Var ekki í síbrotagæslu þrátt fyrir langan sakaferil og mörg nýleg brot Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. janúar 2021 14:00 Maður sem í Héraðsdómi Reykjavíkur var dæmdur í gær í sex og hálfs árs fangelsi m.a. fyrir tilraun til manndráps var ekki í síbrotagæslu. Nokkrum mánuðum áður hafði hann framið sérstaklega alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og verið 3 sviptur ökuréttindum eftir að hafa ekið undir áhrifum ávana-og fíkniefna þar sem hann var metinn óhæfur til aksturs. Vísir/Vilhelm Verjandi manns sem var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur í gær segir að skjólstæðingur sinn hafi tekið ákvörðun um næstu skref en vilji ekki gefa upp hver hún sé á þessari stundu. Þá hefur ekki komið fram hvort ríkissaksóknari hyggst áfrýja málinu til Landsréttar eður ei. Maðurinn var ekki í síbrotagæslu þrátt fyrir að hafa nokkrum mánuðum áður en hann gerði tilraun til manndráps framið alvarlega líkamsárás og ítrekað misst ökuréttindum eftir að hafa keyrt undir áhrifum ávana-og fíkniefna þar sem hann var talinn hafa verið í óökuhæfu ástandi. Hinn dæmdi Þorlákur Fannar Albertsson fékk í Héraðsdómu Reykjavíkur í gær sex og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að áður en maðurinn gerði tilraun til að drepa leigusala sinn með hnífi í júní á síðasta ári hafi hann í apríl framið sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissvipt félaga sinn í 17 klukkustundir. Í þeirri árás kýldi hann í höfuð félaga síns, lamdi með kúbeini og sparkaði í hann. Þá kemur fram lögregla hafði áður svipt hann þrisvar ökuréttindum fyrir að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í öllum tilfellum var hann talinn óhæfur til að stjórna bifreið. Þá kemur fram í dómnum að maðurinn hefur frá árinu 2004 fengið sjö refsidóma. Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem varð fyrir manndrápstilraun af hálfu mannsins sagðist í fréttum í gær undrandi yfir að maðurinn hafi fengið að ganga laus með svo mörg mál á bakinu, hann hafi verið stórhættulegur umhverfi sínu löngu áður en hann réðst á sig. Héraðsdómur ReykjavíkurFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Anna Barbara Andradóttir settur saksóknari í málinu segir það á valdi lögreglu að fara fram á síbrotagæslu yfir fólki. „Það er náttúrlega heimild í lögunum að fara fram á gæsluvarðahald vegna síbrota en það fer eftir fjölda mála og alvarleika þeirra. Lögreglan skoðar þetta og metur,“ segir Anna Barbara. Aðspurð um hvort hún telji að Þorlákur Fannar hefði átt að sæta slíku mati segir hún að það sé ekki „Þetta er ákvörðun sem lögregla tekur og varðandi þetta atriði þá vísa ég á lögreglu,“ segir Anna Barbara. Ekki komið í ljós hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar Leifur Runólfsson verjandi Þorláks Fannars Albertsson vildi ekki gefa upp hvaða ákvörðun hann og umbjóðandi hans hefðu tekið um framhald málsins þ.e. hvort að því verði áfrýjað til Landsréttar. „Við ætlum ekki að gefa upp ákvörðun á þessu stigi því við sjáum ekki ástæðu til að gefa hana upp á þessu stigi,“ sagði Leifur í samtali við fréttastofu. Þá hefur ekki komið fram hvort að Ríkissaksóknari ætli að áfrýja málinu til Landsréttar. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8. janúar 2021 19:01 Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26 Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. 30. nóvember 2020 21:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Maðurinn var ekki í síbrotagæslu þrátt fyrir að hafa nokkrum mánuðum áður en hann gerði tilraun til manndráps framið alvarlega líkamsárás og ítrekað misst ökuréttindum eftir að hafa keyrt undir áhrifum ávana-og fíkniefna þar sem hann var talinn hafa verið í óökuhæfu ástandi. Hinn dæmdi Þorlákur Fannar Albertsson fékk í Héraðsdómu Reykjavíkur í gær sex og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Í dómnum kemur fram að áður en maðurinn gerði tilraun til að drepa leigusala sinn með hnífi í júní á síðasta ári hafi hann í apríl framið sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissvipt félaga sinn í 17 klukkustundir. Í þeirri árás kýldi hann í höfuð félaga síns, lamdi með kúbeini og sparkaði í hann. Þá kemur fram lögregla hafði áður svipt hann þrisvar ökuréttindum fyrir að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í öllum tilfellum var hann talinn óhæfur til að stjórna bifreið. Þá kemur fram í dómnum að maðurinn hefur frá árinu 2004 fengið sjö refsidóma. Herdís Anna Þorvaldsdóttir sem varð fyrir manndrápstilraun af hálfu mannsins sagðist í fréttum í gær undrandi yfir að maðurinn hafi fengið að ganga laus með svo mörg mál á bakinu, hann hafi verið stórhættulegur umhverfi sínu löngu áður en hann réðst á sig. Héraðsdómur ReykjavíkurFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Anna Barbara Andradóttir settur saksóknari í málinu segir það á valdi lögreglu að fara fram á síbrotagæslu yfir fólki. „Það er náttúrlega heimild í lögunum að fara fram á gæsluvarðahald vegna síbrota en það fer eftir fjölda mála og alvarleika þeirra. Lögreglan skoðar þetta og metur,“ segir Anna Barbara. Aðspurð um hvort hún telji að Þorlákur Fannar hefði átt að sæta slíku mati segir hún að það sé ekki „Þetta er ákvörðun sem lögregla tekur og varðandi þetta atriði þá vísa ég á lögreglu,“ segir Anna Barbara. Ekki komið í ljós hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar Leifur Runólfsson verjandi Þorláks Fannars Albertsson vildi ekki gefa upp hvaða ákvörðun hann og umbjóðandi hans hefðu tekið um framhald málsins þ.e. hvort að því verði áfrýjað til Landsréttar. „Við ætlum ekki að gefa upp ákvörðun á þessu stigi því við sjáum ekki ástæðu til að gefa hana upp á þessu stigi,“ sagði Leifur í samtali við fréttastofu. Þá hefur ekki komið fram hvort að Ríkissaksóknari ætli að áfrýja málinu til Landsréttar.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8. janúar 2021 19:01 Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26 Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. 30. nóvember 2020 21:37 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8. janúar 2021 19:01
Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26
Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. 30. nóvember 2020 21:37