Meira kemur til með að mæða á Gylfa í bikarslagnum Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2021 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar mæta Rotherham í dag. Getty/Tony McArdle Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton síðustu vikur og útlit er fyrir enn meira mæði á honum í dag þegar liðið freistar þess að komast áfram í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Everton tekur á móti Rotherham kl. 12 í dag í fyrsta leiknum af átta sem sýndir verða á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og á morgun. Kári Árnason, félagi Gylfa úr landsliðinu, gerði garðinn frægan hjá Rotherham á árunum 2012-2015 og fór með liðinu upp um tvær deildir, í þá næstefstu, þar sem það situr nú í næstneðsta sæti. Franski bakvörðurinn Lucas Digne hefur jafnað sig af ökklameiðslum, fyrr en áætlað var, og gæti spilað í dag eftir að hafa verið úr leik síðan í nóvember. Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Carlo Ancelotti, stjóri Everton, ákvað að gefa sóknarmönnunum Dominic Calvert-Lewin og Richarlison kærkomna hvíld í dag. Þess vegna gæti Ítalinn þurft að treysta meira en ella á Gylfa í sóknarleik liðsins. Kólumbíumaðurinn James Rodriguez gæti þó leikið sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu frá því 5. desember, eftir að hafa jafnað sig af kálfameiðslum og komið inn á í síðasta leik, 1-0 tapinu gegn West Ham á nýársdag, og Alex Iwobi er einnig heill heilsu eftir að hafa misst af þeim leik. Jonjoe Kenny og markmaðurinn Jordan Pickford munu ekki spila í dag. „Sumir eru meiddir og sumir fá hvíld,“ sagði Ancelotti um fjarveru leikmanna. Hann staðfesti að Tyrkinn Cenk Tosun myndi leiða framlínu Everton og að Ben Godfrey yrði í miðri vörninni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira
Everton tekur á móti Rotherham kl. 12 í dag í fyrsta leiknum af átta sem sýndir verða á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og á morgun. Kári Árnason, félagi Gylfa úr landsliðinu, gerði garðinn frægan hjá Rotherham á árunum 2012-2015 og fór með liðinu upp um tvær deildir, í þá næstefstu, þar sem það situr nú í næstneðsta sæti. Franski bakvörðurinn Lucas Digne hefur jafnað sig af ökklameiðslum, fyrr en áætlað var, og gæti spilað í dag eftir að hafa verið úr leik síðan í nóvember. Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Carlo Ancelotti, stjóri Everton, ákvað að gefa sóknarmönnunum Dominic Calvert-Lewin og Richarlison kærkomna hvíld í dag. Þess vegna gæti Ítalinn þurft að treysta meira en ella á Gylfa í sóknarleik liðsins. Kólumbíumaðurinn James Rodriguez gæti þó leikið sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu frá því 5. desember, eftir að hafa jafnað sig af kálfameiðslum og komið inn á í síðasta leik, 1-0 tapinu gegn West Ham á nýársdag, og Alex Iwobi er einnig heill heilsu eftir að hafa misst af þeim leik. Jonjoe Kenny og markmaðurinn Jordan Pickford munu ekki spila í dag. „Sumir eru meiddir og sumir fá hvíld,“ sagði Ancelotti um fjarveru leikmanna. Hann staðfesti að Tyrkinn Cenk Tosun myndi leiða framlínu Everton og að Ben Godfrey yrði í miðri vörninni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3)
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Sjá meira