Telja að aðgerðir um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmætar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2021 08:24 Það er mat tveggja lögfræðinga að aðgerðir íslenskra lögregluyfirvalda um borð í togaranum Polar Nanoq í janúar 2017 hafi verið ólögmætar. Vísir/Vilhelm Lögfræðingarnir Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Hlín Gísladóttir telja að aðgerðir íslensku lögreglunnar um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar 2017 hafi hvorki staðist íslensk lög né alþjóðalög. Handtaka Thomasar Møller Olsen, sem var svo ákærður og dæmdur fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, um borð í togaranum hafi þar hafa leiðandi hvorki staðist stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og vísað í nýja grein þeirra Bjarna Más og Hlínar í Tímariti lögfræðinga. Sjá einnig: Tveir menn handteknir um borð í Polar Nanoq „Um er að ræða eitt flóknasta lögsögumál í íslenskri réttarsögu. Í því reynir á fjölmörg grundvallaratriði alþjóðalaga og að okkar mati tókst ekki nógu vel upp hjá dómstólum,“ segir Bjarni Már í samtali við Fréttablaðið um ástæður þess að þau gerðu fræðilega úttekt á handtökunni. Að sögn Bjarna Más voru aðrar leiðir færar fyrir lögregluna sem hefðu verið lögmætar en þær hafi ekki verið farnar. Þá hafi Landsréttur heldur ekki staðist væntingar þegar hann kvað upp sinn dóm í málinu. Í grein þeirra Bjarna og Hlínar er sérstaklega fjallað um valdbeitingarheimildir íslenska ríkisins í efnahagslögsögunni, hvaða gildi samþykki skipstjóra til aðgerða geti haft og hvort og þá hvaða þýðingu afskiptaleysi ríkis um þjóðréttarbrot hafi. Meginniðurstaða greinar fræðimannanna byggir á því að fánaríki hafi sérlögsögu yfir skipum á úthafinu og í mörgum tilfellum í efnahagslögsögunni einnig. Á þessu séu þó undantekningar. Helsta undantekningin sé sú að herflugvélar, herskip eða önnur sérstaklega auðkennd skip og loftför sem hafi skýrt umboð ríkis geti farið um borð í skipi á úthafi og innan efnahagslögsögunnar í ákveðnum tilvikum. Slíkt verði þó aðeins gert á grundvelli þjóðréttarsamnings nema grunur sé um þrælaviðskipti, sjórán, ólöglegar útvarpssendingar, skipið sé þjóðernislaust eða villi á sér heimildir og sé í raun af sama þjóðerni og skip ríkisins. Sjá einnig: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla Segir í greininni að enginn samningur um lögregluaðgerðir sem þessar sé í gildi á milli Íslands og Grænlands eða Danmerkur. Þegar svo er sé talið heimilt að hefja aðgerðir þegar skýrt samþykki liggi fyrir þar um, áður en farið sé í aðgerðirnar. Slíkt samþykki hafi ekki legið fyrir. Í greininni er því komist að þeirri niðurstöðu að handtakan um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmæt. Sú niðurstaða njóti meðal annars stuðnings í dómafordæmum Mannréttindadómstóls Evrópu. Er það mat Bjarna og Hlínar að Landsréttur hefði því átt að staldra lengur við þennan þátt málsins og gæta þannig að mannréttindum ákærða. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Handtaka Thomasar Møller Olsen, sem var svo ákærður og dæmdur fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, um borð í togaranum hafi þar hafa leiðandi hvorki staðist stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag og vísað í nýja grein þeirra Bjarna Más og Hlínar í Tímariti lögfræðinga. Sjá einnig: Tveir menn handteknir um borð í Polar Nanoq „Um er að ræða eitt flóknasta lögsögumál í íslenskri réttarsögu. Í því reynir á fjölmörg grundvallaratriði alþjóðalaga og að okkar mati tókst ekki nógu vel upp hjá dómstólum,“ segir Bjarni Már í samtali við Fréttablaðið um ástæður þess að þau gerðu fræðilega úttekt á handtökunni. Að sögn Bjarna Más voru aðrar leiðir færar fyrir lögregluna sem hefðu verið lögmætar en þær hafi ekki verið farnar. Þá hafi Landsréttur heldur ekki staðist væntingar þegar hann kvað upp sinn dóm í málinu. Í grein þeirra Bjarna og Hlínar er sérstaklega fjallað um valdbeitingarheimildir íslenska ríkisins í efnahagslögsögunni, hvaða gildi samþykki skipstjóra til aðgerða geti haft og hvort og þá hvaða þýðingu afskiptaleysi ríkis um þjóðréttarbrot hafi. Meginniðurstaða greinar fræðimannanna byggir á því að fánaríki hafi sérlögsögu yfir skipum á úthafinu og í mörgum tilfellum í efnahagslögsögunni einnig. Á þessu séu þó undantekningar. Helsta undantekningin sé sú að herflugvélar, herskip eða önnur sérstaklega auðkennd skip og loftför sem hafi skýrt umboð ríkis geti farið um borð í skipi á úthafi og innan efnahagslögsögunnar í ákveðnum tilvikum. Slíkt verði þó aðeins gert á grundvelli þjóðréttarsamnings nema grunur sé um þrælaviðskipti, sjórán, ólöglegar útvarpssendingar, skipið sé þjóðernislaust eða villi á sér heimildir og sé í raun af sama þjóðerni og skip ríkisins. Sjá einnig: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla Segir í greininni að enginn samningur um lögregluaðgerðir sem þessar sé í gildi á milli Íslands og Grænlands eða Danmerkur. Þegar svo er sé talið heimilt að hefja aðgerðir þegar skýrt samþykki liggi fyrir þar um, áður en farið sé í aðgerðirnar. Slíkt samþykki hafi ekki legið fyrir. Í greininni er því komist að þeirri niðurstöðu að handtakan um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmæt. Sú niðurstaða njóti meðal annars stuðnings í dómafordæmum Mannréttindadómstóls Evrópu. Er það mat Bjarna og Hlínar að Landsréttur hefði því átt að staldra lengur við þennan þátt málsins og gæta þannig að mannréttindum ákærða.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira