Brottrekstur Lárusar úrskurðaður ólögmætur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2021 16:01 Lárus Sigurður Lárusson. Aðsend Landsréttur sneri í dag við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að víkja Lárusi Sigurði Lárussyni lögmanni úr starfi skiptastjóra þrotabús fasteignafélagsins Þórodds ehf. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í lok október að Lárusi skyldi vikið úr starfi skiptastjóra þrotabúsins vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. Ástæðan var sögð framferði Lárusar í tengslum við sölu á verðmætustu eign þrotabúsins, fasteigninni Þóroddsstöðum við Skógarhlíð í Reykjavík. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að áður en til gjaldþrotaskipta kom hafi eignin verið til sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir hafi borist í eignina og verið samþykkt, en salan ekki gengið í gegn þar sem kaupandi hafi ekki getað fjármagnað kaupin. Þóroddsstaðir eru byggðir árið 1927 og var upphaflega býli, Er um að ræða þrílyft steinhús, um 400 fermetrar að stærð.Já.is Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Lárus sagðist í yfirlýsingu vegna málsins í nóvember hafna því að eiginhagsmunir hefðu ráðið för og kærði úrskurðinn til Landsréttar. Hann baðst jafnframt lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna eftir að dómur héraðsdóms var kveðinn upp. Hefði átt að hafa gögnin tilbúin á skiptafundi Landsréttur kosmt að þeirri niðurstöðu að Lárusi hefði borið að kynna sér betur byggingarrétt sem þinglýst hafði verið á Þórodsstöðum. Dómurinn taldi þó að það hefði ekki haft umtalsverð áhrif á söluverð eignarinnar. Einnig hefði Lárus mátt gera sér grein fyrir því að hann þyrfti að hafa sölugögn vegna sölu eignarinnar tilbúin til afhendingar á skiptafundi í júní 2020 og að honum hefði borið að halda ágreiningsfund um umdeildar kröfur í búið eins fljótt og honum var unnt. Á hinn bóginn taldi dómurinn að framferði Lárusar hefði ekki verið slíkt að efni hafi staðið til að víkja honum fyrirvaralaust úr starfi skiptastjóra. Úrskurður héraðsdóms verði því felldur úr gildi. Idac ehf. og Ríkisútvarpinu ohf. var jafnframt gert að greiða honum 496 þúsund krónur í kærumálskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í lok október að Lárusi skyldi vikið úr starfi skiptastjóra þrotabúsins vegna brots á starfs- og trúnaðarskyldum. Ástæðan var sögð framferði Lárusar í tengslum við sölu á verðmætustu eign þrotabúsins, fasteigninni Þóroddsstöðum við Skógarhlíð í Reykjavík. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að áður en til gjaldþrotaskipta kom hafi eignin verið til sölu hjá fasteignasölunni Mikluborg. Kauptilboð upp á 200 milljónir hafi borist í eignina og verið samþykkt, en salan ekki gengið í gegn þar sem kaupandi hafi ekki getað fjármagnað kaupin. Þóroddsstaðir eru byggðir árið 1927 og var upphaflega býli, Er um að ræða þrílyft steinhús, um 400 fermetrar að stærð.Já.is Eftir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta og Lárus skipaður skiptastjóri, hafi húsið verið tekið úr sölu hjá fasteignasölunni en selt stuttu síðar til sama kaupanda í gegnum fasteignasölu eiginmanns og samstarfsmanns Lárusar, Sævars Þórs Jónssonar, og þá fyrir 130 milljónir króna. Lárus sagðist í yfirlýsingu vegna málsins í nóvember hafna því að eiginhagsmunir hefðu ráðið för og kærði úrskurðinn til Landsréttar. Hann baðst jafnframt lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna eftir að dómur héraðsdóms var kveðinn upp. Hefði átt að hafa gögnin tilbúin á skiptafundi Landsréttur kosmt að þeirri niðurstöðu að Lárusi hefði borið að kynna sér betur byggingarrétt sem þinglýst hafði verið á Þórodsstöðum. Dómurinn taldi þó að það hefði ekki haft umtalsverð áhrif á söluverð eignarinnar. Einnig hefði Lárus mátt gera sér grein fyrir því að hann þyrfti að hafa sölugögn vegna sölu eignarinnar tilbúin til afhendingar á skiptafundi í júní 2020 og að honum hefði borið að halda ágreiningsfund um umdeildar kröfur í búið eins fljótt og honum var unnt. Á hinn bóginn taldi dómurinn að framferði Lárusar hefði ekki verið slíkt að efni hafi staðið til að víkja honum fyrirvaralaust úr starfi skiptastjóra. Úrskurður héraðsdóms verði því felldur úr gildi. Idac ehf. og Ríkisútvarpinu ohf. var jafnframt gert að greiða honum 496 þúsund krónur í kærumálskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira