Mæla ekki með bólusetningu barna í áhættuhópum að svo stöddu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. janúar 2021 16:04 Valtýr Stefánsson Thors sérfræðingur í smitsjúkdómum barna er höfundur leiðbeininganna ásamt Ásgeiri Haraldssyni, prófessor í barnalækningum. Vísir/Arnar Barnalæknar mæla ekki með því að börn í áhættuhópum verði bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Þó gæti komið til greina að bólusetja börn í áhættuhópum í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar reynsla er komin á bóluefnið. Þetta kemur fram í leiðbeiningum Ásgeirs Haraldssonar prófessors í barnalækningum og Valtýs Stefánssonar Thors, sérfræðings í smitsjúkdómum barna, um bólusetningar barna sem birtar voru á vef Landspítalans í gær. Ásgeir og Valtýr telja mikilvægt að hafa hugfast að börn smitast síður en fullorðnir og verða síður alvarlega veik. Birtar rannsóknir á virkni og aukaverkunum bóluefna gegn veirunni hafi ekki enn tekið til barna nema í afar takmörkuðum mæli. Þá sé eina bóluefnið sem hlotið hafi leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) bóluefni Pfizer, sem ekki er skráð fyrir börn. Í dag, eftir að yfirferðin var birt, hefur EMA einnig samþykkt bóluefni Moderna, sem ekki er heldur skráð fyrir börn. „Því er erfitt að setja fram ráðleggingar varðandi bólusetningar á börnum þar sem gögn liggja ekki fyrir. Færa má rök fyrir því að ekki sé brýn nauðsyn þess að bólusetja börn snemma þar sem þau sýkjast síður en fullorðnir. Hins vegar eru hópar barna með alvarlega sjúkdóma sem þarf að vernda. Dæmið er því snúið,“ segja Ásgeir og Valtýr. Heimilisfólk alvarlega veikra barna ætti að vera í forgangi Almennt sé ekki ráðlegt að bólusetja börn að svo stöddu. Þeir setja þó fram vangaveltur varðandi bólusetningu barna við tilteknar aðstæður. Þannig mætti flokka ungmenni sextán ára og eldri, með skilgreinda áhættuþætti, sem fullorðna og bólusetja sem slíka. Þá telja þeir að heimilisfólk barna yngri en sextán ára, með alvarlega sjúkdóma og sem þarfnast mikillar umönnunar foreldra, ætti að vera í forgangshópi fyrir bólusetningu til að vernda barnið. Ábyrgð framleiðenda nær ekki til bólusetningarinnar Börn í áhættuhópi á aldrinum fimm til fimmtán ára telja þeir að gætu komið til greina í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar meiri reynsla er komin á bóluefnið. „Þetta gildir þá nánast eingöngu um börn þar sem sýkingar gætu verið lífshótandi vegna áðurnefndra áhættuþátta. Ábyrgð framleiðanda tekur þó ekki til slíkra bólusetninga,“ segja Ásgeir og Valtýr. Þessar leiðbeiningar verði „að sjálfsögðu“ endurskoðaðar þegar frekari gögn um bólusetningar barna berist og fleiri bóluefni hljóta leyfi lyfjastofnana. Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi fyrir bólusetningu hér á landi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Þetta kemur fram í leiðbeiningum Ásgeirs Haraldssonar prófessors í barnalækningum og Valtýs Stefánssonar Thors, sérfræðings í smitsjúkdómum barna, um bólusetningar barna sem birtar voru á vef Landspítalans í gær. Ásgeir og Valtýr telja mikilvægt að hafa hugfast að börn smitast síður en fullorðnir og verða síður alvarlega veik. Birtar rannsóknir á virkni og aukaverkunum bóluefna gegn veirunni hafi ekki enn tekið til barna nema í afar takmörkuðum mæli. Þá sé eina bóluefnið sem hlotið hafi leyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) bóluefni Pfizer, sem ekki er skráð fyrir börn. Í dag, eftir að yfirferðin var birt, hefur EMA einnig samþykkt bóluefni Moderna, sem ekki er heldur skráð fyrir börn. „Því er erfitt að setja fram ráðleggingar varðandi bólusetningar á börnum þar sem gögn liggja ekki fyrir. Færa má rök fyrir því að ekki sé brýn nauðsyn þess að bólusetja börn snemma þar sem þau sýkjast síður en fullorðnir. Hins vegar eru hópar barna með alvarlega sjúkdóma sem þarf að vernda. Dæmið er því snúið,“ segja Ásgeir og Valtýr. Heimilisfólk alvarlega veikra barna ætti að vera í forgangi Almennt sé ekki ráðlegt að bólusetja börn að svo stöddu. Þeir setja þó fram vangaveltur varðandi bólusetningu barna við tilteknar aðstæður. Þannig mætti flokka ungmenni sextán ára og eldri, með skilgreinda áhættuþætti, sem fullorðna og bólusetja sem slíka. Þá telja þeir að heimilisfólk barna yngri en sextán ára, með alvarlega sjúkdóma og sem þarfnast mikillar umönnunar foreldra, ætti að vera í forgangshópi fyrir bólusetningu til að vernda barnið. Ábyrgð framleiðenda nær ekki til bólusetningarinnar Börn í áhættuhópi á aldrinum fimm til fimmtán ára telja þeir að gætu komið til greina í undantekningartilfellum, sérstaklega þegar meiri reynsla er komin á bóluefnið. „Þetta gildir þá nánast eingöngu um börn þar sem sýkingar gætu verið lífshótandi vegna áðurnefndra áhættuþátta. Ábyrgð framleiðanda tekur þó ekki til slíkra bólusetninga,“ segja Ásgeir og Valtýr. Þessar leiðbeiningar verði „að sjálfsögðu“ endurskoðaðar þegar frekari gögn um bólusetningar barna berist og fleiri bóluefni hljóta leyfi lyfjastofnana. Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi fyrir bólusetningu hér á landi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. Þetta gæti þó breyst þar sem dreifingaráætlun Aztra Zeneca hefur ekki verið birt og eins geta hlutirnir breyst varðandi dreifingu Pfizer og Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51 Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Einnig búið að bólusetja NPA-þjónustuþega og íbúa á sambýlum Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52
Veðmál á vitlausan hest tafði bólusetningar í Hollandi Hollenska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna tafa sem orðið hafa á bólusetningu vegna Covid-19 þar í landi. Bólusetning hófst þar fyrst í dag, tíu dögum eftir að bólusetning hófst í grannríkjunum. 6. janúar 2021 13:51
Lyfjastofnun Evrópu samþykkir dreifingu bóluefnis Moderna Lyfjastofnun Evrópu ákvað á fundi sínum í dag að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna í Evrópu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afgreiði leyfið í dag og dreifing á bóluefninu hefjist fljótlega. 6. janúar 2021 12:34