Brottrekstur Lárusar úrskurðaður ólögmætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2021 16:01 Lárus Sigurður Lárusson. Aðsend Landsréttur sneri í dag við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að víkja Lárusi Sigurði Lárussyni lögmanni úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í lok október að Lárusi skyldi vikið úr starfi skiptastjóra þrotabúsins vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. Ástæðan var sögð framferði Lárusar í tengslum við sölu á verðmætustu eign þrotabúsins, fasteigninni Þóroddsstöðum við Skógarhlíð í Reykjavík. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að áður en til gjaldþrotaskipta kom hafi eignin verið til sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir hafi borist í eignina og verið samþykkt, en salan ekki gengið í gegn þar sem kaupandi hafi ekki getað fjármagnað kaupin. Þóroddsstaðir eru byggðir árið 1927 og var upphaflega býli, Er um að ræða þrílyft steinhús, um 400 fermetrar að stærð.Já.is Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Lárus sagðist í yfirlýsingu vegna málsins í nóvember hafna því að eiginhagsmunir hefðu ráðið för og kærði úrskurðinn til Landsréttar. Hann baðst jafnframt lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna eftir að dómur héraðsdóms var kveðinn upp. Hefði átt að hafa gögnin tilbúin á skiptafundi Landsréttur kosmt að þeirri niðurstöðu að Lárusi hefði borið að kynna sér betur byggingarrétt sem þinglýst hafði verið á Þórodsstöðum. Dómurinn taldi þó að það hefði ekki haft umtalsverð áhrif á söluverð eignarinnar. Einnig hefði Lárus mátt gera sér grein fyrir því að hann þyrfti að hafa sölugögn vegna sölu eignarinnar tilbúin til afhendingar á skiptafundi í júní 2020 og að honum hefði borið að halda ágreiningsfund um umdeildar kröfur í búið eins fljótt og honum var unnt. Á hinn bóginn taldi dómurinn að framferði Lárusar hefði ekki verið slíkt að efni hafi staðið til að víkja honum fyrirvaralaust úr starfi skiptastjóra. Úrskurður héraðsdóms verði því felldur úr gildi. Idac ehf. og Ríkisútvarpinu ohf. var jafnframt gert að greiða honum 496 þúsund krónur í kærumálskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í lok október að Lárusi skyldi vikið úr starfi skiptastjóra þrotabúsins vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. Ástæðan var sögð framferði Lárusar í tengslum við sölu á verðmætustu eign þrotabúsins, fasteigninni Þóroddsstöðum við Skógarhlíð í Reykjavík. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að áður en til gjaldþrotaskipta kom hafi eignin verið til sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir hafi borist í eignina og verið samþykkt, en salan ekki gengið í gegn þar sem kaupandi hafi ekki getað fjármagnað kaupin. Þóroddsstaðir eru byggðir árið 1927 og var upphaflega býli, Er um að ræða þrílyft steinhús, um 400 fermetrar að stærð.Já.is Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Lárus sagðist í yfirlýsingu vegna málsins í nóvember hafna því að eiginhagsmunir hefðu ráðið för og kærði úrskurðinn til Landsréttar. Hann baðst jafnframt lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna eftir að dómur héraðsdóms var kveðinn upp. Hefði átt að hafa gögnin tilbúin á skiptafundi Landsréttur kosmt að þeirri niðurstöðu að Lárusi hefði borið að kynna sér betur byggingarrétt sem þinglýst hafði verið á Þórodsstöðum. Dómurinn taldi þó að það hefði ekki haft umtalsverð áhrif á söluverð eignarinnar. Einnig hefði Lárus mátt gera sér grein fyrir því að hann þyrfti að hafa sölugögn vegna sölu eignarinnar tilbúin til afhendingar á skiptafundi í júní 2020 og að honum hefði borið að halda ágreiningsfund um umdeildar kröfur í búið eins fljótt og honum var unnt. Á hinn bóginn taldi dómurinn að framferði Lárusar hefði ekki verið slíkt að efni hafi staðið til að víkja honum fyrirvaralaust úr starfi skiptastjóra. Úrskurður héraðsdóms verði því felldur úr gildi. Idac ehf. og Ríkisútvarpinu ohf. var jafnframt gert að greiða honum 496 þúsund krónur í kærumálskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira