Ofurhlauparar verulega skúffaðir eftir skráningarvesen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2021 15:54 Örvar Steingrímsson ofurhlaupari, fyrir miðju, er meðal þeirra sem náði ekki að skrá sig í hlaupið. Laugavegur - Ultra marathon Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021. Gangi ykkur vel í undirbúningnum! Svona voru skilaboð sem birtust á Facebook-síðu Laugavegs - Ultra marathon upp úr klukkan tólf í hádeginu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Skráning í hlaupið var auglýst á slaginu tólf og ljóst að margir voru mættir við lyklaborðið klárir í að skrá sig enda takmarkað framboð af sætum. Fjölmargir hlauparar sitja eftir með sárt ennið og tæplega hundrað tjá sig við færsluna á Facebook-síðu hlaupsins. Lýsa þeir yfir vonbrigðum. Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021 Gangi ykkur vel í undirbúningnum! 2021 Laugavegur Ultra Marathon is fully booked Good luck in your preparation!Posted by Laugavegur - Ultra marathon on Friday, January 8, 2021 „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Vill endurtaka skráninguna „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Hlynur Guðmundsson er sömuleiðis ósáttur. „Vægast sagt ömurleg framistaða hjá ykkur, keyrið upp pressu á að menn þurfi að vera fljótir til að skrá sig og missið svo vefin í gólfið þegar það augljósa gerist að allir hamast við að skrá sig á fyrstu mínútu.“ Fjölmargir voru að reyna að skrá sig þegar þeir fengu þessa villumeldingu. Í framhaldi af því að skráningu lauk birtist fréttatilkynning á vef Laugavegshlaupsins þar sem fram kemur að tölvukerfið hafi átt erfitt í hádeginu. Erlendir hlauparar gætu forfallast „Um tíma leit út fyrir að skráningarsíðan hefði hrunið en svo reyndist þó ekki vera. Einhverjir lentu þó í vandræðum með að skrá sig þar sem fjölmargir voru að reyna á sama tíma. Við skiljum vonbrigði hlaupara sem náðu ekki sæti. Okkur þykir þetta mjög leitt og myndum gjarnan vilja taka við fleirum en vegna öryggisástæðna er fjöldi þeirra sem getur tekið þátt takmarkaður,“ segir í tilkynningunni. Ekki sé öll von úti því óvíst er um þátttöku erlendra hlaupara í ár líkt og í fyrra. Því eru hlauparar beðnir um að skrá sig á póstlista komi sú staða upp aftur í vor að erlendir keppendur forfallist. Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Skráning í hlaupið var auglýst á slaginu tólf og ljóst að margir voru mættir við lyklaborðið klárir í að skrá sig enda takmarkað framboð af sætum. Fjölmargir hlauparar sitja eftir með sárt ennið og tæplega hundrað tjá sig við færsluna á Facebook-síðu hlaupsins. Lýsa þeir yfir vonbrigðum. Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021 Gangi ykkur vel í undirbúningnum! 2021 Laugavegur Ultra Marathon is fully booked Good luck in your preparation!Posted by Laugavegur - Ultra marathon on Friday, January 8, 2021 „Hvað er að frétta? Komst inn en tókst ekki að skrá kt. mína,“ segir Örvar Steingrímsson ofurhlaupari sem hefur margtoft hlaupið Laugaveginn og komið í mark fyrstur Íslendinga. „Ótrúlega svekkjandi,“ bætir hann við. Nafni hans Örvar Jens Arnarsson segir margoft ekki hafa samþykkt kennitölu hans þó hann hafi nokkrum sinnum komist inn á skráningarsíðuna. Vill endurtaka skráninguna „En eins og margir komst ég aldrei lengra en bolastærð. Ótrúlega svekkjandi og ólíðandi að eiga við þetta kerfi, a.m.k. í dag. Hreinlega ósanngjarnt miðað við hversu margir fengu sömu villumeldingar. Þið hljótið að skoða þetta gaumgæfilega og jafnvel endurskoða/endurtaka skráninguna?“ Hlynur Guðmundsson er sömuleiðis ósáttur. „Vægast sagt ömurleg framistaða hjá ykkur, keyrið upp pressu á að menn þurfi að vera fljótir til að skrá sig og missið svo vefin í gólfið þegar það augljósa gerist að allir hamast við að skrá sig á fyrstu mínútu.“ Fjölmargir voru að reyna að skrá sig þegar þeir fengu þessa villumeldingu. Í framhaldi af því að skráningu lauk birtist fréttatilkynning á vef Laugavegshlaupsins þar sem fram kemur að tölvukerfið hafi átt erfitt í hádeginu. Erlendir hlauparar gætu forfallast „Um tíma leit út fyrir að skráningarsíðan hefði hrunið en svo reyndist þó ekki vera. Einhverjir lentu þó í vandræðum með að skrá sig þar sem fjölmargir voru að reyna á sama tíma. Við skiljum vonbrigði hlaupara sem náðu ekki sæti. Okkur þykir þetta mjög leitt og myndum gjarnan vilja taka við fleirum en vegna öryggisástæðna er fjöldi þeirra sem getur tekið þátt takmarkaður,“ segir í tilkynningunni. Ekki sé öll von úti því óvíst er um þátttöku erlendra hlaupara í ár líkt og í fyrra. Því eru hlauparar beðnir um að skrá sig á póstlista komi sú staða upp aftur í vor að erlendir keppendur forfallist.
Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira