Telja að aðgerðir um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmætar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2021 08:24 Það er mat tveggja lögfræðinga að aðgerðir íslenskra lögregluyfirvalda um borð í togaranum Polar Nanoq í janúar 2017 hafi verið ólögmætar. Vísir/Vilhelm Lögfræðingarnir Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Hlín Gísladóttir telja að aðgerðir íslensku lögreglunnar um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar 2017 hafi hvorki staðist íslensk lög né alþjóðalög. Handtaka Thomasar Møller Olsen, sem var svo ákærður og dæmdur fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, um borð í togaranum hafi þar hafa leiðandi hvorki staðist stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og vísað í nýja grein þeirra Bjarna Más og Hlínar í Tímariti lögfræðinga. Sjá einnig: Tveir menn handteknir um borð í Polar Nanoq „Um er að ræða eitt flóknasta lögsögumál í íslenskri réttarsögu. Í því reynir á fjölmörg grundvallaratriði alþjóðalaga og að okkar mati tókst ekki nógu vel upp hjá dómstólum,“ segir Bjarni Már í samtali við Fréttablaðið um ástæður þess að þau gerðu fræðilega úttekt á handtökunni. Að sögn Bjarna Más voru aðrar leiðir færar fyrir lögregluna sem hefðu verið lögmætar en þær hafi ekki verið farnar. Þá hafi Landsréttur heldur ekki staðist væntingar þegar hann kvað upp sinn dóm í málinu. Í grein þeirra Bjarna og Hlínar er sérstaklega fjallað um valdbeitingarheimildir íslenska ríkisins í efnahagslögsögunni, hvaða gildi samþykki skipstjóra til aðgerða geti haft og hvort og þá hvaða þýðingu afskiptaleysi ríkis um þjóðréttarbrot hafi. Meginniðurstaða greinar fræðimannanna byggir á því að fánaríki hafi sérlögsögu yfir skipum á úthafinu og í mörgum tilfellum í efnahagslögsögunni einnig. Á þessu séu þó undantekningar. Helsta undantekningin sé sú að herflugvélar, herskip eða önnur sérstaklega auðkennd skip og loftför sem hafi skýrt umboð ríkis geti farið um borð í skipi á úthafi og innan efnahagslögsögunnar í ákveðnum tilvikum. Slíkt verði þó aðeins gert á grundvelli þjóðréttarsamnings nema grunur sé um þrælaviðskipti, sjórán, ólöglegar útvarpssendingar, skipið sé þjóðernislaust eða villi á sér heimildir og sé í raun af sama þjóðerni og skip ríkisins. Sjá einnig: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla Segir í greininni að enginn samningur um lögregluaðgerðir sem þessar sé í gildi á milli Íslands og Grænlands eða Danmerkur. Þegar svo er sé talið heimilt að hefja aðgerðir þegar skýrt samþykki liggi fyrir þar um, áður en farið sé í aðgerðirnar. Slíkt samþykki hafi ekki legið fyrir. Í greininni er því komist að þeirri niðurstöðu að handtakan um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmæt. Sú niðurstaða njóti meðal annars stuðnings í dómafordæmum Mannréttindadómstóls Evrópu. Er það mat Bjarna og Hlínar að Landsréttur hefði því átt að staldra lengur við þennan þátt málsins og gæta þannig að mannréttindum ákærða. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Handtaka Thomasar Møller Olsen, sem var svo ákærður og dæmdur fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, um borð í togaranum hafi þar hafa leiðandi hvorki staðist stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og vísað í nýja grein þeirra Bjarna Más og Hlínar í Tímariti lögfræðinga. Sjá einnig: Tveir menn handteknir um borð í Polar Nanoq „Um er að ræða eitt flóknasta lögsögumál í íslenskri réttarsögu. Í því reynir á fjölmörg grundvallaratriði alþjóðalaga og að okkar mati tókst ekki nógu vel upp hjá dómstólum,“ segir Bjarni Már í samtali við Fréttablaðið um ástæður þess að þau gerðu fræðilega úttekt á handtökunni. Að sögn Bjarna Más voru aðrar leiðir færar fyrir lögregluna sem hefðu verið lögmætar en þær hafi ekki verið farnar. Þá hafi Landsréttur heldur ekki staðist væntingar þegar hann kvað upp sinn dóm í málinu. Í grein þeirra Bjarna og Hlínar er sérstaklega fjallað um valdbeitingarheimildir íslenska ríkisins í efnahagslögsögunni, hvaða gildi samþykki skipstjóra til aðgerða geti haft og hvort og þá hvaða þýðingu afskiptaleysi ríkis um þjóðréttarbrot hafi. Meginniðurstaða greinar fræðimannanna byggir á því að fánaríki hafi sérlögsögu yfir skipum á úthafinu og í mörgum tilfellum í efnahagslögsögunni einnig. Á þessu séu þó undantekningar. Helsta undantekningin sé sú að herflugvélar, herskip eða önnur sérstaklega auðkennd skip og loftför sem hafi skýrt umboð ríkis geti farið um borð í skipi á úthafi og innan efnahagslögsögunnar í ákveðnum tilvikum. Slíkt verði þó aðeins gert á grundvelli þjóðréttarsamnings nema grunur sé um þrælaviðskipti, sjórán, ólöglegar útvarpssendingar, skipið sé þjóðernislaust eða villi á sér heimildir og sé í raun af sama þjóðerni og skip ríkisins. Sjá einnig: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla Segir í greininni að enginn samningur um lögregluaðgerðir sem þessar sé í gildi á milli Íslands og Grænlands eða Danmerkur. Þegar svo er sé talið heimilt að hefja aðgerðir þegar skýrt samþykki liggi fyrir þar um, áður en farið sé í aðgerðirnar. Slíkt samþykki hafi ekki legið fyrir. Í greininni er því komist að þeirri niðurstöðu að handtakan um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmæt. Sú niðurstaða njóti meðal annars stuðnings í dómafordæmum Mannréttindadómstóls Evrópu. Er það mat Bjarna og Hlínar að Landsréttur hefði því átt að staldra lengur við þennan þátt málsins og gæta þannig að mannréttindum ákærða.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira