komust fljótt í mikla dreifingu um allan heim. Annar þeirra er hinn 36 ára gamli Adam Johnson frá Flórída sem sást bera ræðupúlt Nancy Pelosi, forseta fulltrúardeilar Bandaríkjaþings, út úr þingsal. Auk hans var Jacob Anthony Chansley frá Arizona færður í gæsluvarðhald í dag en margir kannast við hann sem manninn sem sást ber að ofan, með andlitsmálningu og höfuðbúnað sem virtist vera úr feldi. Adam Johnson sást bera ræðupúlt Nancy Pelosi, þingmanns Demókrata og forseta fulltrúadeildarinnar í þinghúsinu. Getty/Win McNamee Báðir eru ákærðir fyrir að hafa farið óleyfilega inn í þinghúsið og vera með óspektir í og við þingið. Fram kemur í umfjöllun Washington Post að Johnson sé einnig ákærður fyrir þjófnað á ríkiseigum en hann er sakaður um að hafa stolið áðurnefndu ræðupúlti. Lögregla studdist við ljósmyndir og umfjöllun í fjölmiðlum þegar kom að því að bera kennsl á mennina. Í gær var greint frá því að Richard Barnett, sem fór inn á skrifstofu Nancy Pelosi þar sem hann kom sér fyrir í sæti hennar, hafi verið handtekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. Hinn sami sagðist hafa stolið pósti þingforsetans og skilið eftir skilaboð til hennar á skrifstofunni. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Annar þeirra er hinn 36 ára gamli Adam Johnson frá Flórída sem sást bera ræðupúlt Nancy Pelosi, forseta fulltrúardeilar Bandaríkjaþings, út úr þingsal. Auk hans var Jacob Anthony Chansley frá Arizona færður í gæsluvarðhald í dag en margir kannast við hann sem manninn sem sást ber að ofan, með andlitsmálningu og höfuðbúnað sem virtist vera úr feldi. Adam Johnson sást bera ræðupúlt Nancy Pelosi, þingmanns Demókrata og forseta fulltrúadeildarinnar í þinghúsinu. Getty/Win McNamee Báðir eru ákærðir fyrir að hafa farið óleyfilega inn í þinghúsið og vera með óspektir í og við þingið. Fram kemur í umfjöllun Washington Post að Johnson sé einnig ákærður fyrir þjófnað á ríkiseigum en hann er sakaður um að hafa stolið áðurnefndu ræðupúlti. Lögregla studdist við ljósmyndir og umfjöllun í fjölmiðlum þegar kom að því að bera kennsl á mennina. Í gær var greint frá því að Richard Barnett, sem fór inn á skrifstofu Nancy Pelosi þar sem hann kom sér fyrir í sæti hennar, hafi verið handtekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. Hinn sami sagðist hafa stolið pósti þingforsetans og skilið eftir skilaboð til hennar á skrifstofunni.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir „Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31 Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
„Á þessum tímapunkti hélt ég að ég yrði drepin“ Fjöldi blaðamanna og ljósmyndara var í og við bandaríska þinghúsið á miðvikudag og upplifði þá ótrúlegu atburðarás þegar æstur múgur, stuðningsmenn Donalds Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðst inn í húsið. 9. janúar 2021 19:31
Vildi „setja kúlu í hausinn á Pelosi“ í beinni Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa greint frá upplýsingum úr rannsókn yfirvalda, sem snýr að árás stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag. Frá þessu er greint á vef CNN. 9. janúar 2021 14:22
Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45